Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 30 Janúar 2024
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Lærðu nýtt tungumál á auðveldan og skilvirkan hátt: Leiðarvísir fyrir fagfólk

Það getur verið gefandi og áhugaverð upplifun að læra nýtt tungumál en það getur einnig virst erfitt og tímafrekt. Þú veltir ef til vill fyrir þér hvernig þú getur fundið tíma fyrir tungumálanám samhliða vinnu, fjölskyldulífi og félagslífi. En engar áhyggjur, þú getur það! Tungumálanám snýst ekki um að flýta sér eða læra sem allra mest, heldur um samfellu og ánægju. Í þessari grein færðu ábendingar og ráðleggingar um hvernig þú getur lært nýtt tungumál þrátt fyrir krefjandi starf.

Lærðu með skilvirkum hætti. Einn lykilþáttur að árangursríku tungumálanámi er að hafa skýr og raunhæf markmið. Markmið hjálpa þér að halda einbeitingu, áhuga og ábyrgð. Markmið eru þó ekki öll sambærileg. Þú þarft að setja þér skynsamleg markmið: Nákvæm, mælanleg, raunhæf, viðeigandi og tímasett. Í stað þess að segja „ég vil læra spænsku“ gætir þú til dæmis sagt „ég vil geta átt í einföldum samræðum á spænsku fyrir lok ársins“. Þannig getur þú fylgst með framförum, fagnað árangri og breytt áætlun þinni ef þörf krefur.

Nýttu tímann skynsamlega. Annar lykilþáttur í árangursríku tungumálanámi er að nota tímann á skilvirkan og skapandi hátt. Ekki þarf að verja löngum stundum í skólastofu eða með kennslubók til að læra nýtt tungumál. Þú getur nýtt frítíma þinn og daglegt líf til að kynnast tungumálinu og æfa þig. Þú getur til dæmis hlustað á hlaðvarp meðan þú keyrir, notað app meðan þú bíður í röð eða horft á þátt á viðkomandi tungumáli fyrir svefninn. Því meira sem þú samþættir tungumálanámið við daglegt líf því auðveldara og skemmtilegra verður það.

Notaðu nýju hæfileikana. Besta leiðin til að læra nýtt tungumál er að nota það. Ekki bíða með að tala, skrifa, lesa og hlusta á tungumálið þar til þér finnst þú hafa náð fullkomnum tökum á því. Því ekki að halda dagbók á því tungumáli sem þú ert að læra? Með því að skrifa um daglegt líf byggir þú upp gagnlegan orðaforða. Því fyrr sem þú byrjar að nota nýju hæfileikana, því hraðar muntu bæta þig og öðlast sjálfstraust. Það eru margar leiðir færar til að æfa tungumálið við raunverulegar aðstæður - það er t.d. hægt að taka þátt í netsamfélögum, finna einhvern til að æfa sig með, sækja viðburði o.s.frv. Ekki hræðast að gera mistök, þau eru hluti af námsferlinu. Hafðu opinn huga, sýndu áhuga og vertu fús til að læra af mistökunum.

Með því að fylgja þessum ábendingum getur þú lært nýtt tungumál með auðveldum og árangursríkum hætti þrátt fyrir krefjandi starf. Mikilvægast er að hafa samfellu í náminu og njóta ferðalagsins. Tungumálanám er ekki spretthlaup heldur langhlaup - samfella er grundvallaratriði.

Talar þú annað tungumál? Kynntu þér fimm starfsgreinar þar sem tvítyngdir og fjöltyngdir einstaklingar skara fram úr.

 

Nánari upplýsingar:

Starfsdagar í Evrópu

Finndu EURES ráðgjafa

Lífs- og starfsskilyrði í löndum innan vinnumiðlunarnets Evrópu (EURES)

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Administrative and support service activities
  • Arts, entertainment and recreation
  • Education
  • Information and communication
  • Other service activities

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.