Ímyndaðu þér svo að þú getir sótt atvinnuráðstefnu á netinu sem felur í sér fyrirtækjakynningar, atvinnuauglýsingar, þægilegt umsóknarferli, viðtöl og fundi með mögulegum vinnuveitendum á netinu. Allt þetta með einum músasmelli! Svona fyrirkomulag er nú þegar til.
Evrópskir atvinnudagar (á netinu) er samansafn fjölbreyttra viðburða sem leiða saman atvinnuleitendur og vinnuveitendur í þeim tilgangi að kynna ný atvinnutækifæri. Þessi evrópska atvinnuráðstefna tengir atvinnuleitendur og vinnuveitendur frá mismunandi Evrópulöndum, bæði á staðnum og í gegnum netið. Þátttakendur fá einnig hagnýt ráð varðandi búsetu og störf erlendis.
Þann fjórða maí 2017 hélt írska/evrópska vinnumiðlun félagsverndunardeildar EURES, með beinum stuðningi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, evrópskan atvinnudag (á netinu) sem nefndist „Cork where IT is @......check IT out“. Markmið þessa netviðburðar var að laða að þekkingu í upplýsinga- og fjarskiptatækni í Evrópu, með sérstaka áherslu á upplýsingatækni og viðskipti, til Cork í Írlandi á fund með fyrirtækjum sem eru í fremstu röð á þessu sviði, t.d. Apple, Dell, Google og Logitech, ásamt fleirum. (Ef þú vilt fá lista yfir öll fyrirtækin sem sóttu viðburðinn geturðu farið í fyrirtæki).
Ertu á leiðinni til Cork?
Skipuleggjendurnir hafa bent á að Cork hýsir nú þegar rúmlega 150 alþjóðleg fyrirtæki sem eru með um 28.500 manns í vinnu. „Öflugur grunnur alþjóðlegu vörumerkjanna og spennandi ný írsk fyrirtæki ásamt góðum innviðum og miklum lífsgæðum gera Cork að álitlegum stað fyrir fyrirtæki og atvinnuleitendur,“ útskýrir ráðgjafi á vegum Eures. Hvort sem þú ert að leita að vinnu hjá tæknirisa eða kraftmiklu frumkvöðlafyrirtæki í fremstu röð, þá gæti Cork verið staðurinn fyrir þig.
Allt á sama stað, á netinu
Viðburðurinn sem fór fram að öllu leyti á netinu frá 10 til 13:30 þann 4. maí var sendur út í beinni útsendingu og þú getur meira að segja nálgast útsendinguna núna á netinu hér. Atvinnuleitendur fengu tækifæri til að leita og sækja um vinnur í rauntíma, þeir gátu haft samband við vinnuveitendur, bókað starfsviðtöl og notað spjallrás til að spyrja spurninga. Eures á Írlandi sendi einnig út nokkra gagnlega fyrirlestra sem tengdust viðfangsefninu til atvinnuleitenda þennan dag. Einn þeirra var „Fyrsta Eures-starfið“ sem fjallaði um fjárhagslegan stuðning sem er í boði fyrir farstarfsfólk í Evrópu. Annar fjallaði um „Búsetu og atvinnu í Írlandi“. Vinnuveitendur kynntu starfskröfur sínar með atvinnuauglýsingum milliliðalaust á sjálfum viðburðinum, með því að notast við sjálfvirka síun og ferilskráasamsvörun, og bókuðu og framkvæmdu viðtöl í gegnum netið samdægurs og svöruðu spurningum mögulegra starfsmanna í rauntíma í gegnum spjallrás.
Evrópski ICT atvinnudagurinn á netinu var skipulagður af írsku/evrópsku vinnumiðlun félagsverndunardeildar EURES, með beinum stuðningi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Viðburðurinn var hluti af stærra verkefni, Evrópsku atvinnuvikunni, en henni er ætlað að beina athygli að þjónustu og stuðningi sem er í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur um allan evrópska vinnumarkaðinn.
Tengdir hlekkir:
Cork where IT is @......check IT out - viðburðarsíða
Cork where IT is @......check IT out - Facebook-færsla
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
VinnugagnagrunnurEURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 13 Júní 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Atvinnudagar/viðburðir
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Samfélagsmiðlar
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles