Haltu þig við rútínu
Það er mikilvægt að halda áfram að stilla vekjaraklukkuna, klæða sig og fylgja venjulegri rútínu ef þú vinnur ekki lengur á skrifstofunni. Ef þú hagar þér eins og þú sért á leið á skrifstofuna getur það hjálpað þér við að líða eins og í vinnunni og koma þér í gang. Þú þarft kannski ekki að fara í vinnuna en láttu það ekki stoppa þig í því að ákveða klukkan hvað þú ætlar að hefja störf. Ef þú skipuleggur þig og fylgir skipulaginu getur það skilið á milli afkastamikils dags eða hangs.
Búðu til vinnurými
Til að halda þér við efnið út vinnudaginn getur verið að þú þurfir að endurskipuleggja svæði heima hjá þér og búa þér til vinnurými. Það getur verið skrifstofa með skrifborði eða nýstárlegra fyrirkomulag í borðstofunni. Það getur verið að hljóðlátt herbergi eða fallegt útsýni yfir garðinn veiti þér betri einbeitingu en sófinn fyrir framan sjónvarpið. Þetta snýst allt um að forðast og lágmarka truflanir svo þú getir einbeitt þér að verkefnum þínum.
Þegar þú gengur inn í vinnurýmið skaltu líta á það sem skrifstofuna þína og vinnusvæði frekar en hvíldarsvæði. Yfirgefðu vinnurýmið í hléum til að aðskilja það frá þeim svæðum þar sem þú slakar á.
Taktu þér regluleg hlé
Farðu á sama tíma í hádegismat og venjulega og taktu þér regluleg, stutt hlé yfir daginn (kannski 10 mínútna hlé á tveggja vinnustunda fresti). Það mun hjálpa þér við að halda einbeitingunni við vinnuna með því að skapa skýr mörk á milli vinnu og hléa. Tímaáætlanir hjálpa okkur við að vita hvenær við eigum að einbeita okkur og hvenær við eigum að slaka á og stuðla að auknum vinnuafköstum okkar á einbeitingartímunum.
Haltu sambandi við samstarfsmenn þína
Þér kann að líða eins og þú sért ekki í vinnunni ef þú situr ekki við hlið samstarfsmanna þinna en þú getur enn haldið fjarsambandi við þá. Ef þú hringir í þá á Skype eða boðar þá á símafund og ræðir það sem þú ert að vinna eykst áhugi þinn á því að leggja harðar að þér. Þegar þú sérð andlit þeirra hjálpar það þér einnig að muna að þó þú sért ekki á skrifstofunni ertu samt í vinnunni.
Það er ekki alltaf auðvelt að halda sér við efnið þegar fólk vinnur heiman frá sér eða er í fjarvinnu en ef þú fylgir þessum ráðum og heldur reglu á vinnudeginum eru meiri líkur á því að þú náir daglegum markmiðum þínum!
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 27 Mars 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- EURES bestu starfsvenjur
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles