Fara yfir í aðalefni
Kennimerki
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 22 Mars 2017
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 mín. lestur

Verkefnið Youth Guarantee hjálpar atvinnuleitanda að fá starf í samskiptum

Eftir að hafa farið í fjölda atvinnuviðtöl án þess að fá starfstilboð var Slóvenin David Banović um það bil að missa hvatann til að halda áfram að reyna. Í stað þess að gefast upp, sneri hann sér til verkefnisins Youth Guarantee.

Youth Guarantee scheme helps jobseeker land communications job
EC

Þegar hann var að leita að starfi og búa sig undir viðtöl frétti David af áætluninni ‘Fyrsta áskorunin’ sem er verkefni í Slóveníu á vegum verkefnisins Atvinna fyrir ungt fólk. Hann áttaði sig á því að sú persónuleg aðstoð og þjálfun sem hann fékk þar var einmit það sem þyrfti til að koma sjálfstraustinu í lag fyrir atvinnuleitina.

"Þjálfunin bjó mig undir að fara í atvinnuviðtöl fullur af sjálfstrausti," segir hann. "Hún veitti einnig langtíma samband og stöðugleika, bæði fyrir mig og tilvonandi atvinnurekenda minn."

Nú hefur David verið ráðinn sem aðstoðarverkefnisstjóri hjá óháðum félagssamtökum, þar sem hann ber ábyrgð á að samræma öll samskipti - þar á meðal félagasamskipti. Frá því að hann byrjaði í þessu starfi, hefur honum liðið betur með sjálfan sig. Hann er rólegri og nýtir sköpunarkraftinn í starfinu. "Ég held að mikilvægasta gildið sem Youth Guarantee verkefnið miðlar, er hvatinn til að finna gott starf," segir hann.

Varðandi verkefnin

Í Slóveníu hvetur áætlunin ‘Fyrsta áskorunin’ atvinnurekendur að ráða ungt fólk sem er 29 ára og yngri. Áætlunin byggir á þriggja mánaða reynslutímabili á vinnustað. Eftir það geta atvinnurekandinn og starfsmaðurinn ákveðið í sameiningu hvort halda eigi áfram með eins árs niðurgreiddan starfssamning.

Youth Guarantee býður upp á nýja nálgun við að draga úr atvinnuleysi ungmenna með því að tryggja að ungt fólk yngri en 25 ára fái raunhæf starfstilboð, starfsnám, starfsþjálfun eða símenntun á sínu sviði. Verkefnið gerir ráð fyrir því að þessi tilboð séu til staðar innan 4 mánaða frá því að ungir starfsmenn ljúki námi eða skrái sig atvinnulausa. Hér er hægt að finna algengar spurningar varðandi verkefnið Youth Guarantee.

 

Tengdir hlekkir:

Myndband um Youth Guarantee og verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’.

Spurningar og svör varðandi Youth Guarantee

Verkefnið atvinna fyrir ungt fólk

Búseta og störf í Slóvakíu

Vinnumálastofnun í Slóveníu

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.