Það er algjörlega eðlilegt að kvíða því að snúa aftur á skrifstofuna. Hvort sem þú hefur áhyggjur af heilsu þinni eða annarra á heimilinu, kvíðir fyrir löngum ferðum á vinnustaðinn eða ert bara orðin/n vön/ur því að vinna heiman frá þér – ættir þú ekki að vanmeta kvíða fyrir því að snúa aftur á skrifstofuna. Það er jafnmikilvægt að sinna andlegu heilbrigði og líkamlegu heilbrigði. Svo ef þú hefur áhyggjur af því að snúa aftur til starfa höfum við tekið saman nokkur ráð til að hjálpa þér við breytingarnar.
Ekki bæla tilfinningar
Stundum þegar við höfum vinnuáhyggjur verðum við vandræðaleg því við höldum að við séum þau einu með slíkar tilfinningar. Það er mikilvægt að bæla ekki áhyggjurnar heldur takast á við þær og reyna að skilja hvaðan þær koma. Það þýðir ekki að þú eigir að einbeita þér að neikvæðu tilfinningunum. Fyrsta skrefið er að takast á við óttann og skilja hann til sigrast á honum.
Búðu þig undir nýjar vinnuaðstæður
Það getur verið að hlutirnir séu að hverfa aftur í sama horf en það þýðir ekki að vinnuumhverfið þitt verði eins og fyrir heimsfaraldurinn. Breytingar kunna að hafa verið gerðar til að tryggja öryggi starfsmanna, eins og reglur um félagsforðun og reglur um grímunotkun. Það getur tekið nokkra daga eða vikur til að venjast vinnuháttum í þessu nýja umhverfi og það kann að valda þér meiri þreytu en venjulega í lok vinnudagsins.
Viðhaltu góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs
Heimavinna kann að hafa ókosti í för með sér en margir segja að hún hafi stórlega bætt jafnvægið á milli vinnu þeirra og einkalífs og vellíðan. Ekki láta skrifstofuna hafa áhrif á daglega rútínu. Ef þú ert til dæmis vön/ur því að fara í göngutúr í hádeginu skaltu halda því áfram þrátt fyrir „nýja“ vinnustaðinn og reyna að hætta vinnu á réttum tíma þegar þú getur.
Berðu kennsl á streitumerki
Streita hefur líkamlegar birtingarmyndir, eins og herptir kjálkar, stífar axlir og bak eða grunn öndun. Ef þú finnur fyrir streitu á skrifstofunni ættir þú að taka smá stund í að bera kennsl á slík merki, draga andann nokkrum sinnum djúpt og teygja viðkomandi líkamshluta.
Dreifðu jákvæðni
Vertu uppspretta jákvæðni fyrir vinnufélaga þína Það kann að vera erfitt í fyrstu en brátt áttar þú þig á því að þú nýtur jafngóðs af þessu og þeir. Þetta hjálpar þér að beina sjónum að jákvæðu hliðum þess að snúa aftur á skrifstofuna og hugsa ekki um það neikvæða.
Kynntu þér möguleikann á sveigjanlegri vinnu
Kynntu þér stefnu fyrirtækisins þíns um sveigjanlega vinnu. Það getur verið að þú getir samið við vinnuveitanda þinn um blandaða nálgun þar sem þú þarft bara að mæta á skrifstofuna nokkra daga í viku. Þú getur einnig rætt um að breyta vinnutímanum svo þú losnir við morgun-/kvöldumferðina.
Ekki vera hrædd/ur við að biðja um hjálp
Ef kvíðinn verður yfirþyrmandi og þú þarft hjálp skaltu spyrja mannauðsdeildina hvort geðheilbrigðisþjónusta/vellíðunarþjónusta standi þér til boða. Hikaðu ekki við að hafa samband við lækninn þinn eða annan heilbrigðisstarfsmann til að fá hjálp.
COVID-19 heimsfaraldurinn hefur breytt lífi okkar á margan hátt, sérstaklega á vinnustöðum. Vinnuáætlanir, verkfæri, umhverfi og forgangsröðun hafa orðið fyrir áhrifum vegna á heilsuvandans. Skoðaðu þessa grein til að komast að því hvernig atvinnulífið kann að breytast árið 2021.
Tengdir hlekkir:
Hvernig heimsfaraldurinn gæti haft áhrif á atvinnulífið árið 2021
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 1 Júní 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ungmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles