Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 23 Maí 2019
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

Kostirnir við sjálfboðastarf

Sjálfboðavinna erlendis gæti hljómað óárennileg fyrir einhverjum en hún getur verið mjög gefandi upplifun sem opnar fyrir nýjum tækifærum. Hérna eru fimm helstu ástæðurnar fyrir því að þú ættir að prufa!

The benefits of volunteering
EURES

Leggðu þitt af mörkum

Sjálfboðavinna erlendis getur verið frábær leið til að láta gott af sér leiða á meðan þú styður málstað sem er þér mikilvægur. Ef þér er annt um náttúruna geturðu hreinsað strandir eða þjóðgarða í sjálfboðavinnu. Ef þú elskar dýr gætir þú gerst sjálfboðaliði á dýraverndunarmiðstöð. Eða ef þér finnst gaman að vinna með börnum geturðu sinnt sjálfboðavinnu í skóla eða félagsmiðstöð. Það eru óteljandi leiðir til að leggja þitt af mörkum á meðan þú ferðast. Passaðu bara að sinna heimavinnunni þinni áður en þú ferð til að tryggja að stuðningur þinn sé sjálfbær og hafi varanleg áhrif á samfélagið.

Auktu ráðningarhæfi þína

Þó það sé ef til vill ekki aðal ástæðan fyrir því að þú farir í sjálfboðavinnu erlendis, verður þessi reynsla frábær viðbót við ferilskránna þína. Hún sýnir að þú hikir ekki við að reyna nýja hluti og að þú hræðist ekki erfiða vinnu og skuldbindingu. Þátttaka í þýðingarmikilli sjálfboðavinnu erlendis gerir þig ekki aðeins eftirtektarverðari heldur getur það einnig verið frábært umræðuefni til að ræða við framtíðarvinnuveitendur í starfsviðtali.

Lærðu eitthvað nýtt

Það eru allar líkur á því að þú öðlist nýja kunnáttu við sjálfboðastörf erlendis. Þetta gæti verið eitthvað sérstakt eins og matreiðsla, kennsla, smíðar eða viðlagakunnátta, heldur einnig yfirfæranleg kunnátta sem þú þróar á meðan á dvöl þinni stendur, eins og geta til að leysa úr vandamálum, hópvinna og skilvirk samskipti. Sjálfboðavinna erlendis er einnig fullkomið tækifæri til að læra nýtt tungumál þar sem þú verður umkringd(ur) tungumálinu og munt líklega nota það alla daga.

Hittu nýtt fólk

Eins og við höfum þegar minnst á getur það verið ógnvekjandi að - sérstaklega einsömul(samall) - en það er mjög góð leið til að hitta nýtt fólk. Þú hittir allskonar áhugavert fólk frá öllum heimshornum. Ef þú vilt hitta fólk sem deilir áhugamálum þínum strax frá upphafi væri tilvalið að taka þátt í skipulögðum hópum sjálfboðaliða. Þú getur unnið með öðrum sjálfboðaliðum og deild ógleymanlegri reynslu, sem skapar oft raunverulegt tilfinningu fyrir samfélagi og varanlegan vinskap.

Sjáðu heiminn

Ef þú ert að hugsa um að ferðast af hverju bætirðu þá ekki sjálfboðavinnu inn í ferðaáætlunina? Það er ekki til betri leið til að uppgötva nýja menningu og upplifa öðru vísi líf. Einnig er það ótrúlega ódýrt. Þó að sjálfboðavinna sé ólaunuð bjóða sum samtök upp á gistingu eða máltíðir á lágu verði í skiptum fyrir vinnu þína. Þú gætir einnig haft möguleika á að fjármagna sjálfboðastarfið í gegnum styrk eða fjáröflun, sem gerir þér kleift að halda kostnaði í lágmarki ef þú ert með lítil fjárráð.

Eftir hverju ertu að bíða? Farðu strax að huga að því af hvernig þú getur tekið þátt í sjálfboðastarfi erlendis!

Grein gerð í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.