Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring12 Desember 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

"Hraðstefnumóta" viðtöl í Madrid: Eures á Spáni og Eures í Svíþjóð tóku sig saman um að skapa tækifæri í veitingageiranum.

Eures á Spáni og Eures í Svíþjóð unnu saman við þriðju útgáfuna á nýstárlegum "hraðstefnumóta" viðburði fyrir veitingageirann. Viðburðurinn var sá síðasti af nokkrum sem voru skipulagðir sem hluti af verkefninu "Matreiðslumenn í Svíþjóð".

‘Speed dating’ interviews in Madrid: EURES Spain and EURES Sweden team up to create opportunities in the catering industry
© Daniel Bellón Serrano, 2018

"Verkefnið sem gekk út á að ráða matreiðslumenn til starfa byrjaði árið 2015 með að minnsta kosti tveimur ráðningarviðburðum á Spáni á hverju ár," útskýrir Daniel Bellón Serrano ráðgjafi hjá Eures á Spáni. "Þetta er augljóst dæmi um það þegar allir græða: Hótel- og veitingageirinn í Svíþjóð fer stækkandi og það er löng hefð á Spáni fyrir þjálfun á kokkum og öðru fagfólki í hótel- og veitingageiranum, auk þess sem margir fagskólar eru vítt og breytt um landið.

2018 útgáfan af þessum einstaka ráðningarviðburði fór fram í Madrid og þar var tekið á móti fulltrúum frá 10 sænskum veitingastöðum (fimm voru á staðnum og fimm á internetinu) sem voru að leita að matreiðslumönnum í lausar stöður hjá sínum fyrirtækjum. Niklas Cramer frá Falkenberg Strandbad hótelinu var að ráða starfsfólk fyrir veitingastaðinn sinn. "Við höfum ráðið starfsfólk frá Spáni áður með mjög góðum árangri," segir hann. "Við réðum tvo starfsmenn í fullt starf og fjóra tímabundið yfir sumarið. "Allir sem við réðum stóðu sig vel og ég er mjög ánægður!"

Viðburðurinn var haldinn í húsakynnum spænsku Vinnumálastofnunarinnar og byggði á hugmyndinni um viðtöl sem væru að formi til svipuð hraðstefnumótum. Á nokkrum klukkustundum, fengu þátttakendur tækifæri til að taka þátt í 4-8 viðtölum með fulltrúum frá veitingastöðunum. "Þetta gekk hratt og vel fyrir sig og var óformlegt," segir Niklas. "Á stuttum tíma gátum við hitt marga umsækjendur og rætt við þá sjálfa."

Einn af þessum umsækjendum, Rocío Rapallo Fernández, tekur undir það. "Mér fannst þetta frábær leið til að tengja saman vinnuveitendur og atvinnuleitendur. Þú getur einnig fengið tilfinningu fyrir fyrirtækinu og hvernig vinnustaðurinn muni vera."

Rocío var ein af 27 spænskum matreiðslumönnum sem fengu nýja vinnu yfir sumartímann í Svíþjóð í gegnum viðburðinn. Hún er ástríðufullur kokkur sem hefur ferðast víða um heiminn og var að leita að nýju matreiðsluævintýri. "Ég var svo heppin að ýmis fyrirtæki völdu mig, þannig að ég gat valið það fyrirtæki sem hentaði mér best. Fram til þessa er ég mjög ánægð með fyrirtækið og umhverfið hér í Svíþjóð. Ég myndi tvímælalaust gera þetta aftur!"

Auk hraðstefnumótanna, voru ráðgjafar Eures til staðar til að veita umsækjendum upplýsingar varðandi það að búa og starfa í Svíþjóð, hvaða skjalavinna þarf að eiga sér stað við komuna og um hinar ýmsu áætlanir um hreyfanleika sem í boði eru. Eures ráðgjafarnir fóru einnig með fulltrúa veitingastaðanna á eina af starfsmenntunarmiðstöðvunum fyrir hótel- og veitingageirann í Madrid – Simone Ortega Vocational Training Centre – þar sem þeir gátu sjálfir séð gæðin á menntuninni sem spænsku matreiðslumennirnir fengu.  Þetta kom af stað umræðum um framtíðarsamstarf á milli sænskra fyrirtækja og spænskra starfsmenntunarmiðstöðva.

Í heildina heppnaðist viðburðurinn mjög vel. "Viðbrögðin frá atvinnuleitendum og vinnuveitendum hafa verið mjög jákvæð," segir Daniel, "og niðurstöðurnar úr ráðningunum voru góðar. Auðvitað fer það eftir þörfum vinnuveitendanna – og sænska samstarfsfólkið okkar er að vinna mjög gott starf með þeim – en ef allt fer á sama veg og það hefur gert á síðustu árum, þá held ég að sænsku og spænsku Eures teymin muni skipuleggja svipaðan viðburð á næsta ári."

"Ég mundi sannarlega mæla með þessari reynslu fyrir alla þá sem elska að ferðast og starfa erlendis", segir Rocío að lokum. "Þetta er frábær leið til að kynnast landinu, menningunni og hefðunum, á sama tíma og manni líður eins og heimamanni."

 

Tengdir hlekkir:

Facebook-síða Eures á Spáni

Facebook-síða Eures í Svíþjóð

Störf í ferðaþjónustu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • EURES bestu starfsvenjur
 • Ytri EURES fréttir
 • Ytri hagsmunaaðilar
 • Innri EURES fréttir
 • Nýliðunarstraumar
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.