Það eru mörg tækifæri í ferðaþjónustu um allt ESB, frá strand- og fjallaákvörðunarstöðum til vinsælla borga. Geirinn styður 25 milljónir starfa beint og óbeint í Evrópu. Stærstur hluti ungmenna, farandverkamanna, hlutastarfsmanna og kvenna starfar í þessum geira, eins og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsinsog Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) bendir á. Ferðaþjónustan, sem krefst mismikillar kunnáttu, býður slíku starfsfólki upp á hraðan aðgang og/eða endurinnkomu á vinnumarkaðinn.
Samkvæmt nýjustu gögnum frá Alþjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO), stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á eflingu ábyrgrar og sjálfbærar ferðaþjónustu sem er aðgengileg öllum, varð 8% aukning í komum alþjóðlegra ferðamanna til Evrópu (bæði aðildarríkjanna 28 og áfangastaða utan ESB) fram til lok ágúst 2017, frá árinu á undan. European Union Short-Term Tourism Trends komst einnig að þeirri niðurstöðu að fyrir áfangastaði innan ESB var vöxturinn hraðastur í Suður-Evrópu, en þar varð 12% hækkun á komu alþjóðlegra ferðamanna á sama tímabili.
Samkvæmt skýrslunni var vöxtur í komu alþjóðlegra ferðamanna til Króatíu, Kýpur, Möltu og Slóveníu í tveggja stafa tölu (fram til loka ágúst frá fyrra ári). Í Grikklandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni var einnig mikill vöxtur. Þessi lönd voru í kastljósinu í febrúar 2017 á Evrópskum starfadegi. Seize the Summer with EURES 2017 koma atvinnuleitendum frá öllum aðildarríkjunum og EEA-löndum í samband við atvinnuveitendur frá Suður-Evrópu sem leita að starfsfólki með ýmiskonar tungumálakunnáttu og mismunandi bakgrunn. Netviðburðurinn einbeitti sér eingöngu að ferðaþjónustu, hótel- og veitingastarfsfólki sem staðsett var í Króatíu, Kýpur, Grikklandi, Ítalíu, Möltu, Portúgal, Slóveníu og Spáni. Skoðaðu Starfadagur á netinu sendir franskan leiðsögumann til portúgalskrar eyju til að sjá hvernig atburðurinn hjálpaði portúgölsku ferðafyrirtæki, TuriAzores, og frönskum atvinnuleitanda, Laura Combrié.
Bjartar framtíðarhorfur fyrir störf í ferðaþjónustu allt árið
Þó nokkur lönd um alla Suður-Evrópu, þar með talin Grikkland og Spánn eru í æ meira mæli að beina sjónum sínum að nýjum svæðum til að umbreyta hinni venjulegu „sólarstranda“ ferðavöru í margskonar vörur sem kjarnast um ýmis þemu.
Þau eru meðal annars:
- Borgarferðir;
- menningarferðir;
- lækningaferðir;
- hreystiferðir;
- rómantískar ferðir;
- ævintýra- eða lúxusferðir;
- ráðstefnur, fundir og viðburðaferðir.
Þökk sé slíkri framtakssemi, eru atvinnuhorfur bjartar í ferðaþjónustu, sérstaklega fyrir þá sem leita að heilsársstörfum.
Atvinnuleitendur finna einnig tækifæri á veturna á stöðum eins og Lapplandi í Finnlandi. Svæðið var í forgrunni hjá EURES á starfadegi á netinu í september 2017. Annar valkostur gæti verið Ísland, sem sá verulegan vöxt í komu alþjóðlegra ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 (frá fyrra ári), samkvæmt ársfjórðungslegri skýrslu sem gerð er fyrir European Travel Commission (ETC) af Tourism Economics ( Oxford Economics Company). European Tourism in 2017: Trends & Prospects (Q3/2017) sýndi að Ísland er sá ákvörðunarstaður sem er í mestum vexti hjá ferðamönnum frá Bandaríkjunum og var einnig vinsæll á meðal ítalskra ferðlanga.
Komur fólks að utan gæti þýtt fleiri tækifæri fyrir Evrópubúa með tungumálakunnáttu
Þekking á erlendum tungumálum – auk ensku – gæti verið gagnleg fyrir starfaleit þína í ferðaþjónustu-/gestrisnigeiranum. Evrópa er alltaf að verða vinsælli á meðal kínverskra og indverskra gesta. Samkvæmt ETC-skýrslunni, hefur einnig orðið fjölgun aftur í komum rússneskra ferðamanna. Sama skýrsla sýnir einnig að ferðir frá Kína héldu áfram að auka komur gesta til allra evrópskra áfangastaða. „Ferðaþjónustueftirspurn frá þessum markaði [Kína] hefur notið liðsinnis uppörvandi hagrænna skilyrða og fordæmislausrar stækkunar miðstéttarinnar,“ segir í skýrslunni. Einnig er bent á að Serbía var í efsta sæti yfir fjölgun koma ferðamanna frá Kína bæði í komum og fjölda gistinátta.
Eftirspurn eftir Evrópuferðum frá Indlandi var líka mikil, með áætlaðri 14% aukningu í komum ferðamanna frá landinu. Fyrir Indverska ferðamenn var Króatía vinsælasti áfangastaðurinn með tilliti til koma (byggt á gögnum fram til september 2017). „Með tímanum verður landið [Indland] sífellt mikilvægara sem markaður fyrir evrópska áfangastaði,“ segir í skýrslunni.
Framkvæmdastjórnin sem sér vaxandi mikilvægi Kína fyrir ferðaþjónustuna í Evrópu, mun skipuleggja ESB-Kína ferðaþjónustuár (ECTY) 2018, ásamt Ferðamálaráði Kína (CNTY).
Til að finna starf í ferðaþjónustu/gestrisni geturðu notað EURES til að:
- Uppgötva lærlingsstöður og starfsnám (sjá Starfsþjálfun, starfsnám, námssamningar – hvað hentar þér?);
- Búðu til kunnáttupassa
- taktu þátt í starfatorgum á netinu og á staðnum;
- Hittu fólk og spjallaðu við EURES-starfsfólk á netinu til að fá aðstoð við starfsferilinn.
Tengdir hlekkir:
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO).
European Union Short-Term Tourism Trends
Seize the Summer with EURES 2017
Starfadagur á netinu sendir franskan leiðsögumann til portúgalskrar eyju
European Tourism in 2017: Trends & Prospects (Q3/2017)
Starfsþjálfun, starfsnám, námssamningar – hvað hentar þér?
Nánari upplýsingar:
FinnduEURESstarfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 26 Júlí 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ytri hagsmunaaðilar
- Ábendingar og ráð
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles