Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 25 Mars 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

10 leiðir til að skara framúr á LinkedIn

Lykilþáttur við að búa til grípandi LinkedIn-prófíl er að auglýsa styrkleika þína og hugsa út í hvaða þætti þú leggur áherslu á. Hér eru 10 ráð sem hjálpa þér að skara framúr:

10 ways to stand out on LinkedIn
EURES
  1. Vertu með mynd á prófílnum. Prófílmyndin þín á LinkedIn ætti sýna þig í fagmanlegu ljósi. Vertu í hæfilega formlegum klæðnaði, sýndu aðeins höfuð og herðar og gleymdu ekki að brosa!
  2. Notaðu lýsandi fyrirsögn. Skiptu út sjálfgefnu fyrirsögninni (sem sýnir núverandi starfsheiti) fyrir meira lýsandi og hvetjandi fyrirsögn. Í staðinn fyrir „Markaðsstjóri“ skaltu t.d. skrifa „Sérfræðingur í markaðsmálum og samskiptum“.
  3. Breyttu slóðinni á prófílinn þinn. Gerðu prófílinn þinn trúverðuglegri með því að sérsníða vefslóðina á hann. Að sjálfgefnu er hún yfirleitt með tölum og bókstöfum en hægt er að breyta henni í t.d. linkedin.com/in/nafniðþitt. Þú getur gert þetta með því að smella á litlu myndina af þér á valmyndarstikunni efst á síðunnu og valið View profile > Edit public profile and URL.
  4. Skrifaðu stutta samantekt. Það næsta sem vinnuveitendur lesa er samantektin þín. Gakktu úr skugga um að hún innihaldi mikilvægustu upplýsingarnar sem þú vilt birta, t.d. sérþekkingu, helstu starfsreynslu og samskiptaupplýsingar.
  5. Leggðu áherslu á helstu hæfileika þína. Á LinkedIn geturðu skráð allt að 50 hæfileika. Kíktu á starfsauglýsingar sem þú hefur áhuga á og sjáðu hvaða hæfni er óskað eftir og gakktu úr skugga um að þú skráir þá á prófílinn þinn.
  6. Sýndu árangur þinn í starfi. Þegar þú skrifar lýsingu á þeim störfum sem þú hefur haft skaltu ekki bara skrá ábyrgðarsvið. Leggðu frekar áherslu á árangur í þeim störfum. Fékkstu t.d. stöðuhækkun? Skipulagðir þú árangursríkan viðburð?
  7. Myndaðu tengsl. Byrjaðu að byggja upp tengslanet með því að bæta við núverandi tengiliðum og samstarfsfólki. Stækkaðu það svo með því að finna fólk sem starfar í þínum geira. Þegar þú sendir tengslabeiðni skaltu bæta við persónulegum skilaboðum.
  8. Safnaðu meðmælum. Ef þú getur skaltu biðja um meðmæli frá stamstarfsfólki eða yfirmanni hjá þeim vinnustöðum sem þú hefur starfað á. Ef þú hefur bara unnið á einum eða tveimur stöðum skaltu biðja nokkra samstarfsmenn þína að skrifa meðmæli fyrir þig.
  9. Sýndu virkni í samfélagsnetinu þínu. Á LinkedIn geturðu gengið í hópa fyrir sérstaka atvinnugeira. Sýndi virkni í þessum hópum með því að senda inn efni, skrifa ummæli og miðla efni úr þeim. Hópar eru líka frábær leið til að tengjast fleiri aðilum og bæta þeim við tengslanetið þitt.
  10. Bættu við tenglum og öðru efni. Ef þú tókst þátt í að búa til kynningarherferð eða hefur skrifað eitthvað skaltu deila því á prófílnum þínu. Ef þú ert með vefsvæði eða sýnishorn af verkum þínum skaltu bæta tenglum í það, helst strax í fyrirsögninni eða samantektinni.

Ertu að leita að öðrum leiðum til að skara framúr og auka atvinnumöguleika þína? Kíktu á ábendingar okkar um hvernig þú skrifar frábært umsóknarbréf, fínpússar ferilskrána og klárar viðtalið með glæsibrag.

 

Tengdir hlekkir:

Stjórnborð atvinnuleitenda á Eures

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Samfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.