Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 21 Nóvember 2017
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 mín. lestur

Sumar í Króatíu, vetur í Austurríki: einn atvinnuleitandi hefur látið það virka

Króatía, með sinni stórkostlegu strandlengju, er vinsæll ferðamannastaður á sumrin – sem þýðir að mikil eftirspurn er eftir hæfum og reyndum starfsmönnum innan gestrisnigeirans.

Summer in Croatia, winter in Austria: one jobseeker has made it work
Tomislav Rihter – EURES Croatia

En þegar sumarvertíðinni líkur í september eða október, fer stór hluti af árstíðabundnu starfsfólki aftur til Vinnumálastofnunar Króatíu, og margir starfsmenn eru atvinnulausir þar til vertíðin byrjar aftur í maí. Fyrir suma liggur lausnin í vetrarstörfum erlendis.

Dæmi um þetta er Tomislav Rihter, frá Osijek í austur Króatíu. Þökk sé umtalsverðri starfsreynslu og þýskukunnáttu fann hann vinnu í gegnum Osijek- skrifstofu EURES á starfadegi fyrir 2016/2017 skíðavertíðina í Austurríki.

Eftir valferli á staðnum með fulltrúum Arbeitsmarktservice (AMS) og Efnahagsráðs Austurríkis, var honum og atvinnuveitanda í Oberlech Austurríki stefnt saman.

Hann vann þar sem línukokkur í pâtisserie og var mjög sáttur við reynsluna. „Þar sem skíðadvalarstaðirnir eru fullir af ferðamönnum fram í lok apríl, og það var mikil vinna hjá okkur og aðstæður voru frábærar,“ segir hinn 42 ára Tomislav. „Eldhúsið í veitingastaðnum á hótelinu var vel tækjum búið og nútímalegt svo ég hafði allt sem ég þurfti við höndina.

„Ég fékk nýtt herbergi sem var rúmgott, vel skreytt og hreint. Við lok vinnudagsins hafði ég stað út af fyrir mig og frið. Í samtölum við vinnuveitandann fékk ég að vita að þau ætla að gera tíu ný herbergi og líkamsræktarsal fyrir starfsfólkið, allt til að halda starfsfólkinu ánægðu.“

Eftir að vetrarvertíðinni í Austurríki líkur, sneri Tomislav aftur til Osijek, og hann fann fljótlega sumarstarf sem hótelkokkur á eyjunni Hvar, þar sem hann er jafn ánægður.

„Meðal gesta voru frægir króatískir söngvarar,“ rifjar hann upp, „sem ég var ánægður með að hitta og þeir voru í sjöunda himni með matinn minn. Og ég hef öruggt starf hérna fyrir sumarvertíðina 2018.“

Ivana Šarić, EURES-ráðgjafinn, sem hefur stutt Tomislav í atvinnuleit sinni, bætir við: „Til að gera atvinnu allt árið mögulega,  hefur EURES í Króatíu komið á samstarfi við AMS og EURES í Austurríki á starfadögum fyrir vetrarvertíðina í Austurríki.

„Núna einbeitir Tomislav sér aftur að vetrarvertíðinni í Austurríki og við erum ánægð með að gera þessa „hring-árstíð“ mögulega fyrir hann, og marga aðra, þökk sé góðri samvinnu á milli landa í EURES-netinu.“

 

Tengdir hlekkir:

EURES í Króatíu

Króatíska vinnumálastofnunin

EURES Osijek

Vinnumálastofnun Austurríkis, Arbeitsmarktservice (AMS)

Efnahagsráð Austurríkis

EURES í Austurríki

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

 Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.