Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Janúar 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Fjöldi atvinnutækifæra á fyrsta siglingartengda evrópska atvinnudeginum í Feneyjum

Skipaferðir, siglingar, vöruferlisstjórnun, olíu- og gasiðnaður – þetta eru aðeins nokkur svið sem voru að leita að starfsfólki á fyrsta siglingartengda evrópska atvinnudeginum (á netinu) (e. European (Online) Job Day, E(O)JD), sem haldinn var í Feneyjum og á netinu þann 9. nóvember.

Range of positions open at Venice’s first maritime European Job Day
Roberta Scarpa

Einn af skipuleggjendum dagsins, Roberta Scarpa sem starfar í Feneyjum segir að "Í kringum 700 manns komu á athöfnina í heild sinni, sem er hluti af atburð sem nefnist Fuori di Banco. Við höfðum standandi boð í anddyrinu. Við héldum starfsdag á netinu á sama tíma, svo að fólk alls staðar frá Evrópu gæti tekið þátt. Það voru um 250 atvinnuleitendur sem skráðu sig á netinu."

Bæði tilvonandi vinnuveitendur sem og  atvinnuleitendur fengu tækifæri til að hitta ráðgjafa og fræðast um búsetu- og atvinnuskilyrði í þeim löndum sem eru að leita eftir starfsfólki.

Teqwork er fyrirtæki sem var á staðnum til þess að auglýsa eftir starfsfólki, en þeir segja að evrópski atvinnudagurinn E(O)JD sé kjörið tækifæri til að hitta atvinnuleitendur í eigin persónu. "Við erum sannfærð um að það þurfi meira en bara samfélagsmiðla til að finna rétta starfsfólkið."

"Við reynum að heimsækja lönd í Evrópu við sem flest tækifæri, til þess að hitta atvinnuleitendur, og förum í fyrirtæki og skóla til að kynna starfsemina okkar. Atburður eins og evrópski atvinnudagurinn (á netinu) er kjörinn vettvangur til þess."

Roberta er ánægð að geta veitt þeim tækifæri til að hitta áhugaverða umsækjendur. "Það er afar gefandi að taka þátt í því að hjálpa atvinnuleitendum að tengjast vinnuveitendum og fá þannig tækifæri að breyta lífi sínu," segir hún.

Ef þú hefur áhuga að taka þátt í E(O)JD atvinnudegi, hvort sem að er sem atvinnuleitandi eða vinnuveitandi geturðu fengið upplýsingar á vettvanginum. Hér eru birtar upplýsingar um alla atburði á næstunni. Ef þú ert rétt að byrja, ert á milli starfa eða ert einfaldlega að leita eftir nýrri áskorun, er um að gera að taka þátt.

Að öðrum kosti, ef þú ert vinnuveitandi, eru lausar stöður þínar auglýstar fyrir miklum fjölda atvinnuleitenda og þú getur skoðað fjölda starfsferilsskráa til að sjá hvort rétti umsækjandinn sé í hópnum. Þú getur meira að segja valið tilvonandi umsækjendur til að koma í viðtal.

Þar sem fjöldi starfsdaga er nú haldinn á netinu geturðu tekið þátt án þess að þurfa að ferðast á staðinn – fylgdu leiðbeiningunum og sendu inn starfsferilsskrána þína og ef vinnuveitandi hefur áhuga er hægt að koma á atvinnuviðtali á netinu. Þú færð einnig upplýsingar um lífið í því landi sem þú hefur áhuga að starfa.

Atvinnudagarnir eru haldnir í 28 löndum Evrópusambandsins ásamt Noregi, Sviss, Íslandi og Liechtenstein, og vinnuvetendur geta fengið ókeypis aðgang að starfsferilsskrám. Svo það er um að gera að kanna komandi atburði og sjá hvaða tækifæri séu til staðar fyrir þig.

 

Tengdir hlekkir:

E(O)JD í Feneyjum Móttökumyndband

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Atvinnudagar/viðburðir
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.