Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring14 Febrúar 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion7 min read

Þýskt fyrirtæki ræður í 400 lausar stöður á 5 árum með EURES

Bæverskt ráðningarfyrirtæki fyrir byggingariðnaðinn, hefur haft milligöngu um ráðningu meira en 400 umsækjenda fyrir lítil þýsk fyrirtæki síðan 2013.

German firm fills 400 job vacancies in 5 years with EURES
©POD, 2014

Þann 19. febrúar 2018, fagnaði sérfræði ráðningarfyrirtækið tvöföldum áfanga - að hafa haft milligöngu um ráðningu 400 spænskra starfsmanna í faglærð störf um allt Þýskaland á fimm ára tímabili.

POD (People of Diversity) GmbH vinnur með EURES og litlum fyrirtækjum við að finna, velja og samlaga spánska atvinnuleitendur í þýsk byggingaverkastörf. Með það í huga að fyrirtækið ræður núna tylftir umsækjenda í hverjum mánuði, er erfitt að trúa að þetta byrjaði allt með einföldu tíu mínútna samtali.

„Haustið 2012 gekk ég inn í vinnumiðlun í Valencia og bað um að fá að tala við fulltrúa EURES“ útskýrir rekstrarstjóri POD Stephan Behringer. „Ég lýsti þörfum okkar og þeir töluðu mig í gegnum ferlið um að birta auglýsingar um laus störf á gáttinni í gegnum næstu EURES skrifstofuna í Þýskalandi. Þau settu mig líka í samband við svæðisskrifstofur EURES á Spáni sem hjálpa okkur að auglýsa lausar stöður í staðbundnum vinnumiðlunum um allt landið.“

Árið eftir, í febrúar, hafði POD milligöngu um ráðningu fyrsta EURES starfsmannsins, sem var upphafið að langtíma aðkomu fyrirtækisins að samstarfsnetinu. Stephan man vel eftir honum:

„Þegar Carlos hafði samband við okkur, var hann atvinnulaus og áfjáður í að finna fasta vinnu. Það var stórt skref fyrir hann að flytja til Þýskalands þar sem hann hafði aldrei farið erlendis áður, og því síður unnið í öðru landi. Og því var, eins og fyrir alla umsækjendurna okkar, tungumála- og menningarundirbúningur nauðsynlegur. Eftir það var hann tilbúinn að hefja vinnu sem pípari hjá litlu fjölskyldufyrirtæki.“

Árangur POD stafar af því að aðstoða nýliða við þessi umskipti. Áður en hver umsækjandi stígur fæti í Þýskaland þurfa þeir að ljúka áköfu tungumála- og menningarnámskeiði. Við undirbúning umsækjenda, leggur Stephan áherslu á þörfina á að róa eðlilegan ótta við að setjast að erlendis. Til að gera það bjó teymið hans til fjölmörg leiðbeiningamyndbönd frá þeim sem höfðu þegar notið góðs af, þar sem þau útskýrðu reynslu sína að því að læra nýtt tungumál, setja sig inn í þýskt regluverk, finna húsnæði og svo framvegis.

„Nálgun okkar er að sýna umsækjendum hvernig fólk rétt eins og þau hafa aðlagað sig að lífinu í Þýskalandi og þrifist í starfi sínu. Um leið og þau sjá að jafningjar þeirra hafa gert þetta, gera þau sér grein fyrir að þau geta þetta líka. Ég er sérstaklega ánægður með nýlegar breytingar hjá EURES, sem þýða að núna er hægt að nota vissa styrki sem fáanlegir eru í gegnum sérstakar áætlanir til að fjármagna þessa þjálfun.“

Enn fremur, er tungumál og menningarlegur undirbúningur umsækjanda aldrei almennur. POD vinnur náið með þjálfunarfélögum um allan Spán, svo sem Ellen Braun hjá ELCLA tungumálaskólanum í Pego, nálægt Alicante.

„Við veitum mörgum POD umsækjendum 3 mánaða ákafan menningar og tungumála undirbúning,“ segir Ellen. „Hann þarf að vera sérsniðinn að þörfum hvers og eins. POD samstarfsmenn okkar kynna mér alltaf stöðu hvers umsækjenda, tungumálaþekkingu þeirra og svo framvegis og við sérsníðum námskeiðið að þessum sérstöku þörfum. Þar sem svo margir af umsækjendunum eru ungir, rekum við miðstöðina svolítið eins og vinnustað. Námsmenn eru hjá okkur í þrjá mánuði og ætlast er til af þeim að þeir séu stundvísir og ljúki fullt af heimavinnu. Þá fá þeir rétta hugarfarið fyrir vinnu í Þýskalandi.“

Auðvitað taka vinnuveitendur líka á sig stóra skuldbindingu þegar þeir ráða starfsmenn frá útlöndum. POD teymið leggur sérstaka áherslu á að vinna með viðskiptavinum sínum (aðallega litlum og fjölskyldufyrirtækjum) til að tryggja að þeir fái það allra besta út úr EURES og skilji hlutverk sitt og skyldur.

„Viðskiptavinir okkar gera sér vel grein fyrir því að við erum ekki að sjá þeim fyrir tímabundnum starfsmönnum. Við segjum þeim að það taki almennt um eitt ár að þjálfa einstakling upp á nauðsynlegt stig og um það bil sama tíma áður en þau tala reiprennandi þýsku. Þau eru ánægð með að taka þátt því að þau vita að starfsmaðurinn mun að öllum líkindum vera hjá þeim árum saman. Fyrir þau er þetta langtíma fjárfesting.“

POD hefur ekki átt í erfiðleikum með að finna vinnuveitendur sem eru tilbúnir að skaffa hágæða störf með þjálfun og stuðningi fyrir EURES nýliða. Mörg af þeim sem nálgast fyrirtækið hafa nýlega fengið byggingasamninga sem tengjast stórum byggingum eða uppgerðarverkefnum. Sem þýðir að þau þurfa að stækka við sig á stuttum tíma.

„Í Þýskalandi er mjög lítið af ungu fólki sem hefur kunnáttuna eða vill sækja um byggingatengda atvinnu í pípulögnum, hitakerfum, raflögnum, loftræstingu o.s.frv. Þetta eru frábær störf og þau krefjast sífellt meiri fagkunnáttu vegna tæknibreytinga. Með því tengslaneti sem við höfum byggt í gegnum EURES, hafa viðskiptavinir okkar nú stöðugt framboð hæfra umsækjenda sem vilja sérhæfa sig hjá vinnuveitanda yfir margra ára tímabil.“

Það á svo sannarlega við um Jose Antonio, pípara sem POD teymið telur að gæti vel verið 400. umsækjandi þeirra (það er erfitt að hafa nákvæma tölu á þessu, þar sem margir einstaklingar byrja að vinna á sama tíma).

„Á Spáni er mikið atvinnuleysi og lág laun,“ útskýrir hann. „Þannig að ég leitaði á netinu og fann pípulagningastarf í Þýskalandi í gegnum EURES-gáttina... Auðvitað er ég stressaður vegna þessa, en þetta er mjög gott, framtíðar tækifæri og tækifæri fyrir mig að læra nýtt tungumál í nýju landi.“

Rétt eins og Carlos, 399 umsækjendum á undan honum, talaði Jose Antonio enga þýsku áður en hann fór inn á EURES og þar sem hann er atvinnulaus er fjárhagslegur og hagnýtur stuðningurinn sem hann fær kærkominn.

Núna veldur árangur POD svolítilli úlfakreppu fyrir Stephan og samstarfsmenn hans. Hvað er næst? Fyrirtækið hefur íhugað hvort það ætti að útvíkka ráðningarstarfsemi sína til annarra EURES landa eða halda sig við eingöngu við Spán.

„Við íhuguðum að fara til Austur-Evrópu líka, en það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt í hverju landi. Við enduðum með að ákveða að auka við starfsemi okkar á Spáni þess í stað, þar sem við höfum svo gott net þar nú þegar. Það þýðir að við aukum enn frekar við svæðisbundna hlutdeild okkar og víkkum út samsetningu umsækjenda sem við ráðum. Til dæmis, að auki við störf í byggingageiranum, sem verður áfram helsta áhersla okkar, vinnum við nú með atvinnuveitendum við að finna annarskonar fagfólk – til dæmi vélvirkja, verkfræðinga og annars konar háskólagengna sérfræðinga.“

POD prufar einnig fjölbreyttari EURES tækifæri. Fyrirtækið birtir nú þegar atvinnuauglýsingar á EURES-gáttinni í gegnum staðbundnar EURES-skrifstofur og finnur umsækjendur með stuðningi frá Fyrsta EURES-starfið þitt (FESÞ). En Stephan er nýbúinn að heyra af nýju Endurvekja-áætluninni og hefur nýlega farið að sækja um hjá henni líka. Endurvekja gefur EURES starfstækifæri í þátttökulöndum fyrir umsækjendur sem eru 35 ára eða eldri.

En núna, fagnar fyrirtækið því að hafa náð meira en 400 EURES stöðuveitingum næstum fimm árum upp á dag síðan Carlos stimplaði sig inn á fyrstu vaktina sína í litlu Palatine pípulagningafyrirtæki þann 19. febrúar 2013.

Stephan Behringer langar að þakka eftirfarandi samstarfsmönnum frá EURES Þýskalandi og EURES Spáni, sem hafa stutt POD við ráðningar umsækjenda: Rita Mager og Marina Weigand,(EURES Þýsklandi/Agentur für Arbeit Würzburg); Carlos Palomo (Malaga); Diego Moliner og Julia Roca (Valencia); Carlos Pastor (Alicante), Isabel Garcia (Castellón); Rosario Sanmartín Alcaraz (Murcia); Yolanda Delgado Lazaro og Francisca Fuentes (Madrid); Cesar Martin og Araceli Carillo Urena (Seville); Jesús Caparrós Martín (Almeria); Arnau Soy Massoni (Girona); José Luis Gredilla Illera (Barcelona); Dionisio Manuel Acebal Minano (Albacete).

 

Tengdir hlekkir

Vefsíða POD www.pod-personalberatung.de

YouTube-rás POD: www.youtube.com/user/PODpersonalberatung

ELCLA tungumálaskóli: www.elcla.es

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eurselöndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.