Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Maí 2023European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Fimm vinsæl sumarstörf, nú og þá

Árstíðabundin störf eru góð leið til að öðlast reynslu, vinna sér inn peninga og ferðast, sem gerir þau ákjósanleg fyrir ungt fólk. Haltu áfram að lesa til að uppgötva hvernig árstíðabundin vinna hefur breyst á síðastliðnum 10 árum.

Five popular summer jobs, then and now

Starfsnám

Starfsnemar hafa alltaf verið algeng sjón á skrifstofum. En vegna COVID-19 heimsfaraldursins lokuðu flestar skrifstofur og þurftu að bæta fjarvinnugetu sína með hraði. Það þýddi að stór hluti starfsnáms hætti svo að margt ungt fólk fékk ekki það forskot á vinnumarkaði sem það þurfti til að bæta færni sína og starfshæfni.

Það var erfitt að finna starfsnám í heimsfaraldrinum en til allrar hamingju fer starfsnámsstöðum nú fjölgandi á ný. Þar sem svo mörg fyrirtæki hafa bætt möguleika til blandaðrar vinnu og fjarvinnu kann að vera að þú rekist oftar á og slíkt fyrirkomulag höfði meira til þín en nokkru sinni fyrr. Nú geta starfsnemar vopnaðir fartölvu unnið bæði heima hjá sér eða við skrifborð á skrifstofunni. Þar af leiðandi er starfsnám orðið aðgengilegra og sveigjanlegra en áður.

Strandverðir

Þó að þetta sé ekki starf til að tala um í hálfkæringi hefur alltaf verið þörf á strandvörðum og hafa slík störf margvíslega kosti einkum þegar sumarmánuðirnir nálgast. Í áratugi hafa strandverðir verið mikilvægir og í eftirspurn yfir sumarmánuðina, en frá lokum heimsfaraldursins er á það enn meira við þar sem fólk flykkist aftur á strandir og sundlaugar um alla Evrópu.

Strandvarðarskírteini opnar dyr að spennandi reynslu og möguleikanum á því að finna störf um alla Evrópu. Hvort sem það leiðir þig á svala sjávarströnd eða sólarströnd er strandvarðarstarfið oft tímabundið og ákjósanlegt sumarstarf.

Langar þig til að sjá hvaða strandvarðarstörf eru á lausu í Evrópu? Kíktu á þau hér.

Hótel- og veitingageirinn

Margt ungt fólk tekur að sér störf sem barþjónar eða þjónar yfir sumarmánuðina þegar menntaskólar og háskólar eru í fríi. Það kann að virðast augljóst en það er alltaf eftirspurn eftir slíkum starfskröftum og þau eru frábær leið til að byggja upp ferilskrána og vinna sér inn pening á sama tíma.

Skemmtikraftar og áhrifavaldar á sumarleyfisstöðum

Það er klassískt starf að gerast skemmtikraftur á sumarleyfisstöðum en slík störf beinast að ungu fólki og fela í sér að taka þátt í því að bjóða upp á fjölskylduvæna skemmtun fyrir fólk í fríi. Störfum af þessu tagi hefur farið fækkandi á síðastliðnum áratug og sérstaklega út af heimsfaraldrinum. Þó að það sé ekki jafnvinsælt að gerast skemmtikraftur og áður eru pakkaferðir á sumardvalarstaði enn í boði svo það er vert að velta þessum kosti fyrir sér.

Í stað þess að skemmta á hótelum notar ungt fólk áhrif sín á samfélagsmiðlunum æ meira til að auglýsa sumardvalarstaði meðal fylgjenda sinna. Þessi nýja tegund af greiddri afþreyingu hefur sprottið upp á síðastliðnum áratug með tilkomu samfélagsmiðlarisa eins og Instagram og TikTok. Sú staðreynd að fyrirtæki í ferðaþjónustu leita til áhrifavalda til að kynna þjónustu sína hefur skapað nýtt starf sem gæti orðið þitt næsta!

Heimsendingar

Þrátt fyrir að heimsendingar á matvælum séu ekki nýjar af nálinni hefur tilkoma appa til að panta mat leitt til þess að heimsendingarstörf eru orðin sífellt algengari – einkum miðað við fyrir 10 árum. Áður hringdi fólk á veitingastaði og pantaði heimsendingu eða sótti jafnvel matinn í eigin persónu.

En nú er fólk farið að nota heimsendingaröpp og hefur það aukið eftirspurn eftir fólki í heimsendingum á vinnumarkaðinum. Það getur verið aðlaðandi fyrir ungt fólk sem er nýkomið með bílpróf eða sem vill vinna sér inn aukapening þegar laus stund gefst frá námi.

Heimsendingar eru í boði nánast hvar sem er og bjóða upp á sveigjanlega leið til að vinna sér inn peninga. Það er ekki bara vinnumarkaðurinn, sem hefur breyst á síðustu árum, heldur einnig einkenni vinnuaflsins.

Hefur þú áhuga á að komast að því hvernig þú getur haft áhrif á dýnamíkina á vinnustöðum? Kíktu á greinina okkar Aldamótakynslóðin og Z-kynslóðin á vinnustað: líkindi og munur.

 

Tengdir hlekkir:

Aldamótakynslóðin og Z-kynslóðin á vinnustað: líkindi og munur

Laus strandvarðarstörf í ESB

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • Ábendingar og ráð
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
 • Hjálp og aðstoð
 • Ábendingar og ráð
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.