Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Apríl 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Nýtt líf í Litháen

Paolo Camaioni vissi að hann þyrfti að breyta til. Með stuðningi EURES skipti hann Ítalíu út fyrir Litháen og sér ekki eftir því.

A new life in Lithuania
Paolo Camaioni, 2018

31 árs gamall Ítali frá dreifbýli á Abruzzo svæðinu, Paolo Camaioni er maður sem veit hvað hann vill. Eftir að hafa átt í erfiðleikum við að finna vinnu í heimalandi sínu, og í vísindagrein sinni, líftækni og rannsóknum, fór hann að kíkja í kringum sig eftir öðrum valkostum. Það var þá sem fyrri reynsla hans leiddi til þess að nýtt tækifæri vakti áhuga hans.

„Á meðan ég var við nám í Skotlandi varð ég góður vinur nokkurra Litháa,“ segir hann. „Nokkrum árum seinna, fór ég til Vilnius í heimsókn til þeirra og fannst það æðisleg upplifun. Þá bjóst ég ekki við að flytja þangað á endanum, en á meðan ég leitaði að starfstækifærum í Evrópu sá ég tækifæri á að koma hingað og ákvað að grípa það. Ég þurfti meiri ævintýri í líf mitt og mér fannst að þetta land gæti boðið upp á mörg!“

Á meðan á atvinnuleit hans stóð hafði Paolo samband við ráðgjafa EURES Ítalíu, Anna Bongiovanni. „Hún var nýkomin aftur frá Riga, í Lettlandi, þannig að hún sagði mér aðeins frá persónulegri reynslu sinni af Eystrasaltslöndunum og kynnti mig fyrir Taxify, vinsælu appi hérna til að koma sér á milli. Hún sagði mér einnig frá öðruvísi atvinnutilboðum og -tækifærum í boði hjá Evrópusambandinu.“

Þegar Paolo hafði ákveðið að láta reyna á litháenska tækifærið sem hann fann kom Anna honum í samband við kollega sína í landinu. „EURES Litháen sendi mér eyðublað til að óska eftir fjárhagsaðstoð frá ESB fyrir ferðakostnaði mínum og nokkra hlekki fyrir íbúðir,“ deilir Paolo. „Þau gáfu mér einnig almennar upplýsingar um Vilnius, á heildina litið var þetta mjög gagnlegt.“

„EURES ráðgjafar eru meira en til í að ræða við þig og þeir hafa upp á ýmiskonar tækifæri að bjóða,“ bætir hann við. „Stundum þegar sótt er um starf getur skriffinnskan verið yfirþyrmandi en EURES ráðgjafar hafa mikla reynslu á sviðinu og geta hjálpað þér með hana.“

Í dag vinnur Paolo við viðskiptavinaþjónustu fyrir flugfélag í Vilnius. Þó að starfið sé kannski ekki á vísindasviðinu nýtur hann vinnunnar, afslappaðs og þægilegs andrúmsloftsins og félagsskaps alþjóðlegra samstarfsmanna. Það hentar honum líka að búa í öðru landi. „Í hvert skipti sem ég hef tækifæri á að ferðast um líður mér eins og barni í skemmtigarði. Það er mikið að sjá og ég hlakka virkilega til að kanna allt landið að vori til eða sumri.“

„Ég er hreinlega ekki viss um hver framtíð mín er,“ segir hann þegar hann er spurður um hverjar vonir hans eru. „Kannski ætti ég að fara til baka og leita að vinnu á sviðinu sem ég lærði, en í augnablikinu er ég að skemmta mér of vel í þessu nýja lífi hérna!“

Reynsla Paolo sýnir hvað lífið getur komið þér mikið á óvart ef þú ert til í að prufa eitthvað nýtt. Og hvernig EURES samstarfsnetið er frábær staður sem atvinnuleitendur geta komið til og leitað að stuðningi, upplýsingum og ráðleggingum.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.