Fara yfir í aðalefni
Kennimerki
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 24 September 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 4 mín. lestur

Fyrsta EURES starfið þitt aðstoðar ungan ítala við að finna starf – og sjálfa sig – í Portúgal

Federica Passanante er frá Sikiley, þar sem enn ríkir – eins og víðast hvar í suður Ítalíu – mikið atvinnuleysi núna áratug eftir hnattrænu fjármálakreppuna.

Your first EURES job helps young Italian to find work – and herself – in Portugal
Federica Passanante

Að loknu námi í iðnhönnun við Háskólann í Palermó vann Federica Passanante við ýmis „óstöðug“ skammtímastörf og var í starfsþjálfun, en ekkert af þessu skilaði sér í langtíma starfsreynslu.

 „Ég fann hvergi stöðugt starf, en ég vildi einnig afla mér reynslu erlendis þar eð ég hafði ekki farið í gegnum Erasmus [skiptinema-áætlunina],” segir Federica. Hún hóf þá leit að starfstækifærum erlendis innan Evrópu.

Federica var þegar búin að skrá sig sem nemandi í EURES - gáttina þar hún minnist þess að hafa séð auglýsingu um Fyrsta EURES starfið þitt áætlunina (FEsþ) áætlunin. Eftir að hafa lokið námi, var hún að leita að starfi þegar hún frétti hjá vini að EURES var með mikið af samböndum við fyrirtæki í Portúgal og ákvað hún að beina leit sinni að því landi.

Federica sótti fljótt um starf sem var auglýst hjá hnattrænu útvistunarveitu - Sitel. Eins og á við um hnattræn fyrirtæki, þá þarf Sitel að vera með alþjóðlegt starfslið sem samanstendur af samsafni fólks sem er með mismunandi móðurmál.

Eftir að Federica sendi umsóknina, gekk ráðningarferlið mjög hratt fyrir sig. „Ég hringdi á tvo staði og var í tveimur Skype viðtölum hjá mannauðsfulltrúa og liðsstjóra Sitel  og að tveimur dögum liðnum var mér boðið starf“, rifjar hún upp.

Eftir að hafa þáð starfið, fékk Federica fjárstuðning frá FEsþ, sem og aukalegan stjórnsýslulegan stuðning frá aðalvinnumiðlun EURES og frá fulltrúa mannauðsdeildar Sitel. Fyrirtækið aðstoðaði hana einnig við að finna húsnæði þegar hún kom til Portúgal.

Federica var ánægð með starfið sem hún fékk gegnum FEsþ áætlunina. „Þetta var mjög góð upplifun“, segir hún. „Ég vann fyrir Sitel,, sem er útvistunarveitufyrirtæki, og starfaði ég á markaðs- og samskiptasviði þar sem ég bar ábyrgð á umsjón með viðskiptavinum leiðandi hnattræns smásala við að veita stuðning við bæði ítalska og evrópska seljendur“

Samhliða starfi sínu hjá Sitel, sýndi Federica einnig sköpunahæfileika sína þegar hún vann ljósmyndasamkeppni sem skipulögð var fyrir þátttakendur í FEsþ árið 2016. „Ég sá tilkynningu um ljósmyndasamkeppni í EURES - gáttinni sem nefnd var „FEsþ stundin mín“, þar sem mér gafst kostur á að deila með öðrum einni ljósmynd af reynslu minni í Portúgal”, segir Federica frá.

Ljósmynd Federica, „Lissabon uppgötvuð”, var tekin frá sjónarhól þar sem horft er yfir portúgölsku höfuðborgina og Tagus fljótið. Ljósmyndin sýnir þema sem snýst um uppgötvun, og umvefur þá hugmynd að FEsþ áætlunin gefur ekki einungis þátttakendum kost á að uppgötva nýtt land og nýja borg heldur hjálpar þeim einnig að kynnast sjálfum sér í leiðinni.

Sem sigurvegari í keppninni fékk Federica 500 evru úttektarseðil sem hún gat notað til greiðslu flugferða og sem nægði til að greiða flugfarið heim til Sikileyjar. „Eftir þetta þá tók ég einnig þátt í verðlaunaafhendingunni í Róm þar sem mér gafst kostur á að hitta Susana Pessoa frá EURES vinnumiðluninni í Portúgal, sem hafði hjálpað mér með alla stjórnsýlsuþættina meðan á valferli mínu stóð“ segir hún frá.

Fyrsta EURES starfið þitt kom Federica að góðum notum við að finna starf á þeim tíma þegar skortur var á störfum í heimalandi hennar. Henni gafst kostur á að dvelja lengur í Portúgal, þar á meðal með Sitel, en að lokum ákvað hún að snúa aftur til Ítalíu í ágúst 2017, þar sem reynsla sú sem hún hafði aflað sér erlendis kom að góðum notum við að finna viðeigandi stöðu.

Federica, sem nú er orðin 28 ára gömul, starfar á sviði hreyfanleika innan Evrópu – sem er málefni sem hún hefur brennandi áhuga á – og hún hefur mikinn áhuga á að mæla með þeirri reynslu sem hún hefur við aðra atvinnuleitendur.

„Tilgangur okkar (og minn) er að aðstoða alla við að öðlast reynslu eins og FEsþ og Erasmus+“ segir hún. „Sem Ítali sem kemur frá Sikiley þá myndi ég vera mjög ánægð með að fleira fólk vissi um þessa áætlun, [FEsþ] og gæti á kost á að taka þátt í áætluninni.“

En að því er varðar Federica sjálfa þá snýst áætlunin um meira en bara það að finna starf eins og hún orðaði svo vel í myndatextanum sem fylgdi verðlaunamyndini hennar:

„Þessi FYsþ reynsla gerir [það] mögulegt að uppgötva fagurt land, en sérstaklega sjálfa mig og hæfileika mína!”

Fyrsta EURES starfið þitt er áætlun Evrópusambandsins um hreyfanleika starfa. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlunum verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta Eures-starfið

„Lissabon uppgötvuð“

EURES-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@Eures

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.