Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 18 Janúar 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Hvernig hægt er að hafa sem mestan hag af Drop’pin@EURES: ungt fólk

Þú ert búin/n að uppgötva Drop’pin@EURES og allt þetta frábæra sem það hefur upp á að bjóða. Hvernig er hægt að hafa sem mestan hag af þessum eiginleikum? Við sjáum um það!

How to get the most out of Drop’pin@EURES: young people
EURES

Búðu til reikning

Ef þú ert ekki nú þegar með Eures reikning er þetta rökrænt fyrsta skref. Eyddu nokkrum mínútum af tíma þínum og fylltu út einfalt eyðublað á netinu til þess að fá aðgang að miklum fjölda af Drop’pin@EURES’s tækifærum í staðinn.

Flyttu inn eða búðu til ferilskrá á netinu

Þú hefur tvo möguleika þegar kemur að ferilskrá þinni: Flyttu inn ferilskrá sem þú átt þegar á Europass sniði eða búðu til eina frá grunni innan Eures kerfisins. Ef þú velur seinni kostinn þarftu bara að velja hvaða tungumál þú vilt vinna á og ljúka þessu tíu skrefa ferli. Ferilskránni þinni verður þá bætt við ferilskráagagnagrunn Eures, þar sem mögulegir atvinnuveitendur geta skoðað kunnáttu þína, reynslu og hæfileika. Þú getur hvenær sem er breytt ferilskrá þinni, jafnvel eftir að búið er að birta hana í gagnagrunninum, og það eru margar stillingar sem leyfa þér að velja hvaða upplýsingar þú vilt að þessir mögulegu atvinnuveitendur geti séð.

Skilgreindu starf/tækifæri leitarskilyrði

Þessi eiginleiki gerir þér kleift að gera leitina að nýjum tækifærum jafn auðvelda og hægt er. Þú getur búið til sérstök leitarsnið þar sem þú getur skilgreint skilyrði eins og staðsetningu, tímalengd og gerð samnings. Vistaðu sniðið og næst þegar þú kíkir á Drop’pin@EURES getur þú keyrt leitina aftur með einum smelli.

Sóttu um tækifæri

Þegar þú hefur fundið tækifæri sem þú hefur áhuga á, er kominn tími á að sækja um. Þú getur séð hvernig á að gera þetta undir „hvernig sækirðu um“ hlutanum við hvert tækifæri, sem fer oft með þig á heimasíðu fyrirtækisins eða samtakanna. Hvert umsóknarferli verður mismunandi, vertu því viss um að einbeita þér að því hverjar kröfurnar eru til að þú hafir sem mestan möguleika á árangri.

Hafðu auga með Eures viðburðadagatalinu

Eures viðburðadagatalið sýnir þér hvaða viðburðir eru yfirvofandi í Evrópu, svo sem starfadagar og evrópskir atvinnudagar (á netinu og í raunheimum). Þar sem starfatengdir viðburðir eru góð leið til að mynda kynnast fólki, byggja upp tengslanet og uppgötva ný tækifæri getur það verið góð hugmynd að skoða dagatalið reglulega til að sjá hvaða viðburðir eiga sér stað á þínu áhugasviði og komast að því hvernig þú getur tekið þátt.

Flettu í gegnum fréttasafnið til að lesa frábærar ráðleggingar

Drop’pin@EURES fréttahlutinn er stútfullur af greinum með ráðleggingum, leiðbeiningum og innsýn. Farið er yfir allt fá því að laga til ferilskránna til þess hvaða öpp gera vinnudaginn skilvirkari, sem gerir þetta að gullnámu fyrir upprennandi atvinnuleitendur.

Uppgötvaðu fyrsta Eures-starfið þitt og Stafræn tækifæri starfsnámsframtakið

Drop’pin@EURES birtir ekki bara atvinnutækifæri á eigin vegum; það styður einnig frumkvæði og þjónustur eins og Fyrsta Eures-starfið þitt og Stafræn tækifæri starfsnámið. Hvort tveggja bíður ungu fólki upp á tækifæri til að útvíkka kunnáttu sína og fá dýrmæta starfsreynslu í öðru ESB landi, svo það borgar sig að kíkja á þetta.

Frekari upplýsingar

Viltu fræðast meira um Drop’pin@EURES og hvað það getur boðið þér upp á? Farðu á Drop’pin@EURES vefsíðuna eða skoðaðu nýjustu útgáfu okkar.

 

Tengdir hlekkir:

Eyðublað á netinu

Innflutningur ferilskráar sem þú átt fyrir

Búa til sérstök leitarsnið

Viðburðadagatal Eures

fréttahluti

Fyrsta Eures-starfið

Stafræn tækifæri starfsnám

útgáfu okkar

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Hjálp og aðstoð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.