Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring26 Júlí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Ertu 35 eða eldri? Atvinnulaus? Styrktu starfsferilinn þinn með stuðning frá Reactivate

Að starfa erlendis er ekki bara fyrir millibilsár og nýútskrifaða nemendur. Atvinnuhreyfanleikaáætlunin "Reactivate" sem ESB stendur fyrir, hefur það að markmiði að styðja við eldri atvinnuþátttakendur sem vilja stækka sjóndeildarhringinn sinn.

Are you 35 or older? Unemployed? Give your career a boost with support from Reactivate
EURES

Reactivate er fyrir atvinnulaust starfsfólk sem og þá sem hafa leitað árangurslaut að starfi í langan tíma, en áætlunin er einnig opin fyrir fólk sem vill breyta um starfsvettvang í nýju landi, án tillits hvaða menntunarstig eða starfsreynslu það hefur.

Verkefnið er framlenging á Fyrsta EURES starfinu þínu áætluninni innan Evrópusambandsins fyrir flæði starfa, ætluð 18- til 35-ára gömlum starfmönnum og atvinnurekendum. Frekar en að einbeita sér  að ungu fólki, er Reactivate-áætlunin gerð fyrir starfsmenn 35 ára og eldri sem eru tilbúnir að flytjast til annarra landa innan Evrópusambandsins ef þeim býðst starf, starfsnám eða starfsþjálfun.

Verkefnið býður upp á sérsniðinn stuðning í gegnum allt ráðningar- og aðlögunarferlið, þar á meðal fjárhagslegan stuðning til að mæta kostnaði sem fylgir tungumálanámi, viðurkenningu á menntun sem og kostnaði við flutning, þar á meðal flutning fjölskyldumeðlima.

Reactivate hjálpar ekki bara einstaklingum heldur einnig atvinnurekendum, sérstklega frumkvöðlum sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þeir geta fengið aðstoð við að finna starfsmenn frá öðrum löndum til að fylla stöður sem erfitt hefur reynst að manna, og geta haft samband við Reactivate þjónustuna til að fá stuðning við að stýra atvinnutilboðum og finna rétta umsækjandann innan Evrópusambandins. Eins geta lítil og meðalstór fyrirtæki sóttu um fjárstuðning til þess að undirbúa inntökuáætlanir fyrir nýráðna starfsmenn.

Hefur þú áhuga? Til þess að finna út hvort fyrirtækið þitt eigi rétt á stuðningi frá atvinnuþjónustu Reactive, og eins til að fá upplýsingar um hvernig hægt sé að hafa samband við verkefnið, geturðu farið á eures.europa.eu og smellt á Reactivate tengilinn á hægri hliðinni á heimasíðunni.

Verkefnið er opið öllum atvinnuleitendum og vinnuveitendum í löndum Evrópusambandsins.  Það getur verið að bein þjónusta sé ekki tiltæk í öllum löndum Evrópusambandsins, en þjónustufulltrúar Reactivate geta aðstoðað atvinnuleitendur og vinnuveitendur frá hvaða Evrópusambandsríki sem er.

Með því að tengja atvinnuleitendur við vinnuveitendur - og öfugt - um allt Evrópusambandið, getur Reactivate aðstoðað þig við að finna atvinnutækifæri sem þú hefur verið að leita að, og eins hjálpað fyrirtæki þínu að verða samkeppnishæft innan Evrópusambandsins.

 

Tengdir hlekkir:

Reactivate

Fyrsta EURES-starfið þitt

Reactivate - Markviss hreyfanleikaáætlun (bæklingur)

Reactivate - Markviss hreyfanleikaáætlun (leiðarvísir)

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • Ábendingar og ráð
 • Nýliðunarstraumar
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.