Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Mars 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Nám, þjálfun eða vinna erlendis - hvað þarf ég að vita?

Eitt af því frábæra við að vera ríkisborgari í ESB er að þú hefur frelsi til að flytja til hvaða annars aðildarríkis sem er til að vinna eða læra Það er eftirsóknarverð tilhugsun og eitthvað sem þúsundir af ungu fólki nýtir sér á hverju ári til að víkka sjóndeildarhringinn. Með þetta í huga höfum við tekið saman okkar bestu ráð fyrir þig ef þú ert að hugsa um að taka stökkið og leita að tækifærum erlendis.

Studying, training or working abroad – what do I need to know?

Kynntu þér hlutina

Tungumál, menning, trúarbrögð, skoðanir - hvert land innan ESB er einstakt á sinn hátt, og gerir hlutina eftir sínu höfði. Smá rannsóknarvinna á Netinu getur hjálpað þér að öðlast skilning á venjum og siðum í því landi sem þig langar að fara til og undirbúið þig undir líf í öðru landi. Þjónusta EURES getur hjálpað þér að finna þitt fyrsta EURES starf erlendis, og á heimasíðu EURES er að finna hagnýt ráð varðandi það að búa og starfa í hverju þátttökulandi fyrir sig.  Erasmus+ áætlunin er einnig frábær leið til að fá upplýsingar um menntun, þjálfun, tækifæri í íþróttum og tækifæri fyrir ungt fólk í ESB.  Það verður alltaf eitthvað um mistök og skemmtilegan misskilning (og það er í lagi - enginn býst við því að að þú mætir sem sérfræðingur!), en ef þú kemur þér upp grunnþekkingu þá ætti það að gera þér kleift að aðlagast nýju umhverfi hratt og láta þér líða eins og þú eigir heima þar.

Lærðu tungumálið

Að læra tungumál í nýju landi kann að virðast erfitt verkefni - eða kannski ekki nauðsynlegt ef þú ætlar eingöngu að vera þar í stuttan tíma - en það getur einnig haft marga kosti í för með sér, sérstaklega ef þú vinnur náið með öðru fólki. Þú þarft ekki að vera altalandi, en að hafa góð tök á grunnatriðum mun auðvelda samskipti og getur skapað ný tækifæri, bæði félagsleg og í starfi.

Ekkert að óttast

Það er eðlilegt að taugaspenna geri vart við sig þegar þú byrjar í nýrri vinnu, iðnnámi eða námskeiði í framandi umhverfi í öðru landi. Þú ert ekki ein/einn! Ef þú ert í háskóla, þá verða líklega aðrir í þínu námskeiði í sömu sporum og þú auk þess sem aðstoð er í boði hjá háskólanum sjálfum. Að sama skapi, ef þú ert á vinnustað, þá getur verið að sumir samstarfsmenn þínir hafi áður verið í sömu stöðu og þú og geti deilt reynslu sinni.

Gerðu sem mest úr tækifærum þínum

Nýtt umhverfi þýðir ný tækifæri, nýttu þau! Lærðu af hæfileikaríka fólkinu sem er í kringum þig, spurðu ráða þegar þú þarft þess og leitaðu uppi tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir starfsferil þinn. Nýttu þér starfsráðgjöf  í háskólanum þínum eða þau tengsl sem eru til staðar á þínum vinnustað. Og aldrei gleyma að bæta við tengslanetið. Þú veist aldrei hvort einstaklingurinn sem þú byrjar að tala við í mötuneytinu gæti átt eftir að verða framtíðar vinnuveitandi.

Pakkaðu snyrtilega niður

Hugsaðu vandlega um hvert þú ert að fara og hvað þú þarft að taka með þér. Ef þú ert að flytja til Spánar, þá þarft þú líkast til ekki að taka uppáhalds ullarsokkana þína með þér. Að sama skapi, ef þú ert að flytja til Bretlands þá er góð hugmynd að taka regnhlíf með sér!

Hvaða heimaþæginda getur þú alls ekki verið án? Ekki treysta á að geta fengið þau í næstu kjörbúð - sumar vörur eru aðeins til í þínu heimalandi, vertu því viss um að taka þær með þér.

Vertu með fjármálin þín í lagi

Ef þú ert að fara erlendis í meira en nokkra mánuði, þá er líklega þess virði að stofna bankareikning í því landi sem þú ert á leið til svo þú eigir greiðan aðgang að fjármunum. Eða ef það er ekki möguleiki, þá er skynsamlegt að láta bankann þinn í þínu heimalandi vita að þú sért að flytja til útlanda þannig að þeir haldi ekki að einhver hafi stolið reikningsupplýsingunum þínum.

Og það sem er mikilvægast af öllu... skemmtu þér vel!

Já, þú ert í öðru ESB landi til að vinna, vera í þjálfun eða læra, en það þýðir ekki að þú getir ekki skemmt þér. Hvert land hefur sína einstöku staði til að skoða, sögu til að drekka í sig og menningu til að tileinka sér. Gefðu þér tíma til að innbyrða þetta allt og vertu viss um að þú komir heim aftur án þess að sjá eftir neinu.

Vonandi er þessi grein góður upphafspunktur fyrir ævintýri þín erlendis - það eina sem á eftir að gera núna er að óska þér góðs gengis!

 

Tengdir hlekkir:

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ábendingar og ráð
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.