Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 21 Febrúar 2019
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Annar ánægður notandi deilir sögu sinni með Eures á Spáni

Í nóvember deildum við grein um Juan Carlos, notanda Eures sem deildi sögu sinni á Facebook-síðu Eures á Spáni. Í desember var Alejandra Franch frá Zaragoza síðasti notandi Eures til að deila reynslu sinni á samfélagsnetsíðunni. Hérna er saga Alejandra.

Another happy beneficiary shares her story with EURES Spain
Shutterstock

„Eins og er hjá svo mörgum öðrum kom ég til Hollands til að elta ástina,“ byrjar Alejandra. Alejandra og hollenski kærastinn hennar vildu taka næsta skref í sambandi sínu með því að flytja nær hvort öðru. Þar sem ekki voru nógu mörg starfstækifæri á Spáni fyrir kærastann hennar ákvað Alejandra að fara úr starfi sínu sem ljósmyndunarkennari til að flytja til Hollands.

„Áður en ég ákvað [að flytja] eyddi ég smá tíma í að spara jafn mikið og ég gat og ákvað að fara á Eures-skrifstofuna í Zaragoza til að fá meiri upplýsingar og meta hvaða kosti ég hefði í stöðunni,“ rifjar hún upp. „Þau gáfu mér meiri upplýsingar og hjálpuðu mér að bæta starfsferilskránna mína. Ég fékk mjög gagnlegar og sértækar upplýsingar og persónulegan stuðning sem hjálpaði mér líka að vera öruggari í þessum nýja áfanga.“

Tungumálakunnátta er lykillinn

Þegar hún heimsótti Eures-skrifstofuna, kom það Alejandra á óvart að auk þess að fá persónulegar ráðleggingar frá Eures-ráðgjöfum var möguleiki á að hún gæti fengið frekari aðstoð í gegnum Reactivate hreyfanleikaáætlun ESB sem er ætlað atvinnuleitendum eldri en 35 ára.

„Það var vegna þeirra sem ég fékk stuðning við að taka hollenskunámskeið, sem ég tel hafa verið lykilinn að því að aðlagast nýju umhverfi mínu,“ segir hún.

„Hollenskunámskeiðið sem ég fór í þökk sé Reactivate gerði mér kleift að samlagast mun betur, vera öruggari í daglegu lífi mínu,“ segir hún. „Auðvitað er hægt að komast af hérna með bara ensku en mér finnst að það sé mun auðveldara að aðlagast ef þú getur skilið og talað grundvallaratriðin.“

„Með því að fara eftir ráðleggingum sem ég fékk - og smá heppni - tókst mér að finna vinnu í alþjóðlegu rannsóknarstofufyrirtæki,“ segir Alejandra. Þó henni finnist þetta líka hafa verið heppni er greinilegt að kunnátta hennar í erlendu tungumáli gegndi stóru hlutverki við að tryggja henni starfið.

„Ég vinn í alþjóðlegu andrúmslofti með alþjóðlegu og hollensku samstarfsfólki, og þjónusta viðskiptavini á Spáni,“ útskýrir hún.

„Ég verð að segja að það að tala önnur tungumál, svo sem ensku og portúgölsku auk [móðurmáls hennar] spænsku, voru lykilatriði sem hjálpuðu mér að byrja að vinna stuttu eftir komu mína til Hollands.“

„Hrífandi og krefjandi“

„Það er ekki alltaf auðvelt að flytja til annars lands,“ viðurkennir Alejandra. „Auðvitað sakna ég borgarinnar minnar mikið og ég fer alltaf þegar ég get til baka og eyði nokkrum dögum þar, heimsæki fjölskyldu og vini.“

Engu að síður er Alejandra ánægð með að hafa tekið skrefið að flytja erlendis til að vinna og hún virðist njóta áskorunarinnar.

„Ég er mjög ánægð í Hollandi og þakklát,“ segir hún. „Það er einnig satt að það krefst fyrirhafnar að aðlagast nýju umhverfi, tala og læra önnur tungumál, það er bæði hrífandi og krefjandi.“

„Mig langar að hvetja þau sem vilja fara út fyrir Spán að heimsækja næstu Eures-skrifstofu, þau munu finna mannlegt og fagmannlegt teymi sem er tilbúið að hjálpa og gera sitt besta.“

Til að komast að því hvernig Eures gæti stutt þig líka, skaltu fara á Eures-gáttina í dag.

Þú getur líka lesið sögu Alejandra (á spænsku) á Spain Facebook pageEures (sjá færslu frá 5. desember 2018).

 

Tengdir hlekkir:

Reactivate

Eures-gáttin

Facebook-síða Eures á Möltu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Samfélagsmiðlar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.