Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 9 Desember 2022
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Svona getur starfsnám orðið upphafið að starfsferlinum þínum

Hefur þú nýlokið námi og átt í erfiðleikum með að koma þér út á vinnumarkaðinn? Við hjá EURES trúum því að besta leiðin til þess sé að fara í starfsnám til útlanda. Lestu áfram til að fræðast um hvernig slíkt getur verið upphafið að starfsferlinum þínum.

How a traineeship abroad can help kick-start your career

Prófaðu starfsferil sem þú hefur áhuga á

Við vitum ekki öll við hvað við viljum starfa að námi loknu. Hvort sem þú ert enn að velta fyrir þér við hvað þú viljir starfa eða ef námið þitt var mjög almenns eðlis getur starfsnám erlendis verið frábært tækifæri til að prófa hvort tiltekinn starfsferill henti þér. Í framandi landi og utan þægindarammans getur þú einbeitt þér betur að vinnunni. Þannig færðu betri hugmynd um hvort þú viljir halda áfram á sömu braut eða ekki.

Þegar þú veltir fyrir þér starfsnámi erlendis ættir þú að hugsa um færni þína, bakgrunn og við hvað þér finnist gaman að starfa við. Gleymdu ekki að EURES ráðgjafarnir okkar eru til staðar til að hjálpa þér við allar spurningar, sem kunna að brenna á þér, um starfsnám erlendis. Þeir geta veitt þér ráð um hvernig þú getir fundið starfsnám, hjálpað við umsóknina og starfsviðtal og hugsanlega styrki (ef í boði).

Aflaðu þér nýrrar færni

Eitt það besta við starfsnám erlendis er að þú lærir fjölmargt sem býr þig undir vinnumarkaðinn. Ekki bara færðu tækifæri til að læra hluti sem tengjast vinnu þinni heldur einnig almenna færni, sem nýtist þér í starfi, eins og forgangsröðun verka, tímastjórnun og framkomu í starfi. Ef þú ert í landi þar sem þú þarft að tala erlent tungumál færðu líka tækifæri til að bæta tungumálakunnáttu þína. Að síðustu ættir þú ekki að gleyma að nefna tiltekin verkfæri eða forrit, sem þú lærðir að nota í starfsnáminu, þegar þú uppfærir ferilskrána þína.

Stækkaðu heimssýnina

Ekkert víkkar sjóndeildarhringinn meira en meðallöng eða langvarandi dvöl erlendis. Starfsnám í öðru landi kennir þér fjölmarga aðra hluti en bara starfstengda. Dvöl í öðru landi eflir sjálfstæði þitt og sjálfstrú. Slík reynsla getur eflt sjáfstraust þitt og útsjónarsemi. Samtal við fólk með annan bakgrunn eflir einnig samskiptahæfni þína. Sjálfstæði, útsjónarsemi, frumkvæði, menningarvitund og samskipti – þetta er allt færni sem gera þig ekki bara að betri einstaklingi heldur einnig betri starfsmanni.

Efldu ráðningarhæfi þitt

Með starfsnámi erlendis ertu þegar skrefi á undan jafningjum þínum. Starfsnám veitir þér ekki bara viðeigandi fagreynslu og hafsjó af gagnlegri færni heldur sýnir sú staðreynd að það fór fram í öðru landi að þú búir yfir sérstakri elju og þrautseigju. Það eru allt þættir sem hjálpa ferilskránni þinni að bera af öðrum umsækjendum þegar þú sækir um fyrsta starfið.

Stækkaðu faglega tengslanetið þitt

Starfsnámið mun líklega kynna þig fyrir öðrum á sama starfssviði. Ekki missa af slíku tækifæri til að kynna þig og koma vel fyrir og segja þeim frá framtíðaráætlunum þínum í starfi. Þú veist aldrei hvar þú finnur draumastarfið. Vertu líka viss um að tengjast þeim á LinkedIn svo þið getið haldið sambandi eftir starfsnámið.

Kynntu þér mismunandi starfsnámstækifæri í boði fyrir ungt fólk í ESB.

Í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Spjallaðu á netinu við EURES ráðgjafa

Evrópuár ungmenna: Starfsþjálfun

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Hjálp og aðstoð
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.