Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring4 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

8 ábendingar við gerð vefsvæðis fyrirtækisins

Vefsvæði er orðinn miðpunktur í rekstri fyrirtæka í dag. Hvort sem við smíðum vefsvæði frá grunni eða viljum bæta núverandi vefsvæði þurfum við að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir fyrst.

8 tips for building a great website for your organisation

Veldu hugbúnaðinn af kostgæfni

Fyrsta stig í vefsíðugerð er að velja réttan hugbúnað og WordPress, Drupal og Joomla koma iðulega upp sem þrjú bestu vefumsjónartólin á markaðnum. Þau eru öll með opnum kóða sem merkir að þau eru sérsníðanleg og hægt er nálgast fjölda viðbóta úr safni notenda.

Hannaðu rökrétt skipulag

Þeir sem heimsækja vefsvæði fyrirtækja vilja auðveldlega finna það sem þeir leita að svo mikilvægt er að skipuleggja vefsvæðið á rökréttan hátt áður en byrjað er að smíða það. Að hverju leita viðskiptavinir þínir og hversu margar valmyndir og fellilista nenna þeir að fara í gegnum. Hvaða síður eru nauðsynlegar og hvaða síður gætirðu átt erfitt með að fylla af efni? Hafðu þessar spurningar í huga og þá verður vefsvæðið þitt skilvirkara en ella.

Veldu viðeigandi efni

Settu þig í fótspor gesta þinna þegar þú ákveður hvaða upplýsingar þú vilt að komi fram um fyrirtækið og hvaða þjónustu þú býður upp á. Hafðu í huga: Það sem þér finnst mikilvægt skiptir kannski litlu máli fyrir viðskiptavini þína. Þessi aðferð getur líka gert efni vefsvæðisins skilvirkara og auðveldara að viðhalda því til lengri tíma.

Myndir eru líka mikilvægar, þær fanga athygli notandans og brjóta upp lengri texta. Það getur oft verið ágætt að nota myndir úr myndabanka en myndir úr eigin safni geta gefið persónulegri mynd af fyrirtækinu og auðkenni þess.

Vertu á léttu nótunum

Í heimi viðskipta getur málfar oft orðið formlegt og uppfullt af sértækum orðaforða og skammstöfunum. Þó oft sé ástæða til þess getur það hentað síður á vefsvæðum Með því að halda málfari óformlegu og forðast sértæk orð getur vefsvæðið orðið notendavænna og gefið gestum skýrari mynd af því sem fyrirtækið hefur að bjóða.

Hafðu efnið sérsniðið

Það getur líka verið mikilvægt að huga að leitarvélabestun þegar efni vefsvæðisins er unnið, svo það komi fram í leitarniðurstöðum. Finndu viðeigandi lykilorð fyrir fyrirtækið og lærðu að nota þau með skilvirkum hætti til að gera vefsvæðið sem leitarvélavænst. Með því að skipuleggja efnið á rökréttan hátt og tengja mismunandi hluta vefsvæðisins getur það skilað meiri árangri á netinu.

Nýttu þér samfélagsmiðla

Við höfum áður fjallað um hvað samfélagmiðlar eru öflugt tæki fyrir fyrirtæki. En ef gestir þínir finna ekki samfélagsrásirnar þínar getur það haft neikvæð áhrif. Gakktu því úr skugga um að þær séu áberandi á vefsvæðinu og að þú notir hvert tækifæri sem gefst til að benda gestum þínum á þær.

Samfélagsmiðlar eru einnig ein besta leiðin til að koma kostum fyrirtækisins á framfæri og öflug leið til að kynna vefsvæðið þitt og fá umferð um það.

Ekki flýta þér

Smíði vefsvæðis er langtímaverkefni og ekki eitthvað sem gert er á einum degi. Taktu þér tíma til að gera áætlanir og gakktu úr skugga um að prófa alla eiginleika. Það getur verið freistandi að drífa upp nýtt vefsvæði, sérstaklega ef búið er að tilkynna viðskiptavinum um að slíkt sé væntanlegt. En það getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér að koma með hálfklárað svæði bara til að virða fyrirfram ákveðna dagsetningu.

Mundu að uppfæra vefsvæðið

Það er ekki nóg að búa til og setja á fót frábært vefsvæði. Það er bara byrjunin. Ef þú heldur ekki vefsvæðinu uppfærðu er hætta á að þú gefir þá mynd að fyrirtækið sé ekki með á nótunum eða ekki annt um ímynd sína. Haltu uppfærslum tíðum og færðu gestum þínum ferskt og áhugavert efni svo að þeir heimsæki vefsvæðið aftur og aftur.

Langar þig að sjá hvernig þú getur nýtt þér samfélagsmiðla með sem bestum hætti? Skoðaðu 5 ráð til að láta samfélagsmiðla nýtast þínu fyrirtæki.

 

Tengdir hlekkir:

WordPress

Drupal

Joomla

5 ráð til að láta samfélagsmiðla nýtast þínu fyrirtæki

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Hjálp og aðstoð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.