Búsetu- og starfsskilyrði í Evrópu
Til að geta tekið upplýstar ákvarðanir til að efla frjálsa för starfandi fólks þurfa þeir sem eru að leita sér að vinnu jafnt og vinnuveitendur upplýsingar um mjög mörg hagnýt, lagaleg og stjórnunarleg atriði. Í vefgáttinni EURES Job Mobility portal er að finna upplýsingamiðla sem veita hjálp og stuðning þegar menn hugleiða flutning til annars lands eða það að ráða fólk í vinnu erlendis frá.
Gagnagrunnurinn yfir búsetu- og starfsskilyrði hefur að geyma upplýsingar um mörg mikilvæg atriði, eins og t.d. húsnæðismál, skólavist, skatta, framfærslukostnað, heilbrigðismál, félagsmálalöggöf, samanburð hæfniskrafna og margt fleira.
Annað mikilvægt upplýsingatól í vefgáttinni er Vinnumarkaðsupplýsingar, en þar er sagt frá þróun vinnumarkaðarins í Evrópu, eftir löndum, landssvæðum og atvinnugreinum.
Upplýsingar um væntanlega viðburði sem vinnuleitendur og atvinnurekendur í því landi eða á því landsvæði, sem valið er, hafa áhuga á að kynna sér, er að finna í Viðburðaskránni
Um búsetu- og starfsskilyrði
Það getur verið ruglingslegt að velta fyrir sér hagnýtum, lögfræðilegum og stjórnsýslulegum þáttum þegar íhugað er að flytja af landi brott. Búsetu- og starfsskilyrðasíðurnar á vefgátt EURES eiga að hjálpa þér að gera búferlaflutninga þína erlendis eins hnökralausa og hægt er með því að upplýsa þig fyllilega fyrirfram. Þú getur einnig komist að því hvaða svæði hafa umtalsvert ójafnvægi milli lausra starfa og vinnuafls, bæði til skemmri og lengri tíma litið, sem getur haft áhrif á áherslur atvinnuleitar þinnar.
Þrátt fyrir að rétturinn til að búa og starfa í öðru ESB landi sé einn af grundvallaratriðum frelsis ESB, og taki einnig til Noregs, Íslands, Liechtenstein og Sviss undir samningum EES og EFTA, er ríkisborgurum nýrri ESB landa skylt að fara eftir ákveðnum aðlögunarreglum. Nánari upplýsingar um hvernig aðlögunarfyrirkomulaginu er háttað í mismunandi EURES löndum er að finna í þeim hluta vefgáttarinnar sem fjallar um ‘Frjálsa för’ eða með tenglinum að neðan.
http://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=466&langId=is
Eyðir þú takmörkuðum tíma í að vinna fyrir vinnuveitanda þinn utan aðildarríkisins sem þú starfar venjulega innan? Ef svo er, telst þú "Útsendur starfsmaður" og getur nálgast frekari upplýsingar um reglurnar um starfsskilyrði þín í hlutanum “Útsendir starfsmenn”í vefgátt Europa.
Til að fá frekari upplýsingar, getur þú alltaf haft samband við EURES ráðgjafa á þínum heimaslóðum eða EURES ráðgjafa í því landi sem þú vilt flytja til, og fengið aðstoð.