Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 18 Apríl 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 5 min read

Hvernig nýta skal LinkedIn lýsinguna til að höfða til vinnuveitenda

Ráðið er í a.m.k. 75% starfa gegnum persónuleg meðmæli, samfélagsmiðla og persónulegt tengslanet ráðningarstjóra og þess vegna skal ekki vanmeta áhrif vandaðrar LinkedIn lýsingar. Það fyrsta sem vinnuveitendur skoða áður en haft verður samband við þig, er lýsingin. Þess vegna eru hér nokkur ráð til að tryggja að þú notir þennan vettvang rétt:

Using your LinkedIn profile to successfully target employers
Shutterstock

Hafðu lýsinguna markvissa
Auk ferilskrár er LinkedIn lýsingin þín tækifæri til að koma vel fyrir í fyrsta sinn. Munurinn felst í að lýsinguna má sjá með því að smella á einn hnapp hvar sem er í heiminum, hvenær sem er! Hér kemur stuttur gátlisti til að tryggja að lýsingin hafi tilætluð áhrif:

  • Settu upp skýra fyrirsögn. Ráðningarstjórar þurfa að átta sig fljótt á sérgrein þinni til finna út hvort hún hentar fyrir lausar stöður hjá þeim.
  • Notaðu samantektarkassa til að sýna af hverju þú yrðir frábær starfsmaður. Ekki hafa samantektina of langa. Annars verður hún ekki lesin. Skrifaðu fáeinar setningar um starfsmarkmið og hvað þú hefur að bjóða fyrirtæki. Hafðu einnig með aðra efnisgrein þar sem fram kemur hvaða kunnáttu þú býrð yfir.
  • Láttu lýsinguna verða auðfundna. Ef lýsingin er „aðgengileg almenningi“ eða að minnsta kosta „hægt að leita að“ henni eykur það möguleika þína á að væntanlegir vinnuveitendur komi auga á þig.
  • Biddu fyrrverandi vinnuveitendur eða samstarfsfólk um skrifleg meðmæli. Persónuleg meðmæli hafa betri áhrif en einföld upptalning á hæfni og kunnáttu.
  • Teldu upp síðustu (eða núverandi) störf og lýstu ítarlega hlutverki þínu þar. Mundu að taka fram helstu afrek og hvaða kunnáttu eða reynslu þú aflaðir þér.
  • Tilgreindu öll fagleg samtök sem þú ert aðili að.
  • Láttu fylgja með helstu áhugamál og tómstundagaman sem lýsir best kunnáttu þinni og hæfni. Eitthvað af þessu gæti orðið lykilatriði sem sýnir ráðningarstjóra hvaða hlutverki þú gætir gegnt í fyrirtækinu.
  • Veldu ljósmynd tekna af fagmanni. Vertu besta útgáfan af þér. Sýndu þitt rétta andlit og gakktu úr skugga um að þú gefir rétta mynd af hvers konar persóna þú ert. Þú þarft að virðast vinsamleg/ur og jákvæð/ur, en fagleg/ur.
  • Forðastu stafsetningar- og málfræðivillur. Skrifa skal texta í textaforriti sem leiðréttir jafnóðum. Lesa skal vandlega allan texta áður en hann er birtur í lýsingunni um þig. Nota skal orðabók ef vafi leikur á stafsetningu.

Nú er komið að því að leita að starfi!

Búðu til skrá yfir fyrirtæki sem stefnt er á

Byrjaðu á öllum fyrirtækjum sem þú þekkir og telur að þér myndi líka að starfa hjá og þar sem hæfni og kunnátta þín gagnaðist. Taktu með fyrrverandi vinnuveitanda til að hafa samband við fyrrverandi starfsfélaga en það gæti stækkað tengslanetið.

Beittu LinkedIn fyrirtækjaleit til að finna önnur fyrirtæki á þínu sviði. Gott getur verið að byrja að leita með lykilorðum, og síðan geturðu raðað eftir staðsetningu og hvort þú átt einhverja tengiliði þar. Taktu með keppinauta eða samstarfsfyrirtæki fyrrverandi vinnuveitanda.

Sigtaðu út „tíu bestu“

Leitaðu á Google að bestu vinnuveitendunum á þínu sviði. Síðan skaltu leita að viðtölum við starfsmenn á síðum eins og Glassdoor. Vertu vakandi fyrir nýlegum fréttagreinum sem gætu gefið þér hugmynd um hvernig reksturinn gengur.

Kannaðu LinkedIn fyrirtækjasíður þessara fyrirtækja til að sjá hve margir starfa þar.

Skapaðu sambönd

Beittu LinkedIn leitarvélinni til að finna fólk sem starfar í hverju fyrirtæki fyrir sig. Þannig sérðu þá sem þú þekkir þá þegar, annað hvort gegnum bein sambönd og háskólasamfélagið eða gegnum séráhugahópa eða samræður.

Sendu bein skilaboð til allra sem tengjast þér og starfa þar. Segðu þeim að þú hafir áhuga á að starfa fyrir fyrirtækið og fáðu ráðleggingar um hvern skuli hafa samband við varðandi laus störf.

Leitaðu að ráðningarstjórum eða einhverjum í ábyrgðarstöðu í viðkomandi deild. Ef þú hefur beina tengiliði, er hægt að snúa sér beint til þeirra til að ná sambandi. Ef ekki, kemur LinkedIn með tillögur um fólk sem gæti kynnt þig. Ávallt skal láta fylgja kynningu til að sýna áhuga á fyrirtækinu. Láttu koma fram hvað þú hefur að bjóða fyrirtækinu og segðu að þú myndir fagna því að frétta af lausum störfum hjá því.

Hafðu uppi á fyrirtækjum eða fólki með áhugasvið sem fara saman við þín

Ertu að leita eftir breytingum? Ertu grafískur hönnuður með áhuga á að búa til frumlegar bókakápur? Hefurðu áhuga á íþróttum og langar þig að hasla þér völl við hönnun á íþróttafatnaði? Leitaðu að fyrirtækjum sem tengjast áhugasviði þínu og athugaðu hvaða stöðum fólk gegnir þar. Hafðu samband við annað starfsfólk með viðlíka áhugasvið. Það gæti komið þér í samband við önnur fyrirtæki og víkkað út atvinnuleitina.

Eftirfarandi fyrirtæki nálægt þínu áhugasviði verða þér hvatning til að leita áfram að starfi með virkum hætti. Mikilvægast er að muna: Ekki bíða eftir auglýsingunni — sýndu frumkvæði að því að vera laus þegar starf losnar þar. Hafðu samband við vinnuveitendur sem þú telur að séu þess virði að starfa fyrir. Með slíkum persónulegum áhuga getur það gert gæfumuninn á frábærri lýsingu þinni og að ná eftirsóttu starfi!

Viltu fá að vita meira um hvernig hægt sé að fá sem mest út úr þessum sveigjanlega samfélagsmiðli og ná athygli ráðningarstjóra? Kannaðu 10 bestu leiðir til að vera áberandi á LinkedIn.

 

Tengdir hlekkir:

EURES-síða LinkedIn

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu starfsfólk EURES

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.