Fara yfir í aðalefni
Kennimerki
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 1 Mars 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 mín. lestur

Ráðningarárangur dansks fyrirtækis með EURES

Blue Ocean Robotics eru leiðandi á heimsvísu í þjarkaiðnaðinum. Þau búa til þjarka sem bæta lífsgæði, vinnuumhverfi og framleiðni fyrir fólk.

Danish company recruiting success with EURES
EURES

Sjálfvæðingarfyrirtækið er með aðsetur í Óðinsvéum, Danmörk, svæði sem er með um 3.000 lausar stöður í þjarkaiðnaðinum, en aðeins 50 þjarkaverkfræðingar útskrifast úr háskólanum á staðnum.

Þegar svona mikið vantar upp á þarf fyrirtækið að leita lengra til að finna verkfræðinga til að uppfylla ráðningarþarfir sínar. Til að fá stuðning við ferlið hefur Blue Ocean Robotics fengið aðstoð frá EURES ráðgjöfum hjá Workindenmark,

EURES ráðgjafar komust fyrst í samband við fyrirtækið 2014, þegar þau höfðu samband við atvinnuveitendur á svæðinu til að láta þá vita af hinni margskonar þjónustu sem tiltæk er frá EURES.

Síðan þá hefur Blue Ocean Robotics notið náins samstarfs við EURES og fengið aðstoð við að finna hentugt starfsfólk víðsvegar frá ESB. Núna njóta þeir fjölþjóðlegs starfsliðs frá 16 mismunandi þjóðum.

Rikke Voldsgaard Risager varaforseti mannauðs- og innri þjónustudeildar Blue Ocean Robotics, hefur þetta að segja um samvinnu þeirra við EURES: „þau eru mjög fagleg og kunnáttusöm, og hafa stórkostlegan skilning á hvernig á að gefa fyrirtækjum óviðjafnanlega þjónustu.“

„Í Danmörku, koma þau eiginlega eins og pakki, ef svo má segja,“ bætir hún við. „Þau hjálpa við ráðningu, kennslu og flutning nýrra starfsmanna. Ég mæli eindregið með þeim við aðra atvinnuveitendur.“

Samkvæmt EURES ráðgjafanum Sven Michael: „er lykillinn að góðu sambandi við atvinnuveitendur eins og Blue Ocean Robotics, án efa, að viðhalda opnu og hreinskiptu samtali við atvinnuveitendur um þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir þegar kemur að ráðningum og hverjar þarfir þeirra eru þegar kemur að starfsfólki.“

 „[Lykillinn er] Einnig að veita vafningalaus samskipti um upplýsingarnar og þjónustuna sem við/EURES bjóðum upp á - svo báðir aðilar hafi skýran og sameiginlegan skilning og væntingar til samvinnunnar,“ bætti hann við.

Ef þú vilt vita meira um þjónustuna sem atvinnuveitendum er veitt, og hvernig EURES getur hjálpað þér að finna rétta fólkið með réttu hæfnina, skaltu hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í dag.

 

Tengdir hlekkir:

Blue Ocean Robotics

Workindenmark

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Innri EURES fréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.