Ávinningurinn af lærlingsstöðu eða starfsnámi er margskonar, en ef þú vonar að hún leiði til framtíðarstarfs hjá atvinnurekandanum, þarftu að fara að hugsa eins og starfsmaður.
Settu þér skýr markmið
Þegar þú sækir um lærlingsstöðu verður þú með persónuleg og starfstengd markmið. En það er þess virði að setja þér markmið sem tengjast þörfum fyrirtækisins líka. Þannig að í fyrsta samtalinu við yfirmann þinn skaltu ekki vera hrædd/ur við að spyrja nákvæmlega hvers er vænst af þér og breyta þessum upplýsingum í „verkefnalista“ fyrir starfstíma þinn. Ef þú ert með skýr markmið hefurðu fókus – og ef þú nærð þeim verður þú með lista yfir afrek þín sem þú getur notað til að vekja hrifningu yfirmanns þíns þegar kemur að lokum starfstíma þíns.
Hugsaðu um þarfir vinnuveitanda þíns
Já, þú ferð í lærlingsstöðu til að styrkja starfsferil þinn, en hvers þarfnast vinnuveitandi þinn? Hverju vilja yfirmenn þínir áorka og af hverju vinna þeir eins og þeir vinna? Ef þú getur fundið út hvað „árangur“ er í huga þeirra sem eru hærra settir í fyrirtækinu, og samstilla hvernig þú hugsar um starfið og rekstrarmarkmið þeirra, kemstu langt.
Vertu tilbúin/n til að vinna öll verk
Þó að það sé mikilvægt að skoða stóru myndina og hugsa um hvar þú getur bætt við verðmætum, verða líka einföld störf á gólfi sem þarf að vinna. Og sem lærlingur er líklegast að þú verðir beðin/n um að sinna þeim! En ef þú getur sannað að þú getir sinnt þessum verkum vel, byggir þú upp góðan orðstír. Ef þú getur lokið jafnvel einföldustu störfum með eldmóði og aðgát, er líklega að þér verði treyst fyrir áhugaverðara starfi í framtíðinni.
Gerðu þitt besta svo þú passir inn
Hvernig klæðist fólkið á skrifstofunni? Hversu formlega – eða óformlega – talar það hvort við annað? Hversu langur er kaffitíminn? Allar skrifstofur eru með sína eigin menningu, en ef þú getur fundið út hverjar óskrifuðu reglurnar eru muntu passa inn. Og því auðveldar sem það er fyrir þig að passa inn, því líklegra er að fólk muni líta á þig sem samstarfsmann frekar en „lærling“.
Segðu þeim að þú viljir vera áfram
Það er ekki alltaf augljóst að einhver í lærlingsstöðu vilji vera áfram og gera það að framtíðarstarfi. Þannig að þú skalt gera það augljóst. Þegar þú talar við yfirmann þinn skaltu vera áfram með það að þú sjáir þessa lærlingsstöðu sem upphafið á löngu sambandi og spurðu hvað þú getur gert til að gera sem mest úr því. Hann gæti komið þér á óvart með því að gefa þér betri hugmynd um langtímaáætlanir þeirra og hvernig þú gætir passað inn í þær.
Vertu athugul/l og hjálpaðu öðrum
Er samstarfsfólk þitt alltaf í skjalavinnu þegar þau getu verið að sinna mikilvægari störfum? Gætir þú boðist til þess að gera það fyrir þau? Ef þú ert nógu athugul/l til að taka eftir því þegar þú gætir auðveldað einhverjum lífið með því að taka á þig lítil hluta stjórnsýslustarfa – og þú sinnir þeim vel – munu þau muna eftir því. Eiginleikar eins og samkennd og vinsemd koma kannski fram í fæstum starfslýsingum en þeir eru mikilvægir á skrifstofunni.
Spurðu spurninga... á viðeigandi hátt
Ekki vera hrædd/ur við að spyrja út í starf fólks, sérstaklega ef þau sýna að þú viljir skilja iðnaðinn eða geirann betur. En passaðu upp á að þú „lesir herbergið“. Ekki trufla vinnu eða fundi – finndu tíma þegar fólk er ekki of önnum kafið, og spurðu alltaf hvort þetta sé góður tími fyrir þau til að tala. Og tengt því...
Sýndu þakklæti
Þakkaðu fólki alltaf fyrir að taka sér tíma, sérstaklega ef það hefur tekið sér pásu frá vinnu til að gefa þér ráð eða upplýsingar. Við lok lærlingsstöðu þinnar, gætir þú jafnvel gefið vinnuveitendum þínum kort eða miða til að þakka þeim fyrir reynsluna... Og til að minna þau á upplýsingarnar um þig ef staða opnast.
Nánari upplýsingar:
Finna Eures-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Eures gáttin
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 22 Júlí 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles