Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring10 Mars 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Svona byggir þú upp faglegan orðstír með samfélagsmiðlum

Hvort sem þú ert upprennandi lausamaður eða eigandi fyrirtækis leika samfélagsmiðlar mikilvægt hlutverk við að byggja upp orðstír þinn. Við höfum tekið saman átta mikilvæg ráð fyrir faglega ímynd.

How to build your professional reputation through social media
Unsplash

Lestu alltaf greinar áður en þú deilir þeim

Greinar á netinu eru oft með villandi heiti til að fá fólk til að smella á þær. Ef þú lest greinar áður en þú deilir þeim getur þú gengið úr skugga um að þær séu réttar og að þær innihaldi skoðanir og upplýsingar sem þú eða fyrirtækið þitt eruð sammála. Það gerir þér einnig kleift að segja faglega skoðun þína í póstinum en það getur verið gagnlegt fyrir fylgjendur þína á samfélagsmiðlunum.

Viðeigandi og fréttnæmt efni

Gakktu úr skugga um að efnið sem þú birtir henti sérfræðiþekkingu þinni og kynni til sögunnar nýjar og áhugaverðar upplýsingar. Ekki kaffæra fylgjendur þína með of miklum upplýsingum. Leyfðu þeim að melta póstana þína og bregðast við þeim. Ef áhersla þín er á magn frekar en gæði getur verið að fylgjendur þínir haldi að þú birtir upplýsingar bara til að birta þær en það mun hafa neikvæð áhrif á orðstír þinn.

Svaraðu skilaboðum án tafar

Það skapar alltaf góða ímynd að svara skilaboðum og fyrirspurnum um hæl. Jafnvel þó að þú getir ekki svarað skilaboðum um leið ættir þú að senda „skilaboð um móttöku“ eins og „takk fyrir skilaboðin, ég mun svara þeim um leið og mér gefst tími“. Gættu þess svo að standa við það sem þú lofar!

Gættu að málfræðinni

Notendur samfélagsmiðla taka sjaldnast eftir vel skrifuðum pósti en munu svo sannarlega taka eftir því ef stafsetningar- og aðrar villur eru í honum. Léleg málfræði dregur úr trausti á þér og getur haft áhrif á faglegt orðspor þitt. Taktu þér alltaf tíma til að lesa yfir póstana þína – notaðu stafsetningarpúka eða láttu lesa yfir þá áður en þeir eru birtir.

Fylgdu myllumerkjum

Ef þú fylgir myllumerkjum út frá faglegum áhuga þínum gerir það þér kleift að finna fólk, sem er sama sinnis, og þú getur átt í samskiptum við. Það er auðveld leið til að laða að fólk og mynda orðspor sem einstaklingur sem hittir í mark.

Notaðu Twitter-lista

Twitter-listar gera strauminn þinn markvissan og auðvelda þér utanumhald um hann. Þú getur valið sérfræðingasvið fyrir þig og búið til lista yfir fólk sem talar um viðkomandi efni (sjá ráðið um myllumerki að ofan). Þannig getur þú beint athyglinni að því að eiga í samskiptum við viðeigandi hóp fólks. Twitter-listar eru sérstaklega gagnlegir ef sérfræðiþekking þín liggur á fleira en einu sviði.

Á síðustu árum hafa mörg fyrirtæki smám saman gefið hefðbundið vinnurými upp á bátinn og skipt því út fyrir nýstárlegum starfsháttum og ráðningum. Skoðaðu greinina okkar um hvernig atvinnuleit hefur breyst árið 2022.

 

Tengdir hlekkir:

Hvernig hefur atvinnuleit breyst?

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Samfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.