Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Febrúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

8 ráð til ungra frumkvöðla

Að vera frumkvöðull þýðir að vera sinn eigin yfirmaður, taka allar ákvarðanirnar og keppa að því sem þú brennur fyrir. En það getur líka þýtt mikla vinnu, einkum í upphafi. Þér til aðstoðar eru hér 8 bestu ráðin okkar til ungra frumkvöðla.

8 tips for young entrepreneurs
EURES

Trúðu á drauma þína: Það er auðvelt að kynna hugmyndir þínar fyrir heiminum ef þú trúir sannarlega á þær. Því meiri ástríðu og áhuga aðrir sjá hjá þér því einlægari telja þeir þig vera, taka hugmyndinni þinni opnari örmum og eru líklegri til að hjálpa þér við að ná árangri. Það veitir þér líka nauðsynlegan hvata til að sigrast á hindrunum, sem kunna að vera á veginum, því það er ólíklegt að þú gefist upp á því sem þú trúir á.

Tengslamyndun: Þetta snýst all um hverja þú þekkir. Því oftar sem þú ert á meðal fólks og talar um hugmyndina þína því líklegra er að þú rekist á fólk sem getur hjálpað þér við að gera hana að veruleika. Það þýðir að sækja viðburði þar sem getur verið að þú hittir hugsanlega fjárfesta og kynna þig fyrir fólki. Gakktu úr skugga um að kynna þig með faglegum hætti þegar þú ert á meðal fólks svo fólk taki þig alvarlega. Það er líka vert að æfa sig fyrirfram á því sem þú ætlar að segja (t.d. „lyftutalinu þínu“) svo þú getir komið hugmyndinni þinni á framfæri með eins skýrum og sjálfsöruggum hætti og þú getur.

Rannsóknarvinna: Þekktu markaðinn þinn. Því betur sem þú þekkir iðnaðinn sem þú ætlar að reyna við því meiri líkur eru á því að þú vitir við hverju þú eigir að búast. Kynntu þér samkeppnisaðila, hvaða núverandi aðferðir virka og virka ekki og vörurnar og fólkið í kring um þig. Það mun hjálpa þér við að bæta hugmyndina þína og taka þátt í samræðum við aðra í iðnaðinum.

Undirbúningur: Gerðu áætlun... en ekki reiða þig fullkomlega á hana. Þó að áætlun geti verið frábær leið til að vísa þér veginn og formgera hluti mun ekki allt gerast með sama hætti og þú býst við. Ófyrirsjáanlegar hindranir – og tækifæri – geta sprottið upp hvenær sem er svo þú skalt tryggja að þú sért opin/n fyrir því að aðlaga og breyta áætlunum þínum.

Mistök: Allir gera mistök einhvern tíma. Ef þú lest ævisögu einhvers af helstu frumkvöðlum nútímans muntu sjá að fortíð þeirra snerist jafnmikið um að gera mistök og að ná árangri. Það er í lagi því það er það sem þú lærir af mistökunum sem skiptir mestu máli. Notaðu þau til að læra af þeim eða prufukeyra hlutina og reyndu síðan aftur. Eins og leikarar, sem hafa farið í hundruð áheyrnarprufur áður en þeir fengu hlutverkið sem hóf ferilinn þeirra, geta frumkvöðlar lært af mistökum sínum og komið tvíefldari til baka.

Gríptu til aðgerða: Nýttu þér öll tækifæri sem þér bjóðast, jafnvel þó að þú sért þreytt/ur og þetta sé það síðasta sem þig langar að gera. Ef þú missir af tækifæri getur það verið útslagið á milli árangurs eða afturfarar hjá fyrirtækinu þínu. Leggðu eins hart að þér og þú getur því það mun verulega bæta tækifæri þín til árangurs auk þess sem það er einn af þeim hlutum sem fólkið í kring um þig mun taka eftir.

Settu þér raunhæf markmið: Það tekur tíma að byggja upp trúverðugleika og frábært orðspor svo þú skalt tryggja að þú gerir alla þessa mikla vinnu að engu með því að lofa upp í ermina á þér. Settu þér raunhæf markmið því ef þú nærð þeim stöðugt mun það auka virðingu og traust fólks á þér.

Ekki gefast upp: Árangur verður ekki alltaf til yfir nóttu – hann getur tekið mörg ár af erfiðisvinnu. Ekki láta það fæla þig frá! Haltu áfram að leggja hart að þér og dag einn muntu uppskera eins og þú hefur sáð.

Þetta eru 8 af bestu ráðum okkar til árangursríkra, ungra frumkvöðla. Gangi þér vel við að hrinda þeim í framkvæmd!

Grein gerð í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.