Leitaðu að vinnu með sveigjanlegum vinnutíma
Í ákjósanlegum heimi myndir þú finna þér starf/starfsnám sem tengist námi þínu. Þannig vinnur þú þér ekki bara inn aukapening heldur öðlast viðeigandi starfsreynslu. En það er auðveldara sagt en gert. Þegar allt kemur til alls er sveigjanleiki eitt það mikilvægasta þegar þú stundar vinnu með námi. Leitaðu að vinnuveitendum sem bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma eða hlutastarf. Menntun þín ætti að vera í algjörum forgangi svo vinnutíminn ætti að laga sig að námi þínu en ekki öfugt. Einnig má ekki gleyma því að skoða hvort það séu einhver laus störf hjá skólanum eða háskólanum þínum. Það myndi draga verulega úr ferðatíma á milli vinnu og skólans.
Veltu fyrir þér að skrá þig í nám á netinu eða hlutanám
Á undanförnum árum hefur nám á netinu og hlutanám öðlast vinsældir. Fjarnám/stafræn menntun veitir þér mikinn sveigjanleika svo þú getir stundað nám með vinnu.
Vertu hreinskilin/n við vinnuveitanda þinn
Það er mikilvægt að þú sért hreinskilin/n um aðstæður þínar frá fyrsta degi. Ekki fela þá staðreynd að þú ert námsmaður. Þú þarft að finna vinnuveitanda sem er opinn fyrir því að ráða námsfólk og hefur skilning á aðstæðum þess. Það mun gera þér lífið mun auðveldara ef þú þarft að skipta á milli vakta eða taka þér frí frá vinnu vegna námsins.
Taktu þér frí fyrir próf
Þú ættir að fylgja ráðinu að ofan og tryggja að þú takir þér alltaf frí til að undirbúa þig fyrir próf. Vinnan ætti að styðja við námið en ekki trufla það.
Skráðu allt reglulega í dagatalið þitt
Þegar þú stundar vinnu með námi getur verið auðvelt að gleyma mikilvægum tímafrestum. Gakktu úr skugga um að skrá öll komandi verkefni, próf og tímafresti í dagatalið þitt svo þú gleymir engu.
Settu þér stranga áætlun
Þú átt eftir að komast að því að það er mun auðveldara að koma sér í náms- og vinnurútínu ef þú býrð til áætlun og tekur frá tíma fyrir námið og vinnuna. Það mun hjálpa þér að standa þig í prófunum.
Ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig
Vinna með námi er þegar nógu erfitt svo þú ættir ekki að gera óraunhæfar kröfur til þín. Þú ættir að sættast á þá staðreynd að sama hversu mikið þú reynir færðu kannski ekki alltaf hæstu einkunnir í bekknum og það getur verið að þú sért annars hugar í vinnunni. Þú ert að gera eitthvað sem krefst hugrekkis, vertu góð/ur við sjálfa/n þig.
Taktu þér tíma til að slaka á
Ekki gleyma að það er meira í lífinu en bara að nám og vinna. Sama hversu upptekin/n þú ert ættir þú alltaf að taka frá tíma fyrir hvíld. Hvíld er alveg jafnmikilvæg því hún hefur bein áhrif á frammistöðu þína í vinnunni og skólanum.
Stuttir tímafrestir eru algeng vandamál á vinnustöðum. Hér eru bestu leiðirnar til að stjórna tímafrestum, bæði stuttum og löngum og draga úr streituvöldum í vinnunni.
Tengdir hlekkir:
Áttu í erfiðleikum með að skila af þér á réttum tíma? Lærðu hvernig þú ferð að því að fara aldrei aftur yfir tímafresti
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 29 Mars 2023
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Nám
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles