Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Október 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Getur það að búa erlendis aukið sjálfsmeðvitund þína?

Samkvæmt Oxford Dictionary, er skilgreining sjálfsmeðvitundar sem „meðvituð þekking á eigin eðli og tilfinningum“. Það er geta okkar til að skilgreina hver við erum sem fólk, skilja gildi okkar og vita hvað við viljum fá út úr lífinu.

Can living abroad boost your self-awareness?
EURES

En hvað kemur það að búa erlendis því við?

Rannsóknin

Nýleg rannsókn hóps rannsakenda frá Rice University, Columbia University, University of North Carolina og Massachusetts Institute of Technology könnuðu sambandið á milli þess að búa erlendis og sjálfsmeðvitund fólks. Þau fundu nokkrar áhugaverðar tengingar.

Rannsóknin var byggð á svörum frá næstum 2.000 manns, þ.m.t. einhverjum sem höfðu búið erlendis og öðrum sem höfðu ekki gert það. Eins og skýrt er frá í World Economic Forum sýndu niðurstöðurnar að búseta erlendis eykur sjálfsmeðvitund fólks því hún „leiðir til sjálfsmeðvitaðrar íhugunar um hvort hlutar af sjálfsvitund þeirra skilgreini þá í raun og veru eða endurspegli aðeins menningarlegt uppeldi þeirra“. Í stuttu máli þá hefur það að búa erlendis þau áhrif að við leggjumst í sjálfsskoðun á raunverulegum gildum okkar og hver við erum – frekar en að samþykkja einfaldlega gildin og sjálfsmeðvitundina sem við vorum alin upp með.

Rannsóknin komst líka að því að það skiptir meira máli hversu lengi fólk eyðir erlendis heldur en fjöldi landa sem það hefur búið í. Því lengri tíma sem það er í burtu, því meiri tíma hefur það fyrir sjálfsskoðun.

Ávinningurinn

Mikil sjálfsmeðvitund getur hjálpað okkur að styrkja sambönd, bæta kunnáttu okkar og gera jákvæðar breytingar á lífi okkar. Hún eykur bæði hamingju og sjálfstraust því þekking á hver við erum þýðir að við eigum auðveldara með að taka ákvarðanir sem leiða til hamingju. Það leiðir til aukins sjálfstraust.

Þessar ákvarðanir tengjast ekki aðeins persónulegum lífum okkar. Það eru líka sannanir fyrir því að aukinn sjálfsmeðvitund getur haft jákvæð áhrif á atvinnu, með því að bæta getu fólks til að taka ákvarðanir á vinnustaðnum og um starfsferil sinn almennt.

Niðurstöður

Þó að það að búa erlendis geti verið spennandi ævintýri, getur það líka verið mikið meira. Ef þú ert þegar þar, skaltu taka þér smá tíma í sjálfsíhugun, það er aldrei að vita hvert það gæti leitt þig. Og ef þú hefur ekki enn hafið þá vegferð, hefur þessi grein vonandi sýnt þér að það er svo miklu meira að upplifa en þú gætir hafa haldið í fyrstu.

 

Tengdir hlekkir:

Rannsókn: Stysta leiðin að sjálfri (sjálfum) þér liggur um heiminn: Búseta erlendis eykur skýrleika sjálfsmeðvitundar

World Economic Forum: Það sem búseta erlendis gerir fyrir sjálfsmeðvitund þína

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • Ytri EURES fréttir
 • Ytri hagsmunaaðilar
 • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
 • Fréttir/skýrslur/tölfræði
 • Nýliðunarstraumar
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.