Hvað er European Alliance for Apprenticeships?
EAfA, sem var stofnað 2013, færir saman stjórnvöld, fyrirtæki, mennta- og þjálfunaraðila, aðila vinnumarkaðarins, fagsamtök, stofnanir sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni, og æskulýðsfélög, verslunarráð og fleiri til að takast á við atvinnuleysi meðal ungmenna.
Meðlimir EAfA eru skuldbundnir til að grípa til aðgerða sem styrkir gæði, framboð og ímynd náms á námssamningi.
Af hverju var það stofnað?
Efnahagskrísan 2008 kom sérstaklega illa við ungt fólk, og atvinnuleysi ungs fólks jókst gríðarlega um alla Evrópu. Þó að þessi hlutföll hafa farið að lækka í flestum löndum síðustu árin er hátt hlutfall atvinnuleysi ungs fólks ennþá áhyggjumál.
Nám á námssamningi er viðurkennt sem sérstaklega áhrifarík aðferð við að hjálpa ungu fólki að finna vinnu þar sem samsetningin af að læra í skóla og fá þjálfun í starfi gefur þeim einstaka blöndu hæfileika sem vinnuveitendur nútímans þarfnast.
Hvaða árangri hefur EAfA skilað hingað til?
Fram að mars 2017 hefur EAfA m.a. áorkað eftirfarandi:
- 35 lönd taka þátt;
- Meira en 200 meðlimir hafa skuldbundið sig, með áherslu á gæði, framboð, ímynd og hreyfanleika;
- Meira en 500.000 þjálfunar og starfstækifæri fyrir ungt fólk;
- Aðildarríki ESB hafa verið með nám með námssamning í Youth Guarantee verkefnum sínum, sem hafa leitt til 390.000 tilboða fram til 2016.
Af hverju að bjóða fram nám með námssamning?
Nám með námssamningi er frábær leið til að koma með ungt fólk með ferskar hugmyndir, inn í fyrirtækið og þjálfa það upp þannig að það uppfylli þarfir fyrirtækis þíns og fyllir upp í kunnáttuskörð. Einnig er fjárhagslegur stuðningur fáanlegur í gegnum áætlanir eins og Youth Guarantee.
Hverjir eru kostir þess að ganga til liðs við EAfA?
Aðild að sambandinu fylgir aukinn sýnileiki og aðgengi að evrópsku neti náms með námssamning þar sem hægt er að deila bestu verklögum og læra af reynslu annarra. Þú færð upplýsingar um viðmiðunarreglur, hagnýt verkfæri, skýrslur og möguleika á fjarmögnun, auk boða á viðeigandi smiðjur og atburði.
Hvernig getur fyrirtæki mitt gengið í sambandið?
Fyrirtæki þitt getur gengið til liðs við EAfA með því að skrifa stutta skuldbindingu, og senda hana til empl-eafaec [dot] europa [dot] eu (empl-eafa[at]ec[dot]europa[dot]eu). Þessi skuldbinding ætti að ná yfir eitt eftirfarandi svæða:
- Stækkun fyrirliggjandi áætlunar eða framtaks;
- Sjósetningu nýrrar samvinnu eða tilraunaverkefna;
- Gangsetningu náms með námssamningi í nýju landi;
- Fyrirgreiðsla hreyfanleika;
- Vinnu að gæðum;
- Uppbyggingu vitneskju og aðdráttarafl eða aðrar viðeigandi aðgerðir.
Síðan þarftu að gefa upplýsingar um aðgerðir þínar og árangur skuldbindingarinnar að minnsta kosti einu sinni á ári, með netkönnun.
Hvar getur fyrirtæki mitt fundið frekari upplýsingar?
Farðu á ec.europa.eu/apprenticeships-alliance til að komast að meiru um Sambandið og hvernig þú skuldbindir þig. Einnig er til EAfA LinkedIn hópur sem þú getur gengið til liðs við eða þú getur sent tölvupóst á empl-eafaec [dot] europa [dot] eu (empl-eafa[at]ec[dot]europa[dot]eu) með hverskonar spurningar.
Tengdir hlekkir:
European Alliance for Apprenticeships
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Eures á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 1 Ágúst 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles