1. Lífið á hraðbrautinni
Hjá nýstofnuðu fyrirtæki eru sífelldar breytingar. Það er alltaf nýtt verkefni, skilafrestur, manneskja, hugmynd, eða fundur. Blikkaðu og þú missir af einhverju spennandi. Engin vinna gefur þér jafn mikla spennu. Ekkert annað umhverfi veitir þér jafn mikla þekkingu á jafn stuttum tíma. Eins árs reynsla í nýstofnuðu fyrirtæki jafnast á við tvö eða þrjú ár í stóru fyrirtæki með lengri sögu á bak við sig. Þannig að ef þú ert ung(ur) og hungrar í að byggja upp feril, gefur það forskot að velja að vinna fyrir nýstofnað fyrirtæki.
2. Starf sem veitir þér lífsfyllingu
Nýstofnuð fyrirtæki ráða ekki starfsnema til að sortera pappír og hella upp á kaffi. Þau ráða starfsnema í mikilvæg störf hjá fyrirtækinu. Það stendur kannski „starfsnemi“ á samningnum þínum, en það verður komið fram við þig eins og fastráðin starfsmann. Þú munt hafa meiri áhrif á stefnu nýstofnaðs fyrirtækis og oft er meira en nóg rými til að vera þú sjálf(ur) og líða vel í hlutverki þínu. Nýstofnað fyrirtæki er frábær staður til að prófa og komast að því úr hverju þú ert og hvaða stefnu þú getur tekið í starfi þínu.
3. Það er ekki auðvelt
Áttu erfitt með að höndla stress? Svitnarðu í lófunum ef það eru gerðar væntingar til þín? Þá ættirðu ekki að byrja hjá nýstofnuðu fyrirtæki. Hvers vegna? Því það er aldrei auðvelt. Jafnvel sum af þekktustu nýstofnuðu fyrirtækjunum, eins og Uber og Airbnb standa enn frammi fyrir áskorunum. Ákvarðanir eru ekki teknar á grundvelli þess að „svona hafi þetta alltaf verið gert“. Nýstofnað fyrirtæki berst fyrir rétti sínum til að komast að borðinu, og til að komast þangað þarf að leggja meira að sér. Það er erilsamt og stressandi, með hungruðu fólki sem berst fyrir árangri. Það getur stundum verið eins og þú þurfir að berjast bara til að drukkna ekki, en bæði fyrirtækjum og fólki sem leggur meira á sig er umbunað. Vinna í nýstofnuðu fyrirtæki er mikilvæg reynsla við að læra að takast á við óvissu. Hjá nýstofnuðu fyrirtæki stendur þú frammi fyrir óvissu á hverjum degi og lærir að takast á við hið óþekkta.
4. „Allt“ er mögulegt
Nýstofnuð fyrirtæki eru oft með flata skipulagningu og þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Það þýðir að þú getur innleitt og prófað hugmyndir þínar hratt og ítarlega. Þú færð raunverulegt tækifæri til að finna út hversu miklu fyrirtæki getur áorkað á stuttum tíma. Þú upplifir sjaldan skriffinnsku, þannig að ef þú hefur góða hugmynd er stutt frá hugsun til framkvæmdar. Nýstofnuð fyrirtæki eru oft viljug til að fara aðeins lengra til að prófa hluti og því er það gott umhverfi fyrir skapandi hugsun.
5. Hækkaðu hratt í stöðu
Þegar þú vinnur í nýstofnuðu fyrirtæki tekur fólk eftir því þegar þú stendur þig vel. Út af fyrrnefndu skipulagi og hraða, er fólki sem leggur aukalega á sig umbunað. Ég fór að vinna fyrir CupoNation fyrir tveimur árum, og ég hef þegar farið frá því að vera fulltrúi á fyrirtækjadeild, yfir í að vera lykilfulltrú og upp í að vera yfirmaður yfir fyrirtækjaviðskiptum. Auðvitað hefði það ekki gerst ef ég hefði ekki lagt mikið á mig, en þegar fyrirtæki stækkar hratt, verða nýjar stöður til hraðar en í gamalgrónu fyrirtæki.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 5 Desember 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- EURES bestu starfsvenjur
- Ábendingar og ráð
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles