Hér er stutt yfirlit yfir hvað nýi Europass-verkvangurinn getur gert fyrir þig.
Alstafrænn reikningur
Þú getur skráð þig á Europass og búið til reikning til að skrá færni þína, hæfni og starfsreynslu. Europass-reikningurinn þinn býr yfir persónulegu safni þar sem þú getur bætt við skrám (t.d. vottorðum, námsskírteinum og myndum) svo að allar upplýsingar þínar og skjöl séu á einum, öruggum stað. Þú getur deilt reikningnum þínum með vinnuveitendum, ráðningarstofum eða atvinnuþjónustu til að fá ráð og styðja þig á starfsferlinum. Europass-reikningurinn styður við 29 tungumál.
Sérsniðnar tillögur um störf
Þú færð sérsniðnar tillögur um störf (í gegnum EURES) út frá faglegum bakgrunni þínum, áhugasviði og færni. Það auðveldar atvinnuleitina og þú getur verið viss um að þú munir ekki missa af atvinnutækifærum sem henta þér.
Sérsniðnar tillögur um námskeið
Endalausir möguleikar eru á námi, þjálfun og nýjum tækifærum í Evrópu. Ef þú ert að velta fyrir þér að fríska upp á færni þína eða læra eitthvað nýtt getur Europass boðið þér upp á sérsniðnar tillögur um námskeið sem passa við upplýsingarnar á reikningnum þínum.
Auðgerð ferilskrá og umsóknarbréf
Með því að nota nýja netritilinn getur þú búið til ferilskrár og umsóknarbréf fyrir umsóknir um störf og námskeið. Ritillinn gerir þér kleift að nota Europass-reikninginn þinn til að velja hvaða upplýsingar þú viljir taka fram í ferilskránni. Þannig getur þú auðveldlega búið til sérsniðna ferilskrá út frá þeim störfum sem þú ert að sækja um. Þú getur einnig birt ferilskrána þína á EURES til að auka sýnileika þinn.
Upplýsingar og aðstoð
Á nýja Europass-verkvanginum getur þú einnig fengið upplýsingar um nám og störf í Evrópu, þar á meðal hlekki á innlenda þjónustu og greinar um nám, þjálfun, sjálfboðastörf, áætlanagerð fyrir starfsferilinn og vinnu erlendis.
Menntunar- og þjálfunarskilríki
Rafskilríki Europass bjóða upp að þú fáir og deilir stafrænum gráðum, námsskírteinum og vottorðum frá mennta- og þjálfunarstofnunum. Þessi eiginleiki getur stutt við tafarlausa viðurkenningu og skilning á öllum gerðum menntunar og útrýmt pappírsferlum. Tilraunir á honum fara fram í 18 löndum og vinnur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með Evrópusambandslöndum til að tryggja að hann verði í boði í öllu Evrópusambandinu.
Frekari upplýsingar um hvað sé nýtt á nýja Europass-verkvanginum.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 24 Júlí 2020
- Autoři
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
- Ytri EURES fréttir
- Ytri hagsmunaaðilar
- Ábendingar og ráð
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Nýliðunarstraumar
- Samfélagsmiðlar
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles