
Eykur framleiðni
Það er almennur misskilningur að framleiðni aukist með unnum klukkustundum. Þó að það gæti virst óljóst í fyrstu getur styttri vinnuvika leitt til aukinnar framleiðni.
Margar rannsóknir hafa sýnt að þegar starfsmenn vinna færri daga eykst vinnusemi þeirra og einbeiting og tímastjórnun þeirra batnar. Fullkomið dæmi um það er tilraun Microsoft í Japan frá 2019 sem sýndi fram á 40% aukningu í framleiðni og ánægju starfsmanna. Flest fyrirtæki, sem taka þátt í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku í Bretlandi, sögðu að framleiðni hafi ekki minnkað og í mörgum tilvikum hafi aukist aðeins. Svo ef þú hefur áhyggjur af framleiðni að þá gæti fjögurra daga vinnuvika verið svarið fyrir þig og starfsmenn þína.
Bætir andlega heilsu og vellíðan
Við lifum í mjög krefjandi vinnuumhverfi þar sem samkeppni er mikil. Vinnuveitendur krefjast sífellt meira frá starfsmönnum sínum en það þýðir aukning í vinnuálagi og væntingum. Það getur verið að tveir frídagar séu bara ekki nóg fyrir starfsmenn sína til að ná sér. Það getur leitt til kulnunar og andlegra vandamála.
Auka frídagur veitir starfsmönnum þínum til að hvílast og ná sér að fullu. Það þýðir að veikindadögum þeirra fækkar – en fjarvera vegna þeirra getur valdið enn meiri andlegri streitu því starfsmönnum finnst sem þeir séu eftir á í vinnu sinni. Starfsmenn í rannsókn á Íslandi sögðust upplifa minni streitu, færri tilvik voru um kulnun og andleg og líkamleg heilsa batnaði. Þeir voru líka glaðari og orkumeiri í vinnunni.
Aukin hamingja starfsmanna
Stytting vinnuvikunnar og lengra helgarfrí veitir starfsmönnum þínum meiri frítíma og bætir jafnvægið á milli vinnu þeirra og einkalífs. Það getur dregið úr álagi og streitu, sem starfsmenn taka með sér í vinnuna, og gefið þér vinnuafl sem sinnir vinnunni af meiri áhuga og einbeitingu.
Þessi auka frídagur gerir starfsmönnum kleift að verja tíma með vinum og fjölskyldu sinni. Ef þeir hafa tíma fyrir það sem þeir hafa gaman af og elska getur aukið almenna ánægju starfsmanna þinna en það gæti hugsanlega styrkt tryggð þeirra við fyrirtækið þitt.
Hjálpar umhverfinu
Heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér að fjarvinna er orðin staðallinn fyrir marga. En fjarvinna er ekki möguleg í öllum atvinnugreinum og í sumum tilvikum getur fjögurra daga vinnuvika hjálpað starfsmönnum að spara eldsneytis- og ferðakostnað og bætt kolefnisfótspor þeirra. Í tilraun Microsoft í Japan 2019 lækkaði rafmagnskostnaður um nærri fjórðung, svo fátteitt sé nefnt.
Auk þess telur Rannsókn Henley Business School frá 2012 að fjögurra daga vinnuvika gæti leitt til þess að starfsmenn aki um 900 milljón færri kílómetra (560 milljón mílur) á viku. Á tímum sem margir eru að takast á við gríðarlega aukningu á framfærslukostnaði er þessi aukalegi sparnaður enn mikilvægari.
Ertu að leita að fleiri ráðum til að halda vinnuaflinu ánægðu? Kíktu á greinina okkar Hvernig á að vera frábær vinnuveitandi.
Tengdir hlekkir:
Tilraun Microsoft í Japan 2019
Tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku
Rannsókn Henley Business School frá 2012
Hvernig á að vera frábær vinnuveitandi
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 14 Nóvember 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ábendingar og ráð
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles