Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 29 Ágúst 2019
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Þýðandi fær hlýjar móttökur í Eistlandi

The Welcoming Programme er það ferli sem notað er í Eistlandi við að aðstoða aðflutta útlendinga við að aðlagast nýja landinu sínu þegar þeir eru komnir til landsins. Nýlega náðum við tali af einum slíkum aðfluttum útlendingi – Oksana Nesmiian, þýðandi og tungumálakennari frá Úkraínu - til þess að spyrja hana nánar um reynslu hennar af þessu ferli og nýja lífinu í Eistlandi.

Translator receives a warm welcome in Estonia
© Oksana Nesmiian, 2019

Oksana og fjölskylda hennar áttu heima í Donetsk í Úkraínu þegar stríðið í Donbass hófst. Þau vissu að þau gátu ekki verið um kyrrt og hófu leit að öðrum valkostum. ‘Eiginmaður minn átti Eistlenska fjölskyldumeðlimi,’ segir Oksana, ‘og árið 2016 fékk hann dvalarleyfi vegna flutninga heim. Fjölskylda mín og ég komum til Eistlands í júlí það ár.’ 

Flutningur til nýs lands getur verið yfirþyrmandi kostur. Til allrar hamingju, var móttökuætlunin The Welcoming Programme til staðar til að styðja Oksana í öllu ferlinu og aðstoða hana við að koma sér fyrir á nýja heimilinu sínu. ‘Ég fékk margar nytsamlegar upplýsingar gegnum alla áfangana [ í Móttökuáætluninni]. Ég kunni best við Eistlenska tungumálanámskeiðið og viðskiptaáfangann vegna þess að þessir þættir nýttust mér sérstaklega vel.’

Ástæða þess að þeir komu sérstaklega að notum var að Oksana vildi stofna fyrirtæki á sviði þýðinga í nýja heimalandi sínu. ‘ Eftir að ég sendi ferilskrána mína til allra þýðingastofa í Eistlandi og einungis tveir aðilar svöruðu – til að tjá mér að þeir þurftu ekki á þjónustu minni að halda – þá fór ég að hugsa um eigin rekstur,’ greinir hún okkur frá. ‘Ég var þegar komin með viðskiptavini vegna þýðingarstarfa og tungumálakennslu, frá Bretlandi, Ísrael, Þýskalandi og Úkraínu, þannig að ég óttaðist ekki þá hugmynd að stofna fyrirtæki.’

‘Ég stofnaði Pleasant English tveimur mánuðum eftir að ég kom til Eistlands og skráði félagið á netinu. Þetta kemur sér vel fyrir mig vegna þess að öll viðskipti mín fara fram á netinu og í Eistlandi er mjög þægilegt að eiga viðskipti á netinu.’

Pleasant English hefur smám saman notið aukinnar velgengni eftir þetta, og eftir að Oksana er búin að fá leyfi frá menntamálaráðuneyti Eistlands og fyrirtæki hennar er opinberlega orðið Pleasant English Hobby School. Nýlega gerði hún samning um dreifingarrétt í Eistlandi við hið stóra alþjóðlega útgáfufyrirtæki Cambridge University Press. ‘Núna kaupi ég að mestu leyti vörur frá þeim á netinu fyrir nemendur mína og kaupi einnig námskeið um starfsþróun fyrir kennarana mína á netinu. Þetta var aðal markmiðið. Og mig dreymir um þann dag þegar margir skólar á Eystrasaltssvæðinu nota bækur og námskeið af netinu frá Cambridge University Press.’

Fyrir utan vinnu sína þá segist Oksana vilja þakkaThe Welcoming Programme fyrir að aðstoða sig við að stofna nýjan félagshóp í Eistlandi. ‘The Welcoming Programme var fyrsti staðurinn þar sem ég aflaði mér nýrra vina. Ég er enn í samskiptum við fjölda manns sem ég hitti meðan áætlunin var í gangi og ég trúi að sérhver einstaklingur sem er nýkominn til landsins ætti að taka þátt í áætluninni til þess að kynnast nýju fólki sem er í svipaðri aðstöðu."

‘Líf og starf í Eistlandi er algerlega frábrugðið lífinu í Úkraínu,’ er niðurstaða Oksana þegar hún er spurð út í reynslu sína. ‘Að því er sjálfa mig varðar þá er allt miklu auðveldar. Engin skriffinnska, löggjöf er skýr og stjórndeildir ríkisins eru tilbúnar að aðstoða. Mér líkar við Eistland og mér finnst ég eiga heima hér.’

The Welcoming Programme er annað tveggja framtaksverkefna sem Eistland annast til að hvetja starfsfólk til að flytja til Eistlands og styðja þá þegar þeir koma. Varðandi frekari upplýsingar um þessi verkefni, sjá Estonia welcomes workers from beyond borders greinina.

 

Tengdir hlekkir:

Pleasant English Hobby School

Móttökuáætlunin

Störf í Eistlandi

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.