EURES var hleypt af stokkunum árið 1994 en þetta er samstarfsnet evrópskra vinnumálastofnana sem var hannað til að auðvelda frjálsa för vinnuafls. Í áranna rás er EURES búið að vaxa þannig að stofnunin nær nú til 32 landa sem eru (28 aðildarríki ESB, Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss), og er starfsmannafjöldiEURES nú yfir 1.000. Samstarfsnetið hefur lagt hart að sér til að tryggja að evrópskir borgarar getir notið góðs af sömu tækifærunum, þrátt fyrir tungumálahindrana, menningarmunar, skrifræðisvanda, fjölbreytilegrar vinnulöggjafar og skort á gagnkvæmri viðurkenningu námsskírteina um alla Evrópu.
Fram að þessu þá nota yfir 14.300 vinnuveitendur gáttina og nú er verið að auglýsa 3,7 milljónir lausra starfa. Þessar tölur sýna stærð og mikilvægi EURES í dag. Sé litið fram til næstu 25 ára í starfinu, kemur samstarfsnetið til með að stjórna þeim skrefum sem tekin verða til að tryggja að margir hugsanlegir atvinnuleitendur og vinnuveitendur séu meðvitaðir um EURES, hvað það táknar og hvernig stofnunin getur stutt þá á lífsleiðinni eða gegnum ráðningarferlin.
Hvers konar þjónustu býður EURES upp á?
Starfsmenn láta í té upplýsingar og aðstoð við atvinnuleitendur sem stefna að því að flytjast til annars Evrópulands, þar á meðal ráðgjöf um lífskjör og vinnuaðstæður. Þeir styðja einnig vinnuveitendur við að ráða starfsmenn frá öðrum löndum.
Þjónusta EURES við atvinnuleitendur og vinnuveitendur stendur til boða hjá opinberum vinnumiðlunum í þátttökulöndum, sem og hjá ýmsum einkareknum vinnumiðlunum, verkalýðsfélögum og samtökum vinnuveitenda.
Hvað er #EURES25?
#EURES25 er fimm mánaða löng samskiptaherferð innan ESB þar sem fagnað verður 25 ára afmæli EURES samstarfsnetsins. Herferðin verður í gangi þangað til í janúar 2020.
Hver eru helstu markmiðin?
- Fagna árangri EURES síðastliðin 25 ár með því að sýna stöðugan vöxt þess og árangur.
- Færa saman EURES fjölskylduna og fagna sögum um velgengni þess og árangur.
- Atvinnuleitendur þyrftu að vita af EURES og hafa hag af þjónustu þess ýmist með því að skrá sig beint í EURES Atvinnugáttinni eða með því að hafa beint samband við EURES starfsfólk í einstökum löndum.
- Að vekja vitund um EURES og auka sýnileika þess til hagsbóta fyrir atvinnuleitendur, launþega, vinnuveitendur og alla ríkisborgara sem vilja njóta góðs af þjónustu þess með því að nota regluna um frjálsa för fólks innan Evrópu.
- Að stuðla að framtíðartækifærum hjá nýjum vinnuveitendum sem kynnu að hafa áhuga á samstarfi við EURES.
Hvernig get ég tekið þátt í #EURES25?
Þú getur fylgst með og tekið þátt í herferðinni á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #EURES25.
Varðandi viðburði í landi þínu eða svæði sem eru hluti herferðarinnar, skaltu athuga allt viðburðadagatalið events calendarEURES.
Þú getur einnig fengið frekari upplýsingar um nýjustu #EURES25 fréttir á Facebook pageEURES, og einnig á Twitter og LinkedIn.
Aðstoðaði EURES þig við að finna vinnu? Segðu okkur frá því og hrepptu verðlaun!
Sértu ríkisborgari og/eða íbúi í ESB sem hefur notað þjónustu EURES, þá endilega deildu með okkur sögunni um góðan árangur þinn.
Þátttaka í keppninni er einföld:
- Taktu upp og halaðu upp 1- mínútu myndband þar sem þú lýsir sögu þinni um árangur þinn með aðkomu EURES
- láttu orðið ‘EURES’ koma fram í myndbandinu á sem allra mest skapandi hátt sem þér dettur í hug!
Þrír sigurvegarar munu fá 500 evru úttektarmiða til þátttöku í:
- námskeiði til að læra tungumál að eigin vali
EÐA
- þjálfun í færni til að auka ráðningarhæfi í því skyni að auka möguleika þeirra á að öðlast draumastarfið
Flýtið ykkur keppninni lýkur 24 nóvember!
Tilkynnt verður um hina heppnu sigurvegara þann 6. desember.
Farðu á hér til að fá frekari upplýsingar og til að skrá þig í keppnina.
Eitt mikilvægt atriði sem þarf að hafa í huga meðan á #EURES25 viðburðinum stendur er að án þín er ekki hægt að fagna tímamótunum þannig að vel takist til! Þú hefur verið mjög mikilvægur hluti EURES vegferðarinnar fram að þessu og við munum halda áfram að þurfa á stuðningi þínum að halda.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finndu Eures Starfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 27 Nóvember 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ytri EURES fréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Samfélagsmiðlar
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles