Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 12 Júní 2017
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 min read

Um Félagsmálasjóð Evrópu (ESF)

Á árunum 2007-2014 fengu um 10 milljónir Evrópubúa starf með aðstoð Félagsmálasjóðs Evrópu (ESF). Í ár fagnar sjóðurinn 60 ára afmæli sínu og af því tilefni viljum við veita innsýn inn í hvernig ESF virkar, hvers konar aðstoð er í boði fyrir þig og hvernig þú getur tekið þátt...

All about the European Social Fund (ESF)

Hvað er ESF?

ESF er eitt helsta fjármögnunartæki ESB tengt atvinnu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1957 í tengslum við Rómarsáttmálann hefur því unnið að því að bæta atvinnumöguleika innan ESB og auka hreyfanleika í sex áratugi.

Hver eru forgangsverkefni ESF?

Helsta forgangsmál ESF er að fjármagna verkefni sem vinna að fjórum megináskorunum: atvinnu, félagslegri þátttöku, menntun og opinbera þjónustu.

Sérstök forgangsverkefni eru:

  • að veita ungu fólki betri menntun;
  • að brúa bilið á milli skóla og vinnu;
  • að auka aðlögunarhæfni vinnufólks;
  • bæta aðgengi að menntun;
  • hjálpa ungu fólki að þróa hæfni sem atvinnulífið leitar eftir;
  • hvetja til félagslegrar þáttöku fyrir jaðarsetta hópa;
  • hjálpa þeim sem minna mega sín að losna undan fátækt með vinnu;
  • bæta opinbera þjónustu.

Hvernig virkar ESF?

ESF starfar með landsyfirvöldum og svæðisstjórnum í aðildarríkjum ESB og veitir þeim fjármagn til ESF-verkefna (opinberlega nefnt aðgerðaráætlanir). Fjármagninu er síðan dreift í gegnum áætlanirnar til verkefna innan viðkomandi lands eða svæðis. Umfang fjármögununar frá ESF fer eftir hlutfallslegri auðlegð viðkomandi aðildarríkis.

Hvað styrkir ESF?

ESF fjármagnar þúsundir verkefna um alla Evrópu, allt frá litlum verkefnum sem styðja við fólk á hverjum stað til landsáætlana sem miða að þversniði íbúa landsins. Stærð, markhópur og markmið þessara verkefna kunna að vera mismunandi en þau snúast á endanum um fólk.

Sjóðurinn veitir einnig fjármagnsaðstoð fyrir verkefni á vegum framkvæmdastjórnarinnar, s.s. Youth Employment Initiative og Youth Guarantee scheme sem báðum er ætlað að aðstoða ungu fólki að þróa hæfileika sína og taka sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum.

Hvernig getur þú tekið þátt?

Ef þú ert aðili að samtökum í leit að fjármagni til að setja í gang verkefni tengt atvinnumálum skaltu hafa samband við stjórnunaryfirvald í þínu landi eða svæði til að fá frekari upplýsingar.

Ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefni sem tengist ESF geta einnig fengið upplýsingar hjá stjórnunaryfirvaldi ESD eða á vefsvæði ESF í viðkomandi landi. Einnig má fá upplýsingar hjá opinberum vinnumiðlunum í þínu landi .

Nýlega gerðum við athugun á áætluninni Youth Guarantee scheme og hvað hún getur boðið ungu fólki, fyrirtækjum og samstökum. Það er um að gera að skoða hana nánar? Þá beinir greinin okkar um Erasmus+ sjónum að megináætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um menntun, menningu, ungmenni og íþróttir.

 

Tengdir hlekkir:

Rómarsáttmálann

Youth Employment Initiative

Youth Guarantee scheme

Hafa samband við stjórnunaryfirvald í þínu landi eða svæði

Opinberum vinnumiðlunum

Erasmus+

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.