Í grein sem var birt fyrir skömmu sögðum við ykkur allt um evrópska hreyfanleikaverkefnið fyrir starfsmenn eldri en 30 ára, undir forystu Eures liðsins í Neðri-Silesíu í Póllandi Frá þeim tíma hefur verkefnið aðstoðað 26 atvinnuleitendur við að finna starf í Þýskalandi, í Bretlandi og í Tékklandi. Við ræddum við einn þátttakandann, Pawel Frydlewicz, til þess að fræðast nánar um persónulega reynslu hans af Eures.
Hvernig komstu í kynni við Eures verkefnið?
Þegar ég var að bíða í vinnumiðluninni í heimabæ mínum eftir því að hitta ráðgjafa, leit ég í gegnum atvinnuauglýsingar og tók eftir vinnuútboði erlendis, sem auglýst var í gegnum Eures. Mér leist strax vel á það. Ég fékk enn meiri áhuga þegar ég fann bæklinga og kynningarrit um hvernig á að finna vinnu utan Póllands, um vinnuöryggi, vinnuskilyrði o.s.frv. Ég vildi auka þekkingu mína og því fylgdist ég með Eures vefgáttinni. Heppnin var með mér þar sem á fyrstu síðunni var auglýsingaborði með upplýsingum um verkefni. Þetta var verkefni sem var tilvalið fyrir mig!
Hvað hvatti þig til að fara að leita að atvinnutækifærum erlendis?
Það er erfitt að segja hvað hvatti mig til að leita að vinnu erlendis. Reyndar spiluðu margar þættir inní, aðallega árangurslausar tilraunir mínar til að finna vinnu í Póllandi. Mig langaði til að finna starf sem myndi meta áralanga starfsreynslu og hæfileika mína, auk þess að veita góðan lífeyri og sjúkratryggingar.
Hvert er núverandi starf þitt?
Í meira en níu mánuði hef ég starfa í Tékklandi hjá Skoda Auto, en það er starf sem ég fékk í gegnum vinnumiðlunina. Ég er með árssamning með sjálfvirkri endurnýjun í eitt ár í viðbót. Frá upphafi hef ég unnið í vörustjórnunardeildinni og ég er mjög ánægður í starfinu.
Við hvað vannstu áður í Póllandi?
Ég starfaði við gæðastjórnun. Mjög kröfumikið starf, sjö daga vikunnar, þrjár vaktir, stöðugt nám, ég öðlaðist mikla þekkingu og færni. Það er að segja þangað til eigandinn seldi fyrirtækið og meginhluta starfsmanna var sagt upp. Ég græddi hinsvegar á þessu, þótt ég hefi ekki gert mér grein fyrir því þá. Á þessum tíma var mjög erfitt að missa vinnuna og þurfa að byrja upp á nýtt og leita að nýju starfi.
Geturðu sagt okkur hvernig þér leið með allt Eures ferlið og hvernig aðstoðin var sem þú fékkst þar?
Í upphafi fannst mér ég ekki geta starfað einn í öðru landi. Hugsunin um það hræddi mig. Svona einfaldar aðgerðir virtust yfirþyrmandi. Hvernig ætti ég að fá rétt tilboð, þýða starfsferillsskránna mína og mæta í viðtal þar sem talað væri annað tungumál? Hvað um brottflutninginn og allan undirbúning tengdan honum: finna húsnæði, greiða kostnað frem að fyrstu launum og svo framvegis. Ég gerði ráð fyrir því að þurfa að takast á við þetta einn.
En það var alls ekki þannig! Þökk sé þátttöku minni í verkefninu var ég með þýðingu á ferilskrá minni, ég fór í tungumálanám sem verkefnið sá um og ég fékk stöðuga umönnun frá ráðgjöfum verkefnisins, sem voru tilbúnir til að hjálpa hvenær sem er, hvort það í sambandi við vinnuveitanda, vinnu eða gistingu. Og það er mikilvægt að finnast maður ekki einn.
Hvaða áskorunum mættirðu til að byrja með?
Ég hafði aldrei unnið við vörustjórnun áður. Að undirbúa tiltekinn pakka með hlutum á hverjum bekk gegnir í raun sömu lögmálum, þar sem hver bíll er með ákveðin sérkenni sem maður verður að þekkja. Ég lærði fljótt að útbúa pantanir með réttu hlutunum. Ég fékk mikið sjálfstæði á vinnustaðnum og þar af leiðandi mikla ábyrgð varðandi starfið mitt.
Brátt var ég laus við áhyggjurnar og starfsánægjan jókst. Tölvukunnátan kom að góðum notum. Jafnvel tungumálið var ekki eins erfitt og virtist í fyrstu. Mörg orð í tékknesku eru skiljanleg, en jafnvel ef maður skilur þau ekki er ávallt hægt að nota ensku.
Hefurðu einhver ráð fyrir þá sem eru að hugsa um Eures verkefni?
Þegar ég var að leita að starfi í Póllandi, þurfti ég að takast á við vandamál sem voru óskiljanleg fyrir mér. Mér fannst ég stundum standa fyrir framan glervegg sem ég gat ekki komist í gegn.
Ég vildi vinna, ég var tilbúinn til þess, hafði þekkingu og getu en ég vildi ekki vinna fyrir laun sem voru fyrir neðan mannlega virðingu. Ég áttaði mig á því að eini möguleikinn minn var að finna starf erlendis.
Núna starfa ég eðlilaga, lifi venjulegu lífi og kem meira að segja til Póllands í hverri viku. Öll vandamálin sem komu upp í byrjun – nýtt tungumál, ný vinna, búseta í öðru landi, annað hugarfar íbúa, fjölmenningarlegt umhverfi – allt þetta getur verið ógnvænlegt í byrjun, en með tímanum breytist þetta í áhugaverða upplifun.
Það er svo mikið sem hægt er að læra af öðrum ef maður er opin fyrir nýrri reynslu. Það borgaði sig svo sannarlega að hafa samband við Eures. Í dag get ég sagt JÁ við Eures!
Saga Pawels getur einnig orðið þín saga. Ef þú ert atvinnuleitandi á fertugsaldri og býrð í Neðri-Sílesíu, getur Eures skrifstofan á staðnum veitt þér aðstoð í atvinnumálum. Hafðu samband við Eures ráðgjafa til þess að koma starfsferlinum þínum af stað.
Tengdir hlekkir:
Hafðu samband við Eures ráðgjafa
Nánari upplýsingar:
Finna Euresráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eurselöndum
VinnugagnagrunnurEures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 6 Febrúar 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Árangurssögur
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles
