Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring15 Nóvember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

SME verkfærið: Styrktu möguleika litla eða meðalstóra fyrirtækisins

Lítil og meðalstór fyrirtæki, eða SME sem þau eru líka kölluð, eru í lykilhlutverki þegar kemur að yfirstandandi og framtíðar velmegun Evrópu.

The SME Instrument: boost your SME’s potential

Árleg skýrsla Framkvæmdastjórnarinnar frá 2015-2016 komst að því að99 af hverjum 100 fyrirtækjum í Evrópu eru lítil eða meðalstór og að þau eru með tvo þriðju af starfsafli Evrópu í vinnu. Með það í huga er augljóst af hverju lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) eru í kjarna margra stuðningsáætlana og fjörmögnunartækifæra Framkvæmdastjórnarinnar. SME mælitækið er lykilaðili á þessu sviði og við kíkjum betur á hvað mælitækið hefur í för með sér í eftirfarandi grein.

Hvað er SME verkfærið?

SME verkfærið, sem er hluti af Horizon 2020, hjálpar litlum og meðalstórum fyrirtækjum með mikla möguleika að þróa frumleg ný verkefni sem hjálpa þeim að vaxa bæði innan Evrópu og utan hennar. Lítil og meðalstór fyrirtæki með árangursríkar umsóknir fá fjármögnun og þau fá ávinning af styttra tími-til-fjárfestingar hlutfalli, betri nýjungagetu, rekstrarþjálfun á heimsmælikvarða, og hraðari vexti.

Hvaða árangri hefur verkfærið skilað hingað til?

Á fyrstu þremur árunum hefur SME verkfærið gefið út meira en 882 milljónir evra í fjárfestingum og stutt næstum 2.500 lítil og meðalstór fyrirtæki. Takmarkið er að styðja 7.500 lítil og meðalstór fyrirtæki áður en Horizon 2020 lýkur.

Hvernig virkar verkfærið?

SME verkfærið samanstendur af þrem áföngum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum  er ráðlagt að sækja um áfanga 1:

  • Áfangi 1: Mat á heildarhugmynd og hagkvæmni – Frá hugmynd til heildarhugmyndar (6 mánuðir). Í þessum áfanga útbýr litla eða meðalstóra fyrirtækið upphafs viðskiptahugmynd og ESB framkvæmir hagkvæmnirannsókn til að staðfesta hagkvæmni hennar. 50.000 evru fjármagn er tiltækt.
  • Áfangi 2: Sýning, markaðseftirlíking og rannsóknir og þróun – Heildarhugmynd til þroskaðs markaðar (1-2 ár). Í þessum áfanga þróa litlu og meðalstóru fyrirtækin hugmyndina frekar með nýsköpun og gera uppkast að þróaðri viðskiptaáætlun. Á milli 500 þúsund og 2,5 milljón evra fjármögnun er tiltæk.
  • Áfangi 3: Rekstrarhröðun og stuðningsþjónusta – Undirbúningur fyrir markaðssetningu. Í lokaáfanganum fá litlu og meðalstóru fyrirtækin hröðunarstuðning með þjálfun þegar þau taka verkefnið og breyta því í söluhæfa vöru. Engin frekari bein fjármögnun er tiltæk á þessu stigi.

Hver getur sótt um verkfærið?

Stakt lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem er rekið í hagnaðarskini, eða hópur lítilla eða meðalstórra fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskini, geta sótt um fjármögnun í gegnum SME verkfærið. Fyrirtækið ætti að hafa mikla möguleika á vexti og nýbreytni og ætti líka að hafa mikinn alþjóðlegan metnað. Allir umsækjendur þurfa að vera löglega stofnsettir í EU-28 eða í landi sem tengist Horizon 2020.

Hvar geta lítil og meðalstór fyrirtæki séð meira og sótt um verkfærið?

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum er ráðlagt að hafa samband við næstu SME landsskrifstofu eða EEN-net félaga, þar sem þau geta gefið upplýsingar og leiðsögn um Horizon 2020 og SME verkfærið. Einnig eru gagnlegar upplýsingar á netinu

Viltu vita meira um áætlanir og tækifæri ESB? Hvernig væri að kíkja á greinar okkur um Félagsmálasjóð Evrópu og Erasmus+.

 

Tengdir hlekkir:

Landsskrifstofa SME

EEN-netfélagi

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Ungmenni
Tengdir hlutar

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.