Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)

Ábendingar og ráð

Þessi hluti er fyrir atvinnuleitendur úr háskólum og tækniskólum og þá sem almennt hafa mikla kunnáttu: nemendur og útskriftarnemar, kennarar og rannsakendur. Þar sem eftirspurn er eftir fólki úr ákveðnum atvinnugeirum í einstökum ESB löndum þá eiga vel menntaðir atvinnuleitendur mikla möguleika á því að finna starf erlendis.

Ef þú hyggst hefja atvinnuferil þinn eða finna nýtt starf eða þjálfunarmöguleika í öðru EES landi og/eða Sviss, vinsamlegast skoðaðu hlutann hér að neðan og hlekki tengda honum.

Breyting frá námsmannalífi yfir í atvinnuþátttöku erlendis

Breyting frá námi yfir í vinnu getur verið tímabil óvissu. Ert þú um það bil að ljúka (eða hefur lokið) námi þínu? Vilt þú flytja til og vinna í öðru EES landi? Ef þú býrð yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, ert sveigjanleg/ur, ákveðin/n og átt auðvelt með að aðlagast bæði nýju starfi, nýju landi og nýjum menningarheimi, þá hefur þú það sem til þarf til að leita þér frama á alþjóðavettvangi!

6 SKREF TIL AÐ LEITA SÉR STARFSFRAMA ERLENDIS

Það getur verið erfitt að breyta frá námsmannalífi yfir í að starfa erlendis. Ennfremur er mikil áskorun fólgin í því að sækja um starf og það er tímafrekt ævintýri! Með það að markmiði að auðvelda umskiptin þá eru 6 skref talin upp hér að neðan með gagnlegum "ábendingum og ráðum" sem gæti verið vert að skoða áður en flutt er til annars lands. Vinsamlegast smellið á hlekkina til að fara á viðeigandi síðu.

Ábendingar og ráð ...

Fyrir frekari upplýsingar og möguleika á aðstoð við að takast á við umskiptin frá námsmannalífinu yfir í starfsframa erlendis, vinsamlegast leitið svara á öðrum vefsíðum með því að smella á "Upplýsingar og störf fyrir útskriftarnema" í "Tengdum hlekkjum".

Síðast en ekki síst: fleiri en 1000 fulltrúar EURES eru tilbúnir til að ráðleggja þér og aðstoða þig varðandi öll mál sem tengjast evrópskum vinnumarkaði. Byrjaðu með því að hafa samband við EURES ráðgjafa í því landi sem þú ert búsettur í. Þú getur fundið upplýsingar um EURES fulltrúa með því að smella á "Hafa samband við EURES fulltrúa".

Starfsferill rannsóknarmanna

Þeir sem stunda rannsóknir kunna að hafa gagn af möguleikum á námi og vinnu í öðrum aðildarríkjum og hafa ávinning af evrópska hreyfanleikavefsetrinu fyrir rannsóknir. Ný vefsíða - EURAXESS – Rannsakendur á hreyfingu er nú til taks og hefur hún að geyma ýmis konar þjónustu. Hún er eini staðurinn sem rannsakendur þurfa að fara á til þess að auka persónuþroska sinn og eflast í starfi með því að flytjast til annarra landa. Þessi gjaldfrjálsa og persónulega þjónusta býður upp á mikið magn af nýjum upplýsingum um lausar stöður og styrkjamöguleika í öllum námsgreinum um alla Evrópu. Síðan er einnig fyrsti staðurinn til að leita til varðandi réttindi þín og einnig rannsóknar- og styrkjastofnana og býður upp á fjölmarga hlekki sem aðstoða þig bæði fyrir og eftir flutning. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast skoðaðu "Tengd atriði".

ATHUGASEMD

Vinsamlegast athugið að kaflinn "Búseta og atvinna" á EURES vefgáttinni veitir upplýsingar um frekari skilgreiningar fyrir einstök EURES aðildarríki á staðreyndablaði "Ábendinga og ráða".

Þú getur einnig fundið svör við öðrum spurningum um Evrópusambandið og frjálsa för borgara til að búa, nema og vinna í öðru aðildarríki á EUROPA vefsíðunni.