Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Nóvember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

5 ábendingar fyrir nýjan lærling eða starfsnema

Þú fékkst bréf (eða tölvupóst) um að þú værir komin/n með vinnuna. Þú veist hvenær þú byrjar og hvar. Þú ert búinn að skoða vinnustaðinn á netinu til að ná áttum. En hvað svo? Núna er tími til að komast að því hvernig þú gerir iðnnámið eða starfsþjálfunina að öskrandi góðum árangri.

5 tips for a new apprentice or trainee

Hvernig kemurðu vel fyrir

Þetta er fyrsta reglan sem þú lærir, sem gerir hana ekki minna mikilvæga. Það er erfitt að breyta fyrstu áhrifum, vertu því viss um að þú sért tilbúin/n til að koma vel fyrir.

Hugsaðu um í hverju þú ert – er það viðeigandi fyrir vinnustaðinn? Einstaklingshyggja er frábær í einkalífinu, en hún er kannski ekki það sem samstarfsfólk þitt og yfirmenn eru að leita að. Hugaðu að morgunrútínunni – gefur hún þér nógan tíma til að ljúka öllu sem þú þarft að gera? Ekkert sýnir jafn vel að þér er sama og að mæta of seint í vinnuna. Hafðu þetta í huga og þú byrjar lærlingsstöðuna eða iðnnámið á réttum nótum.

Lærðu af öðrum

Þér gæti verið úthlutað leiðbeinanda eða yfirmanni til að leiðbeina þér í gegnum lærlingsstöðuna eða starfsþjálfunina. Þú gætir verið hluti af hóp sem deilir þessu hlutverki. Hvernig svo sem því er farið, er samstarfsfólk þitt heil gullnáma, ekki bara þegar kemur að því að nálgast vinnuna, heldur einnig hvernig þú hegðar þér á vinnustaðnum. Fylgdu fordæmi þeirra og þú neglir þetta.

Skipulegðu tíma þinn á skilvirkan hátt

Verið getur að lærlingsstaðan eða starfsþjálfunin feli einnig í sér lærdóm auk vinnunnar. Ef það er málið, þarftu að finna heilbrigt jafnvægi á milli þeirra. Ekki einbeita þér of mikið af öðru á kostnað hins – bæði eru jafn mikilvæg og leika hlutverk í framtíð þinni. Það getur verið góð hugmynd að vera með dagbók eða verkaskrá (annað hvort í farsímanum eða á efnislegu formi) sem þú getur notað til að skipuleggja og fylgjast með tíma þínum. Vinnustaðurinn ætti að geta hjálpað þér með þetta allt, þannig að þú skalt passa að hafa hann með í ráðum.

Sýndu eldmóð

Hvert svo sem fyrirtækið sem þú gekkst til liðs við er, er mikilvægt að þú sýnir jákvætt viðmót og vilja til að taka þátt í hverju sem þú stendur frammi fyrir – hvort sem það er í starfslýsingu þinni eða ekki. Það mun ekki aðeins vekja hrifningu samstarfsfólks þíns; það gæti líka leitt til þess að þú fáir meira spennandi verkefni í framtíðinni. Passaðu því að brosa, jafnvel þó þú sért taugaóstyrk/ur, og ekki vera hrædd/ur við að deila hugsunum þínum og hugmyndum þegar það á við. Að vera hluti af liði snýst um samvinnu og álit þitt er jafn mikilvægt og álit annarra!

Finndu hraða sem hentar þér

Allir vinna á mismunandi hraða og eins lengi og vinnan er vel unnin og þú mætir skilafrestum, er það í lagi – við höfum öll okkar einstöku leið við að nálgast verkefni. Það er mikilvægt að uppgötva hvað virkar fyrir þig og láta ekki undan þrýstingi til að flýta þér eða takast á við of mikið. Leiðbeinandi þinn, yfirmaður eða samstarfsfólk ætti að geta hjálpað þér við að finna þinn eigin vinnustíl og tryggja að hann passi við þarfir fyrirtækisins. Og ef þér finnst þú einhvern tíma að þetta sé að verða of mikið, skaltu passa að tala við þau um það – þess vegna eru þau þarna!

Þannig er það – þetta eru helstu ábendingar okkar  til að hjálpa þér að koma fyrir þig fótunum í nýrri lærlingsstöðu eða starfsþjálfun. Við skoðuðum forrit sem geta hjálpað þér að ná hámarks skilvirkni í vinnunni. Passaðu að kíkja á þessar greinar til að hjálpa þér að undirbúa þig undir nýtt ævintýri. Gangi þér vel!

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
  • Nám

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.