Síðan að hann sneri ástríðunni fyrir vélfræðinni í starfsframa hafði Grzegorz Osóbka byggt upp meira en 6 ára reynslu í að vinna með reiðhjól. Þrátt fyrir þetta, var á brattann að sækja að finna starf við hæfi í heimalandi hans Póllandi, og fór hann því að víkka út sjóndeildarhringinn og hóf leit að tækifærum erlendis. Hér kemur EURES netið inn í dæmið og stuðningur þess við fjölbreytt svið atvinnutækifæra í ESB.
„Ég fékk alltaf nýjustu upplýsingar um atvinnutilboð,“ útskýrir Grzegorz. „Þegar ég sá nokkur tilboð um að vinna erlendis, hugsaði ég „af hverju ekki?“ Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég leitaði að og fann Bike Brothers fyrirtækið á netinu og komst að því að það leit út fyrir að vera alvöru- og traust fyrirtæki.“
Staðan sem Grzegorz sótti um var send til EURES Póllandi af EURES Noregi, og komið á framfæri í öllu Póllandi (og hinu víðara ESB), eftir að Bike Brothers leitaði til netsins. „Við vorum að leita að góðum vélvirkjum og við höfum haft góða reynslu af vélvirkjum frá Evrópu í fortíðinni,“ útskýrir fulltrúi frá fyrirtækinu.
„Það er mikilvægt að eiga góða reiðhjólaviðgerðarmenn,“ heldur hann áfram, „og eftirspurnin eftir góðum, hæfum reiðhjólaviðgerðarmönnum er há. Norðmenn nota reiðhjól sín meira núorðið, til að sækja vinnu, í skólann, út í verslun, o.fl.“
Ástæðan fyrir því að Bike Brothers var að leita handan landamæra Noregs er að meðan að í Póllandi vantar tækifæri fyrir reiðhjólaviðgerðarmenn, þá hefur Noregur við öfugt vandamál að stríða. „Það er nánast ómögulegt að finna góðan reiðhjólaviðgerðarmann í Noregi. Hinir fáu góðu umsækjendur eru ráðnir af öðrum fyrirtækjum.“
Þetta gaf Grzegorz tækifærið sem hann hafði verið að leita að. Hann sendi starfsumsókn til héraðsatvinnuskrifstofunnar í Bialystok og nokkrum mánuðum seinna, þá hafði Bike Brothers samband og bauð honum reynslutíma sem reiðhjólaviðgerðarmaður.
Að hafa tekið ákvörðun um að flytja til Noregs til að vinna fyrir Bike Brothers hefur verið jákvæð reynsla fyrir Grzegorz. „Nú hef ég betri starfsskilyrði og ég er að vinna við eitthvað sem mér hefur alltaf líkað við. Mér líður líka vel á meðal nýrra vinnufélaga minna. Ég geri við reiðhjól og tala við viðskiptavini.“
Hann er líka búinn að koma sér vel fyrir í Noregi. „Það sem ég hef tekið mest eftir er að lífið er miklu hægara og rólegra í Noregi Fólk er mjög kurteist. Sem viðskiptavinir, þá búast þeir við hæstu gæðum en ekki lægsta verði. Nánast allir tala ensku – það er mér mikil hjálp. Það er líka hreint loft og náttúrufegurð!“
EURES Noregur og hið víðara EURES net eru frábær vettvangur fyrir fyrirtæki eins og Bike Brothers sem vilja laða að hæft starfsfólk frá öllu ESB. „Samstarfið hefur verið afar gott,“ segir fulltrúi fyrirtækisins. „Við höfum fengið góðan stuðning frá EURES allt frá því að við sendum atvinnuauglýsinguna. Við munum örugglega nota EURES aftur í framtíðinni.“
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-starfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 13 Júní 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- EURES bestu starfsvenjur
- Ytri hagsmunaaðilar
- Innri EURES fréttir
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles