Ef svo er málið getur þú nýtt þennan aukatíma í að læra nýja hluti. Massive open online courses (MOOC) er frábær staður til að læra nýja hluti og þroska sjálfa/n þig. Margir velja MOOCS til að læra meira um áhugamál sín, bæta færni sína eða öðlast nýja á sviðum allt frá rómanskri list og fornleifafræði yfir í grundvallaratriði í forritun.
Allir MOOC verkvangarnir bjóða upp á úrval af fjölbreyttum netnámskeiðum án endurgjalds sem eru á vegum mikils metinna menntastofnana eða sérfræðinga á viðkomandi sviði. Allt sem þú þarft til að taka þátt er tölva, nettenging og nokkrir lausir klukkutímar á viku.
Til að koma þér af stað höfum við tekið saman lista yfir 6 bestu, ókeypis MOOC verkvangana:
Coursera er hugsanlega vinsælasti MOOC verkvangurinn og býður upp á hundruð netnámskeiða hjá viðurkenndum menntastofnunum á margvíslegum tungumálum. Þetta er einn af langstærstu MOOC á markaðinum. Þó að mörg námskeiðin séu ókeypis eru einnig greidd námskeið í boði eða MOOC sem eru ókeypis en greiða þarf fyrir skírteini.
edX býður upp á yfir 2.500 netnámskeið í yfir 30 háskólagreinum - allt frá læknisfræði yfir í hönnun. Stofnunin var stofnuð árið 2012 af Harvard og Massachusetts Institute of Technology og vinnur með helstu stofnunum um allan heim.
FutureLearn býður upp á fjölbreytt ókeypis og greidd netnámskeið og stendur upp úr sem einn af verkvöngunum með mestan fjölda viðurkenndra háskólagráða í boði. FutureLearn var komið á fót af hinum mikils metna Open University og býr að yfir 40 ára reynslu háskólans á sviði fjarnáms og netmenntunar.
Það hefur aldrei verið auðveldara að læra hagnýta færni og þekkingu en með Udemy. Hvort sem þú sækist eftir stöðuhækkun, endurmenntun eða hefja eigin rekstur - mun Udemy hjálpa þér við að læra það sem þú þarft til að ná árangri.
Saylor notar viðurkennda kennara til að búa til ókeypis námskeið og gagnlegt og opið fræðsluefni á yfir 15 sviðum. Þegar þátttakendur hafa staðist lokapróf geta þeir hlaðið niður skírteini.
Á einhverjum tímapunkti höfum við öll óskað þess að hafa fylgst betur með í skólanum. Khan Academy býður þér upp á tækifæri til að fylla í námseyðurnar eða rifja upp þekkingu þína í vísindum, upplýsingatækni, hagfræði, tungumálum, stærðfræði og sögu.
Við vonum að þessi listi gagnist þér við að taka fyrstu skrefin í að finna rétta MOOC fyrir þig!
Fleiri ráð um hvernig þú getir notað tímann til að læra nýja færni má finna í hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu.
Tengdir hlekkir:
Hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 11 Maí 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles