Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 9 Júní 2021
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

Að eiga stóra drauma með EURES: Saga Gaëlle Delvaux

Eftir að öðlast gráðu í listasögu, ákvað Gaëlle, þá 31 ára, að fylgja ástríðu sinni á hollri eldamennsku og gerast kokkur. Sjáðu hvernig EURES ráðgjafar okkar hjálpuðu Gaëlle að elta drauma síma og öðlast alþjóðlega reynslu hjá virtum Michelin-stjörnu veitingastað.

Dreaming big with EURES: The story of Gaëlle Delvaux
Shutterstock

Hollur matur getur bjargað heiminum

Þegar Gaëlle útskrifaðist frá frjálsa háskólanum í Brussel, þá vissi hún ekki að hún myndi fljótt hefja starfsferil í matreiðslu. Unga konan hafði samt sem áður alltaf haft ástríðu fyrir eldamennsku. Áður en hún varð kokkur, þá hafði hún eldað fyrir litla hópa, eins og afmæli, en stærsta hvatningin hennar til að búa til mat kom frá trú hennar á að matur „geti bjargað heiminum.“

„Hvernig við borðum hefur áhrif á hvernig við ræktum grænmeti og hvernig við förum með jarðveginn og umhverfið. Ég vil hjálpa fólki að borða mat sem vex í nágrenninu og er árstíðarbundinn,“ segir Gaëlle.

Leitaðu upp til stjarnanna

Þegar Gaëlle ákvað að hún vildi hefja frama sem kokkur, þá vissi hún hversu mikilvægt það var fyrir hana að öðlast alþjóðlega reynslu, og hún hikaði ekki við að eiga stóra drauma.

„Það var draumur minn að vinna á heimsþekkta veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn, Danmörku. Veitingastaðurinn er frægur um allan heim og hefur tvær Michelin stjörnur, þannig að það að fá starf þarna var úrslitatákn um velgengni fyrir mig.“

Að fá hjálp frá EURES

Það var þegar ungi kokkurinn hafði samband við EURES ráðgjafana hjá Actiris International − alþjóðlegu hreyfanleikadeild opinberu vinnumiðlunarinnar fyrir Brussel svæðið. Þrátt fyrir þá hjálp sem hún fékk, þá vissi Gaëlle samt að framtíð sín var í hennar eigin höndum.

„EURES ráðgjafinn minn var frábær, en ég vissi að ég bæri ábyrgð á því að hlutirnir færðust áfram. Ég hafði samband við veitingastaði og bókaði viðtöl. Að lokum var ég valin í starfsnám hjá Noma.“

Gaëlle trúir því að hún hefði ekki getað verið í starfsnámi sínu án fjárhagslegrar aðstoðar frá Actiris International. „Lífið í Danmörku getur verið ansi dýrt. Þökk sé fjárhagsstyrk sem ég fékk frá EURES þá gat ég haldið uppi lífsgæðum mínum, sem var mér mjög mikilvægt.“

Ekkert er ómögulegt

Gaëlle vinnur núna sem yfirkokkur á veitingastað í París. Þegar hún horfir til baka á reynslu sína erlendis, þá segir hún að hún hafi lært mikið.

„Einn mikilvægasti lærdómurinn sem ég öðlaðist var hvernig á að vinna vel í hópi, og hvernig á að deila þekkingu á jákvæðan hátt. Sköpunargáfa mín jókst mikið. Ég hef gert mér grein fyrir því að hlutir sem áður virtust ómögulegir, ekki framkvæmanlegir eða of flóknir eru mér nú innan seilingar. Ég er einnig mjög stolt af ferilskránni minni sem er mun samkeppnishæfari núna þegar ég hef alþjóðlega starfsreynslu.“

Viltu hefja þitt eigið ævintýri erlendis? Þrátt fyrir heimsfaraldurinn halda EURES ráðgjafar okkar áfram að veita ráðgjöf og styðja atvinnuleitendur við að finna tækifæri um alla Evrópu. Hafðu samband við EURESþjónustuverið að hefjast handa í dag.

 

Tengdir hlekkir:

Actiris International

Hafðu samband við EURES þjónustuver

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.