Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 September 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Við vonum að þú finnir þína fullkomnu skrifstofuplöntu!

Fyrir mörg okkar hefur vinnan fært sig inn á heimilið, sem þýðir að við berum nú ábyrgð á að skipuleggja þægilegt vinnuumhverfi sem stuðlar að framleiðni. Hér gefum við góð ráð um hinar fullkomnu plöntur fyrir heimaskrifstofuna.

We’re rooting for you to find your perfect office plant!

Kaktusar

Kaktusar þurfa ekki mikið vatn, því þeir geyma mikið af því, og eru því hentugur kostur fyrir skrifborðið sem ekki þarf að hugsa mikið um. Þeir geta meira að segja dáið af því að fá of mikið vatn, svo ef þú átt það til að vökva of mikið gætu annir vinnudagsins haldið lífi í kaktusnum. Þessum oddhvössu vinum okkar líður best í beinu sólarljósi og björtu rými. Hins vegar geta nálar þeirra meitt gæludýr eða börn og flestir eru þeir eitraðir köttum. Ef þetta eru áhyggjuefni fyrir þig skaltu íhuga að velja fiskibeins- eða jólakaktus, sem eru öruggir fyrir gæludýr.

Friðarlilja

Friðarliljur, með stórum blöðum og hvítum blómum sínum, eiga auðvelt með að aðlagast umhverfi og lítið þarf að hugsa um þau. Þær eru því afar vinsælar heimilisplöntur. Þær eru einnig góðar í að tjá sig því blöð þeirra byrja að drjúpa þegar þær þurfa vatn. Vökvaðu plöntuna þegar hún lítur út fyrir að vera leið og þá reisir hún sig við og blæs lífi inn í vinnuumhverfið. Þessi planta er einnig mjög góð í að hreinsa loftið og er því fullkomin til að halda vinnusvæðinu hreinu, fersku og róandi. Gæludýraeigendur skulu þó hafa varann á: plantan er eitruð hundum og köttum og er því ef til vill ekki jafn friðsæl og hún virðist vera.

Flugmannalilja

Flugmannalilja er lítill lagþyrnir sem á uppruna sinn í Suður-Afríku en hún er fullkomin fyrir skrifborðið. Ekki þarf að hugsa mikið um flugmannaliljur (þær þarf sjaldan að vökva) og þær vaxa hægt, svo þær munu ekki taka yfir skrifstofuna á meðan þú ert í fríi. Þessi röndótta planta er ekki eitruð köttum, en er þó oddhvöss, svo þú skalt hafa auga með litlu vinum þínum ef þeir klifra upp á skrifborðið til að trufla fjarfundi!

Rifblaðka

Rifblöðkur fjarlægja eiturefni úr loftinu og skapa andrúmsloft sem gott er að vinna í. Stundum þarf að kvista þær en rifblöðkum líður vel í lítilli birtu. Þegar þær eru settar í bjart sólarljós geta þær orðið stórar með hjartalaga blöðum með sérstökum „holum“ og þess vegna eru þær stundum kallaðar svissneski ostur plöntuheimsins. Rifblöðkur geta orðið mjög stórar á stuttum tíma svo þú skalt kvista plöntuna ef þú vilt ekki að hún taki yfir skrifstofurýmið. Plantan er eitruð hundum og köttum svo þú skalt íhuga að geyma hana á stað sem gæludýr ná ekki til,

Veðhlaupari

Veðhlauparinn er frábær skrifstofuplanta þar sem hún lifir af þurrka og stendur sig vel í að fjarlægja skaðleg mengunarefni á borð við kolsýring úr andrúmsloftinu. Veðhlauparinn hefur einkennandi útlit, með oddhvössum blöðum sem líkjast könguló, og sæmir sér vel í bakgrunni fjarfunda án þess að taka athyglina frá þér (ólíkt rifblöðkunni, sem á það til að stela senunni vegna stærðar sinnar!).

Alóa vera

Alóa vera, rétt eins og kaktusinn, lifir góðu lífi þótt þú gleymir að vökva, sem gerir þessa plötu að góðum kosti fyrir upptekið (eða gleymið) starfsfólk sem hefur ekki tíma til að hugsa um plöntu. Þrátt fyrir að hún sé falleg er hún því miður eitruð hundum og köttum, svo þú skalt halda gæludýrum fjarri henni til að forðast ferðir til dýralæknisins.

 

Ef þú vilt meiri hjálp um hvernig þú kemur þér upp frábærri heimaskrifstofu skaltu lesa greinina „Svona gerir þú heimaskrifstofuna þína grænni“.

 

Tengdir hlekkir:

Svona gerir þú heimaskrifstofuna þína grænni

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.