Af hverju að nota EURES?
EURES er ókeypis þjónusta sem veitir þér aðgang að stærri hópi atvinnuleitenda í Evrópu til að finna rétta einstaklinginn í starfið, einkum í stöður sem erfitt er að fylla. Það hefur margvíslegan ávinning í för með sér að ráða starfsmenn frá öðrum löndum. Alþjóðlegir starfsmenn koma með nýja færni og menntun, ný tungumál og geta almennt bætt samkeppnishæfni fyrirtækisins þíns.
EURES er með sístækkandi gagnagrunn með yfir 530.000 ferilskrám og til að skoða þær þarftu aðeins að búa til vinnuveitendareikning (skráningin er ókeypis). Það mun gera þér kleift að leita að ferilskrám sem henta kröfum þínum og sýn svo og vista og halda utan um umsækjendur til að auðvelda ráðningarnar.
Fáðu sérsniðinn stuðning frá EURES ráðgjafa
Ef þú hefur spurningar um hvernig eigi að nota EURES erum við með víðfeðmt net EURES ráðgjafa um alla Evrópu sem eru til þjónustu reiðubúnir. EURES ráðgjafar okkar geta:
- parað lausu stöðuna við hentuga umsækjendur;
- boðið þér upp á leiðbeiningar og ráð um ráðningar frá öðrum löndum;
- boðið þér upp á sérhæfða aðstoð fyrir tiltekin landamærasvæði;
- hjálpað þér við þátttöku á ráðningarviðburðum á verkvangi Evrópskra atvinnudaga (á netinu).
Þó að fundir augnliti til auglitis með EURES ráðgjöfum kunni að vera takmarkaðir vegna COVID-19 getum við enn hjálpað þér í síma eða tölvupósti. Kynntu þér hvernig þú getir haft samband við næsta EURES ráðgjafa í dag.
Evrópskir atvinnudagar (á netinu)
Evrópskir atvinnudagar (á netinu) er verkefni á vegum EURES sem skipuleggur hundruð ráðningarviðburða á staðnum og á netinu í Evrópu. Með því að búa til reikning á verkvangi Evrópskra atvinnudaga (á netinu) getur þú birt laus störf fyrir stóran hóp hæfra umsækjenda og tekið þátt í viðburðum í framtíðinni. Verkvangurinn mun veita þér aðgang að þúsundum ferilskrám.
Með því að nota viðtalsbókunarkerfið okkar getur þú boðið völdum umsækjendum í starfsviðtal í gegnum netið eða á staðnum á viðburðardeginum. Þú getur einnig bókað sérstaka tíma fyrir hvert og eitt viðtal og haldið þau með raunspjall Evrópsku atvinnudagana eða í gegnum Skype. Frekari upplýsingar um Evrópska atvinnudaga (á netinu).
Verkefni á sviði starfshreyfanleika
Fyrsta EURES starfið getur hjálpað þér að finna hæfa starfsmenn í öðru Evrópusambandslandi, Noregi eða á Íslandi. Einkum miðar verkefnið að því að finna áhugasamt ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára fyrir störf sem erfitt er að ráða í. Ef þú rekur lítið eða meðalstórt fyrirtæki getur þú hugsanlega sótt um fjárhagsaðstoð til að standa undir hluta af kostnaði við þjálfun og aðlögun nýja starfsmannsins, lærlingsins eða starfsnemans. Frekari upplýsingar um Fyrsta EURES starfið.
Reactivate getur einnig hjálpað þér að finna hæfa starfsmenn í Evrópu en ólíkt Fyrsta EURES starfinu geta starfsmenn verið á öllum aldri. Verkefnið býður einnig litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á fjárhagsaðstoð til að standa straum af kostnaði við þjálfun og aðlögun nýrra starfsmanna. Frekari upplýsingar um Reactivate.
Til þess að hefja EURES vegferð þína skaltu skrá þig með ókeypis reikning og hafa samband við EURES ráðgjafa í heimalandi þínu í dag.
Tengdir hlekkir:
Búa til reikning fyrir vinnuveitendur
Evrópskir atvinnudagar (á netinu)
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 29 Október 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles