Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 18 Maí 2020
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 4 mín. lestur

Ókeypis tól fyrir tungumálanám til að auka hæfni þína heiman frá þér

Það er ómetanlegt að geta talað erlent tungumál. Það eykur hæfni þína á vinnumarkaði og er gagnlegt og oft lífsnauðsynlegt við búsetu og störf erlendis. Margir rannsakendur telja einnig að það sé gott fyrir heilann að læra nýtt tungumál.

Free language learning tools to help you upskill from home
Shutterstock

Ef þú verð meiri tíma heima fyrir af völdum yfirstandandi COVID-19 aðstæðna getur verið að þú sért að velta fyrir þér skemmtilegum áhugamálum og tækifærum til að bæta hæfni þína. Ef svo er getur verið að þú viljir nota tækifærið til að læra nýtt tungumál eða fríska upp á núverandi kunnáttu.

Þó að þetta sé ekki besti tíminn til að skrá þig á námskeið í skólastofu eru fjölmörg ókeypis nettól í boði sem koma þér af stað í námi. Í þessari grein höfum við tekið saman lista yfir nokkur eftirlætin okkar.

Duolingo:

Það er líklegt að þú hafir heyrt um Duolingo nema þú hafir aldrei lært tungumál áður en síðan hefur yfir 300 milljón skráða notendur. Námskeiðin eru í boði á 23 tungumálum og er þeim skipt upp í fjölbreytt efni, allt frá matvælum yfir í viðskipti.

Duolingo leggur ekki eins mikla áherslu á málfræði og önnur tól en stutt verkefni með teiknimyndum og leikir til að skora stig, munu hjálpa þér að læra gagnlegan orðaforða og frasa með hraði. Hún notar áætlað orðfimihlutfall til að fylgjast með framvindunni og lagar tækni síðunnar verkefnin að þínum þörfum. Best af öllu er hún algjörlega ókeypis í notkun.

Ráð: Ef þér líkar við Duolingo tekur Mindsnacks leikina enn lengra. Appið býður upp á fjölbreytta og skemmtilega leiki sem margir eru ókeypis.

Memrise:

Memrise leggur áherslu á raunsætt tungumálanám. Námskeiðin innihalda þúsundir myndskeiða þar sem notendum er hjálpað við að skilja raunsætt tungumál og raunverulega hreima af einstaklingum sem hafa viðkomandi tungumál að móðurmáli. Hún leggur áherslu á að sökkva þér í staðbundna menningu og láta þér líða eins og þú sért umkringd/ur fólki með viðkomandi tungumál að móðurmáli. Memrise býður upp á námskeið á fjölbreyttum tungumálum í gegnum appið sitt þó að greidd áskrift veiti þér aðgengi að frekari námskeiðum og eiginleikum.

Busuu:

Busuu býður upp á úrval af ókeypis verkefnum og skemmtilegum spurningaleikjum þó að þú þurfir áskrift til að fá aðgang að eiginleikum eins og raunverulegum samræðum við einstaklinga á móðurmáli þeirra. Eins og Duolingo notar Busuu innbyggt orðfimihlutfall til að fylgjast með framvindu þinni og getur forritið boðið þér upp á sérsniðnar námsáætlanir og raddgreiningu til að hjálpa þér við að æfa þig í að tala og fá endurgjöf. Ef þú vilt læra önnur tungumál en Evrópumál getur verið að Busuu henti þér. Það býður aðeins upp á 12 tungumál en þar á meðal má finna arabísku, kínversku og japönsku.

Drops og Scripts:

Ef það er í forgangi hjá þér að læra nýjan orðaforða skaltu prófa Drops. Appið sameinar myndefni og hljóð til að hjálpa þér við að læra ný orð með hraði. Ókeypis útgáfan takmarkar þig við 5 námsmínútur á dag og þú þarft að finna aðra leið til að læra málfræði og setningafræði en þessar stuttu æfingar eru ákjósanlegar ef þú vilt stækka orðaforðann þinn með hraði. Scripts er svipað app sem leggur áherslu á að læra tungumál með nýtt stafróf eins og kýrillískt letur.

Tandem:

Ef þú hefur þegar smá tungumálakunnáttu og vilt æfa þig í að tala, af hverju reynir þú ekki að finna þér æfingarfélaga? Tandem er stærsta samfélag heimsins fyrir tungumálaskipti með milljónir meðlima. Hugmyndin er að taka höndum saman við einstakling sem hefur annað tungumál að móðurmáli svo þið getið æft ykkur og hjálpað hvort öðru við að læra tungumál ykkar. Ef þú ert fús til að greiða fyrir kennara bjóða Italki og Verbling upp á kennslu í gegnum netið en ókeypis Tandem félagi getur verið allt sem þú þarft.

 

Tengdir hlekkir:

Busuu

Drops

Duolingo

Mindsnacks

Italki

Memrise

Scripts

Tandem

Verbling

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.