Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 26 Febrúar 2021
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Fjögur ráð við gerð ferilskrár þegar reynslan er takmörkuð

Þegar þú býrð yfir takmarkaðri reynslu getur verið erfitt að vita hvað eigi að skrifa á ferilskrána. Sem betur fer er reynslan ekki allt. Lestu um fjögur bestu ráðin okkar til að komast frá umsókn og yfir í starfsviðtal!

Four tips for writing a CV when you have limited experience
EURES
  1. Teldu upp kunnáttu frekar en starfshlutverk

Þegar þú hefur lesið um kröfurnar fyrir starfshlutverkið sem þú ert að sækja um skaltu velta fyrir þér þeirri kunnáttu sem þú býrð þegar yfir og gæti hjálpað þér í starfinu. Þar má nefna kunnáttu frá námsárum eða hlutastörfum. Verkefnavinna í námi með öðrum samstúdentum felur oft í sér hópavinnu, forystu og tímastjórnun og oftast þarf maður að búa yfir skipulagshæfni (mæta á réttum tíma), ábyrgðartilfinningu og samskiptahæfni til að haldast í starfi. Veltu fyrir þér þeirri kunnáttu, sem þú býrð yfir, og hvaða kunnátta þú telur að verði nauðsynleg í starfinu sem þú ert að sækja um. Skráðu aðeins viðeigandi kunnáttu svo að ferilskráin þín passi fyrir starfið.

  1. Tilgreindu viðeigandi lykilorð

Einstaklingurinn, sem fer yfir ferilskrána þína, mun leita eftir tilteknum lykilorðum. Þar er ekki bara um að ræða menntun og kunnáttu – heldur er einnig verið að leita að orðum eins og „framkvæmdi“, „vakti áhuga“, „bætti“ og „stóð fyrir“. Ef þú getur komið með dæmi af einhverju tagi sem sýnir að þú framkvæmdir eitthvað eða vaktir áhuga einhvers skaltu geta um það á ferilskránni. Þessi orð munu standa upp úr og sýna vinnuveitandanum að þú hafir frumkvæði og sért lausnarmiðuð/aður. Ef þú býrð yfir takmarkaðri reynslu er einnig gagnlegt að minnast á að þú sért námsfús.

  1. Bættu við smá persónuleika

Ferilskrár eru oft fullar af staðreyndum svo það er mikilvægt að sýna lesandanum hver þú ert sem persóna. Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn og sýndu bæði persónuleika þinn og kunnáttu. Ef þú býrð ekki yfir allri þeirri reynslu, sem vinnuveitandinn er að leita eftir, gætir þú bætt upp fyrir hana með persónuleika! Ráðningaraðilar leita að fleiru en bara menntun og hæfi – þeir skoða hvaða umsækjendur henta vinnuumhverfinu svo það getur komið þér vel að sýna hvaða mann þú hefur að geyma.

  1. Biddu einhvern um að lesa hana yfir

Það er alltaf góð hugmynd að fá einhvern, sem þú þekkir, til að lesa yfir verk þín og er það sérstaklega mikilvægt þegar kemur að ferilskránni. Ein lítil ásláttarvilla getur jafnvel haft áhrif á ákvörðun vinnuveitandans varðandi umsóknina þína. Ásamt því að leita að villum getur fjölskyldumeðlimur, vinur eða fyrrum samstarfsmaður hugsanlega bent á kunnáttu eða reynslu sem þú gleymdir að minnast á. Það getur verið dýrmætt að leita ráða og fá annað sjónarhorn því reynsla, sem þú gleymdir að minnast á, gæti landað þér starfinu.

Ef þú sýnir fólki hvað þú getur og hver þú ert í stað þess að draga athyglina að takmarkaðri reynslu mun að lokum auka áhugann á ferilskránni þinni. Svo þú ættir að velta fyrir þér að minnast á viðeigandi kunnáttu, nota rétt orð, bæta við persónuleika og fá álit annarra.

Europass er ókeypis verkfæri á netinu sem getur hjálpað þér við að búa til áhrifaríka ferilskrá. Ef þú hefur áhuga á störfum erlendis getur EURES ráðgjafi hjálpað þér að bæta og sérsníða ferilskrána þína. Frekari upplýsingar má finna hér. Gangi þér vel í leitinni!

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Microsoft Word

Europass

Fréttagreinar EURES

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Nám
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.