Það er mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir flutning til Íslands, til dæmis með því að kynna sér helstu vefsíður og miðla þar sem störf eru auglýst og fyrirtæki starfandi í þeim geira sem viðkomandi hyggst beina atvinnuleit að, vera með tilbúna ferilskrá og hafa öll tilskilin gögn tiltæk. Atvinnuleitendur ættu einnig að búa sig undir það að flestir íslenskir atvinnurekendur auglýsa laus störf á íslensku, nema ef starfið hefur verið skráð hjá EURES, þar sem ensk útgáfa auglýsingar er skilyrði.
Vefgátt EURES birtir auglýst störf frá Vinnumálastofnun og sérstaklega merkt EURES störf þar sem atvinnurekendur vilja ráða starfsfólk innan Evrópu. Vefgátt EURES veitir einnig upplýsingar um lífs- og starfsskilyrði á Íslandi og aðstæður á íslenskum vinnumarkaði.
Þú getur haft samband við EURES ráðgjafa á Íslandi með því að senda tölvupóst á netfangið: euresvmst [dot] is (eures[at]vmst[dot]is)
Ráðningarþjónustur:
Þú getur skráð þig þér að kostnaðarlausu hjá mismunandi ráðningarþjónustum á Íslandi. Listi yfir helstu ráðningarþjónustur og vefsíður þar sem finna má auglýst laus störf má finna á vef Vinnumálastofnunar: Other recruitment agencies | Directorate of Labour (vinnumalastofnun.is)
Atvinnuauglýsingar í dagblöðum:
Þú finnur atvinnuauglýsingar bæði í Morgunblaðinu (www.mbl.is) og í Fréttablaðinu (www.visir.is), tveimur megin dagblöðum á Íslandi. Þú getur einnig fundið atvinnuauglýsingar í smærri útgefnum fréttablöðum á landsbyggðinni.
Samfélagsmiðlar:
Þú getur fundið ýmis konar hópa/samfélög á samfélagsmiðlum, t.d á Facebook og LinkedIn. Þú getur notað ýmis leitarorð til að finna hópa, t.d.: starf, störf, vinna, atvinna, laus störf.
Atvinnuumsóknir:
Þegar þú hefur kynnt þér vinnumarkaðinn og fyrirtæki í þeim geira sem þú hefur áhuga á að starfa innan, þá getur þú haft beint samband við þau fyrirtæki og sent þeim atvinnumsókn og ferilskrá. Flest fyrirtæki á Íslandi auglýsa laus störf á sínum eigin vefsíðum og á samfélagsmiðlum.
Tengslanetið:
Segðu öllum sem þú þekkir að þú sért í atvinnuleit og láttu vita af þér. Það getur borið góðan árangur.
Á vef Vinnumálastofnunar má finna upplýsingar um helstu ráðningarvefi og vefsíður tengdar atvinnuleit þar sem þú getur skoðað atvinnuauglýsingar og leitað að starfi: Work | Directorate of Labour (vinnumalastofnun.is). Á vef Vinnumálastofnunar finnur þú gagnleg ráð varðandi atvinnuleit: Practical advice for your job search | Directorate of Labour (vinnumalastofnun.is).
Hlekkir:
Vinnumálastofnun: Frontpage | Directorate of Labour (vinnumalastofnun.is)
Alfreð: Laus störf | Alfreð (alfred.is)
Starfatorg: Stjórnarráðið | Starfatorg - laus störf hjá ríkinu (stjornarradid.is)
Störf.is: Störf.is - Öll atvinna og störf auglýst á einum stað (storf.is)
Fréttablaðið: Home - Job (frettabladid.is)
Morgunblaðið: Atvinna (mbl.is)
Fast ráðningar: Fastráðningar (fastradningar.is)
Geko, recruitment agency: Geko | STEAM
Hagvangur: https://www.hagvangur.is
HH ráðgjöf: Laus störf | www.hhr.is
Intellecta: Intellecta - Consulting - Recruitment- Research
Ráðum.is: Ráðum ráðningarstofa | ráðningar og ráðgjöf - RáðumRáðum - Atvinnustofa (radum.is)
Teqhire: TeqHire
Tvinna: Tvinna – Skapandi störf á Íslandi
Vinnvinn: vinnvinn – ráðningar og ráðgjöf
Veitingageirinn: Allar auglýsingar – Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans veitingageirinn.is)
Það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið í tengslum við atvinnuleit. Hnitmiðuð og upplýsandi ferilskrá ásamt kynningarbréfi skiptir höfuðmáli og við mælum með því að þú gefir þér tíma til að undirbúa gögnin þín vel áður en þú hefst handa við að sækja um störf. Á Íslandi er venjan að láta ferilskrá fylgja starfsumsókn.
Þú finnur gagnlegar leiðbeiningar varðandi atvinnuleit á netinu, meðal annars praktískar leiðbeiningar af vef Vinnumálastofnunar: Practical advice for your job search | Directorate of Labour (vinnumalastofnun.is).
Europass býður upp á ýmis ókeypis tól og upplýsingar varðandi atvinnuleit. Með Europass getur þú útbúið ferilskrá og kynningarbréf, og nýtt möguleika þeirra á að koma upplýsingum um færni þína betur á framfæri, til dæmis með stöðluðum lýsingum á hæfni.
Fyrirtæki bjóða í auknum mæli upp á rafræn umsóknareyðublöð á vefsíðum sínum sem gera atvinnuleitendum kleift að sækja um störf. Alla jafna geta umsækjendur bætt ferilskrá og kynningarbréfi við umsóknina.
Vertu viss um að þú fylgir leiðbeiningum sem gefnar eru upp um það hvernig á að sækja um starf og hvaða gögnum ber að skila með umsókn.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Europass | https://www.erasmusplus.is/menntun/stodverkefni/europass |
Skilgreining
Starfsnám á Íslandi er aðallega tengt námsbrautum þar sem starfsnámið er hluti af námi einstaklings. Það hefur í raun ekki skapast hefð fyrir annarskonar starfsnámi, til dæmis starfsnámi eftir að námi lýkur.
Hæfi
Fyrirtæki sem bjóða upp á starfsnám fyrir atvinnuleitendur gera það að eigin frumkvæði.
Framkvæmd
Það er engin umgjörð í kringum það. Ef fyrirtæki í einkageiranum borgar einstaklingur að minnsta kosti lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum eru þau ekki að brjóta neinar reglur.
Vinnuskilyrði og lífskjör
engar upplýsingar tiltækar
Hvar á að finna tækifæri
Einstaklingur í starfsnámi skal fá greidd laun að minnsta kosti í samræmi við ákvæði kjarasamninga um lágmarkslaun. Stéttarfélög á Íslandi veita upplýsingar um mismunandi kjarasamninga.
Fjármögnun og stuðningur
engar upplýsingar tiltækar
Hvar á að auglýsa tækifæri
Atvinnurekendur auglýsa laus störf með þeim hætti sem hentar þeim best. Starfsnemar skulu vera ráðnir samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga með laun sem eru að minnsta kosti jafnhá lágmarkslaunum. Stéttarfélög veita nánari upplýsingar um kjarasamninga: English - Alþýðusamband Íslands (asi.is).
Fjármögnun og stuðningur
engar upplýsingar tiltækar
Lagarammi
Umgjörðin utan um lærlingsstöður í verknámi í framhaldsskólum á Íslandi er góð. Hún byggir á lögum nr. 92/2008 frá 12. júní um framhaldsskóla (sjá 28. grein)
https://eng.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Thyding-log-um-framhaldsskola-juli-2016.pdf
Reglugerð nr. 840 frá 28. ágúst 2011 mælir fyrir um reglur sem byggja á 28. grein.
http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/menntamalaraduneyti/nr/18028
Lágmarksaldur umsækjenda er 16 ár.
Sérstakar reglugerðir gilda um menntun fagfólks í heilbrigðisþjónustu, t.d. varðandi klíníska þjálfun, sjá https://eng.velferdarraduneyti.is/legislation/regulations/health-professionals
Það er enginn almennur lagarammi utan um lærlingsstöður á háskólastigi.
Lýsing á áætlunum
Hefðbundið verknám sem lýkur með sveinsprófi tekur yfirleitt fjögur ár. Samblanda náms í skóla og á vinnustað (lærlingsstaða) er nokkuð ólík á milli starfsgeira. Fyrirtæki sem vill taka inn lærlinga þarf að sækja um sérstakt leyfi. Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd innan hvers atvinnugeira til að fara yfir umsóknirnar og veitir þeim fyrirtækjum leyfi sem uppfylla öll tilsett skilyrði. Skólarnir sem bjóða upp á verknám geta veitt einhverjar upplýsingar um framboð á lærlingsstöðum, en það veltur mikið á starfsgreinum og efnahagsástandi. Sérhver skóli hefur umsjón með lærlingssamningum nemenda sinna. Tækniskólinn í Reykjavík (http://en.tskoli.is) býður upp á mesta úrval verknáms á Íslandi.
Lærlingar geta þegið laun í samræmi við sérstakan taxta fyrir lærlinga samkvæmt almennum kjarasamningum, sjá http://www.samidn.is (Samband iðnfélaga).
Lærlingsstöður á háskólastigi byggja yfirleitt á tvíhliða samningum á milli háskóla eða deildar innan háskóla og fyrirtækis, stofnunar eða hvers kyns samtaka. Engar almennar reglur gilda um það og þar af leiðandi getur skipulag og lengd þeirra verið breytileg.
Hæfi
Ríkisborgarar EES-ríkja geta sótt um verknám á Íslandi að því gefnu að þeir uppfylli tilsett skilyrði, t.d. varðandi tungumálakunnáttu. Kennsla í flestum verknámsskólum fer fram á íslensku.
Ríkisborgarar innan EES sem eru í verknámi í öðru landi EES geta fengið lærlingstöðu innan íslensks fyrirtækis ef viðkomandi fyrirtæki uppfyllir kröfur skólans. Nokkur dæmi eru um slíka tvíhliða samninga á milli íslenskra vinnuveitenda og verknámsskóla í öðru landi innan EES.
Vinnuskilyrði og lífskjör
N/A.
Hvar á að finna tækifæri
IÐAN fræðslusetur, http://www.idan.is/english, veitir upplýsingar um fyrirtæki innan ólíkra starfsgreina sem hafa boðið upp á lærlingsstöður, mat og viðurkenningu á erlendri menntun.
Lærlingsstöður eru stundum auglýstar í atvinnuauglýsingum dagblaða og/eða á vefsíðum fyrir vinnumiðlanir, sjá https://vinnumalastofnun.is/en/job-search/other-recruitment-agencies.
Erasmus + í aðseturslandi umsækjanda.
Menntasjóður íslenskra námsmanna http://www.lin.is/lin/UmLIN/english.htm, ríkisborgarar innan EES gætu uppfyllt skilyrði til láns.
Fjármögnun og stuðningur
/
Hvar á að auglýsa tækifæri
Atvinnurekendur geta á vef Vinnumálastofnunar nálgast upplýsingar um helstu ráðningavefi og kynnt sér hvar þau vilja helst auglýsa lausar stöður.
Við bendum á mikilvægi þess að hafa samband við stéttarfélag og fá leiðbeiningar um gerð ráðningarsamnings.
Vinnustaðanámssjóður: Vinnustaðanámssjóður | Vinnustaðanámssjóður | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is), veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna lærlingsstaða og starfsnáms sem skilgreint er sem hluti af námi einstaklinga í framhaldsskóla.
Fjármögnun og stuðningur
Vinnustaðanámssjóðurinn, https://www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur, úthlutar styrkjum til fyrirtækja og stofnana fyrir starfsþjálfun og verknám sem er skilgreint sem hluti af verkmenntun í aðalnámskrá framhaldsskóla. Sjá https://eng.menntamalaraduneyti.is/media/frettir2014/Thyding-log-um-vinnustadanamssjod-mai-2015-Lokagerd-a-vef.pdf.
Frjálst flæði vara er einn af hornsteinum innri markaðar Evrópusambandsins.
Ein af meginreglum sáttmála Evrópusambandsins er að fjarlægja innlendar hindranir fyrir frjálsu flæði vara í Evrópusambandinu. Lönd Evrópusambandsins, sem áður aðhylltust hefðbundna verndarstefnu, hafa stöðugt verið að fjarlægja hindranir til að mynda „sameiginlegan“ innri markað. Þessi skuldbinding um að skapa evrópskt landamæralaust viðskiptasvæði hefur skapað meiri auð og fleiri störf og fest Evrópusambandið í sessi sem eina af helstu viðskiptablokkum heimsins ásamt Bandaríkjunum og Japan.
Þrátt fyrir fyrirheit Evrópu um að fjarlægja allar innlendar viðskiptahindranir hefur samræming ekki átt sér stað í öllum atvinnugeirum. Evrópusambandið ákvað að setja samevrópskar reglur fyrir atvinnugreinar sem skapa aukna áhættu fyrir borgara Evrópu – eins og lyf og byggingavörur. Mikill meirihluti vara (þar sem áhætta telst „lægri“) fellur undir hina svokölluðu meginreglu um gagnkvæma viðurkenningu en það þýðir að flæði og viðskipti með nánast allar vörur, sem eru löglega framleiddar eða markaðssettar í einu af aðildarríkjunum, er frjálst á innri markaði Evrópusambandsins.
Takmarkanir á frjálsu flæði vara
Sáttmálinn um Evrópusambandið veitir aðildarríkjunum rétt til að setja takmarkanir fyrir frjálsu flæði vara ef tilteknir almennir hagsmunir eru fyrir hendi, eins og umhverfisvernd, heilbrigði borgaranna eða allsherjarregla, til að eitthvað sé nefnt. Það þýðir, til dæmis, að ef innlend yfirvöld aðildarríkis telja að innflutningur á vöru skapi hugsanlega hættu fyrir lýðheilsu, almennt siðgæði eða allsherjarreglu geta þau synjað eða takmarkað aðgang að markaði sínum. Dæmi um slíkar vörur eru erfðabreytt matvæli eða tilteknir orkudrykki.
Þó að almennt séu engar takmarkanir fyrir vörukaupum í öðru aðildarríki, svo lengi sem þær eru til persónulegra nota, má finna nokkrar evrópskar takmarkanir fyrir tiltekna vöruflokka eins og áfengi og tóbak.
Frjálsir fjármagnsflutningar
Annað mikilvægt skilyrði fyrir virkni innri markaðarins eru frjálsir fjármagnsflutningar. Þeir eru eitt af fjórfrelsinu, sem tryggt er í löggjöf Evrópusambandsins, og mynda grunninn að samruna fjárhagsmarkaða í Evrópu. Evrópubúar geta nú stjórnað fjármunum sínum og tekið þátt í fjárfestingum í öllum löndum Evrópusambandsins.
Frelsi fjármagnsmarkaða hafði gríðarlega mikilvæga þýðingu fyrir efnahagslegan og gjaldmiðilstengdan samruna Evrópusambandsins. Það var fyrsta skrefið í átt að stofnun evrópska Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) og sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar.
Kostir
Meginreglan um frjálsa fjármagnsflutninga eykur ekki bara skilvirkni fjármálamarkaða í Sambandinu heldur hefur fjölmarga kosti í för með sér fyrir borgara Evrópusambandsins. Einstaklingar geta sinnt fjölbreyttum fjárhagslegum aðgerðum í Evrópusambandinu án meiriháttar takmarkana. Til dæmis geta einstaklingar án mikilla takmarkana
- auðveldlega opnað bankareikning,
- keypt hlutabréf
- fjárfest, eða
- keypt fasteignir
í öðru aðildarríki. Fyrirtæki Evrópusambandsins geta fjárfest í, átt og stjórnað öðrum fyrirtækjum í Evrópu.
Undantekningar
Tilteknar undantekningar eru á meginreglunni, bæði innan aðildarríkjanna og í tengslum við þriðju lönd. Þær tengjast aðallega skattlagningu, fjárhagslegu eftirliti, allsherjarreglu, peningaþvætti og efnahagslegum refsiaðgerðum sem samþykktar hafa verið samkvæmt sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis og öryggismálum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur áfram að því að auka frelsi á fjármálamarkaði með því að innleiða nýjar stefnur um fjárhagslegan samruna til að auðvelda borgurum og fyrirtækjum enn frekar að stjórna fjármunum sínum í Evrópusambandinu.
Mælt er með því að tryggja sér húsnæði áður en flutt er til Íslands, þó raunin sé að það er ekki alltaf hægt. Fyrstu dagana í nýju landi er hægt að panta gistingu á gistiheimili, farfuglaheimili, eða á Airbnb á meðan leitað er að húsnæði.
Leigumarkaðurinn er erfiður á Íslandi, eftirspurn mun meiri en framboð og leiguverð þ.a.l. hátt. Leiguverð er hæst í miðborg Reykjavíkur og nærumhverfi. Alla jafna er leiguverð lægra utan höfuðborgarsvæðis.
Húsnæði er hægt að leigja af einstaklingum, fyrirtækjum, leigufélögum og sveitarfélögum.
Leiguhúsnæði er yfirleitt auglýst á þar til gerðum vefsíðum og á vefsíðum helstu dagblaða, t.d. hjá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.
Á vefnum www.bland.is má einnig finna auglýsingar um laust leiguhúsnæði.
Það verður sífellt algengara að auglýsa leiguhúsnæði á samfélagsmiðlum, til dæmis í hópum/grúppum. Ef notuð eru leitarorð á borð við: leiga eða húsnæði má finna hópa og óska eftir því að gerast meðlimur.
Þjónusta leigumiðlana er einnig í boði fyrir einstaklinga í húsnæðisleit.
Hlekkir:
Eyðublað leigusamnings: www.stjornarradid.is/library/06-Eydublod/Husaleigusamningur_29012019_FORM.pdf
Morgunblaðið: Leigueignir - mbl.is
Fréttablaðið: Fasteignir.is (visir.is)
Bland: Bland.is - Nýjar og notaðar vörur, kauptu og seldu á Bland
Hostel á Íslandi: Hostelling International Iceland | Reservation for HI Hostels in Iceland.
Félagsstofnun stúdenta: Student Housing Reykjavik Iceland | Félagsstofnun stúdenta (studentagardar.is)
Félagsstofnun stúdenta, Akureyri: English | Félagsstofnun Stúdenta Akureyri (festaha.is)
Háskólinn í Reykjavík: Student housing | Reykjavik University (ru.is)
Búseti: Main information (buseti.is)
Leikskóli:
Fyrsta menntunarstig barna frá 1, 2 ára til 6 ára hefst í leikskóla sem ýmist eru reknir af sveitarfélögum eða einkaaðilum. Hægt er að sækja um leikskólapláss fyrir barn strax frá fæðingu, eða um leið og það hefur fengið kennitölu. Kostnaður við leikskólapláss er skipt milli foreldra og sveitarfélags og afsláttur jafnan veittur ef foreldrar eiga fleiri en eitt barn á sama leikskóla. Upplýsingar um leikskóla og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags.
Grunnskóli
Það er tíu ára skólaskylda á Íslandi frá 6 – 16 ára. Sveitarfélög reka flesta grunnskóla á Íslandi en einnig eru til nokkrir einkareknir grunnskólar. Upplýsingar um grunnskóla og skráningu er að finna á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags.
Menntamalaráðuneytið gefur út aðalnámskrá grunnskóla í samræmi við reglur Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Námskrár (stjornarradid.is).
Framhaldsskólar
Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu. Upplýsingar um skóla, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar má finna á vef Menntamálastofnunar: Directorate of Education | Menntamálastofnun (mms.is).
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Upplýsingar um framhaldsskóla | http://www.menntagatt.is |
Upplýsingar um háskóla | https://www.mcc.is/enska-haskolar |
Listi yfir sveitarfélög á Íslandi | https://www.samband.is/english |
Information on upper secondary schools: Directorate of Education | Menntamálastofnun (mms.is)
National Curriculum Guide for Compulsory Schools: Stjórnarráðið | Námskrár (stjornarradid.is)
Innleiðing meginreglunnar um frjálsa för fólks sem eins af hornsteinum Evrópusambandsins hefur leitt til fjölmargra hagnýtra reglna til að tryggja að borgarar geti ferðast auðveldlega og óhindrað til allra aðildarríkja Evrópusambandsins. Það er orðið mun auðveldara að ferðast þvert yfir Evrópusambandið á einkabílnum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett sameiginlegar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á ökuskírteinum, gildi bifreiðatrygginga og möguleikann á því að skrá bílinn þinn í dvalarlandi þínu.
Ökuskírteinið þitt í Evrópusambandinu
Evrópusambandið hefur kynnt til sögunnar samræmt skírteini og lágmarkskröfur til að fá bílpróf. Það ætti að hjálpa til við að halda hættulegum ökumönnum af vegum Evrópu - hvar svo sem þeir taka bílprófið.
Frá 19. janúar 2013 hafa öll ökuskírteini, sem gefin eru út af löndum í Evrópusambandinu, sama útlit og áferð. Skírteinin eru prentuð á plaststykki af sömu stærð og lögun og greiðslukort.
Settar hafa verið reglur um samræmdan gildistíma ökuskírteina og er hann á bilinu 10 til 15 ár fyrir mótorhjól og fólksbíla. Það gerir yfirvöldum kleift að uppfæra ökuskírteinið reglulega með nýjum öryggiseiginleikum svo erfiðara sé að falsa þau eða breyta þeim - svo óhæfir eða bannaðir ökumenn eigi erfiðara með að plata yfirvöld í heimalandi sínu eða annars staðar í Evrópusambandinu.
Nýja evrópska ökuskírteinið hjálpa einnig við að standa vörð um berskjalaða vegfarendur með því að veita stigvaxandi aðgang að mótorhjólum og öðrum aflknúnum ökutækjum á tveimur hjólum. Þetta „stigvaxandi aðgangskerfi“ þýðir að bílstjórar þurfa að öðlast reynslu á aflminni hjólum áður en þeir fá aðgang að aflmeiri vélum. Reiðhjól með hjálparvélum mynda einnig sérstakan flokk sem kallast AM.
Þú þarft að sækja um skírteini í landinu þar sem þú býrð venjulega eða reglulega. Að jafnaði er það landið þar sem þú býrð í að minnsta kosti 185 daga á hverju almanaksári vegna persónulegra eða vinnutengdra tengsla.
Ef þú hefur persónuleg/vinnutengd tengsl við 2 eða fleiri Evrópusambandslönd er aðsetur þitt yfirleitt þar sem þú hefur persónuleg tengsl, svo fremi sem farir þangað reglulega. Þú þarft ekki að uppfylla þetta síðasta skilyrði ef þú býrð í Evrópusambandslandi í tiltekinn tíma starfa þinna vegna.
Ef þú flytur til annars Evrópusambandslands til að fara í háskóla breytist vanalegt aðsetur þitt ekki. En þú getur sótt um öskuskírteini í gistiríkinu ef þú getur sýnt fram á að þú hafir verið þar við nám í að minnsta kosti 6 mánuði.
Bíllinn þinn skráður í gistiríkinu
Ef þú flytur varanlega til annars Evrópusambandslands og tekur bílinn þinn með þér ættir þú að skrá bílinn þinn þar og greiða skatta af honum í nýja landinu.
Það eru engar sameiginlegar Evrópusambandsreglur um skráningu ökutækja og tengda skatta. Sum lönd eru með reglur um skattaundanþágu fyrir skráningu ökutækja þegar flutt er varanlega með bíl frá einu landi til annars.
Til að eiga rétt á skattaundanþágu verður þú að athuga gildandi tímafresti og skilyrði í landinu sem þú ætlar að flytja til.
Skoðaðu heildarreglur og tímafresti hjá innlendum yfirvöldum https://europa.eu/youreurope/citizens/vehicles/registration/registration-abroad/index_en.htm.
Bifreiðatrygging
Borgarar Evrópusambandsins geta tryggt bílinn sinn í hvaða landi Evrópusambandsins sem er að því gefnu að tryggingafyrirtækið, sem valið er, hafi leyfi frá innlendu yfirvaldi gistiríkisins til að gefa út viðeigandi tryggingaskírteini. Fyrirtæki í öðru aðildarríki hefur aðeins heimild til að selja skyldutryggingar með einkaréttarábyrgð ef tiltekin skilyrði eru uppfyllt. Tryggingin er gild í öllu Evrópusambandinu óháð því hvar slys á sér stað.
Skattlagning
Virðisaukaskattur eða vsk. á vélknúin ökutæki er venjulega greiddur í landinu þar sem bílinn er keyptur þó að virðisaukaskattur sé greiddur í ákvörðunarlandinu við tilteknar aðstæður.
Frekari upplýsingar um hvaða reglur gildi þegar ökutæki er keypt í einu aðildarríki Evrópusambandsins en það á að skrá það í öðru aðildarríki ESB má finna á þessum hlekk https://europa.eu/youreurope/citizens/vehicles/registration/taxes-abroad/index_en.htm.
Hjá Þjóðskrá: Heim | Þjóðskrá (skra.is) má finna upplýsingar um skráningu einstaklinga sem flytja til Íslands. Einstaklingum er bent á að fylgja vandlega þeim leiðbeiningum sem við eiga hverju sinni.
Dvalarleyfis er krafist fyrir einstaklinga sem koma til landsins frá löndum utan EES svæðisins. Hjá Útlendingastofnun: UTL Útlendingastofnun - The Directorate of Immigration má finna upplýsingar og eyðublöð.
Dvöl umfram 3 – 6 mánuði án lögheimilisskráningar hjá Þjóðskrá er ólögleg og hefur áhrif á réttindi fólks. Réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er yfirleitt háð því að viðkomandi sé með skráð lögheimili og því er ráðlegt að lögheimili sé skráð hið fyrsta ef fólk hyggur á búsetu á Íslandi.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Þjóðskrá – Registers Iceland | Moving to Iceland and/or need an Icelandic ID number (kennitala) | Þjóðskrá (skra.is) |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Útlendingastofnun – Directorate of Immigration | Home (utl.is) |
Hvað þarft þú að taka með þér?
Gilt vegabréf eða önnur gild skilríki frá heimalandi sem renna ekki út fyrr en í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir að fyrirhugaðri dvöl í landinu lýkur.
Prófskírteini til staðfestingar a formlegri menntun og/eða starfsmenntun. Það er skynsamlegt að láta þýða skjölin á ensku og/eða íslensku fyrir komuna til landsins.
Hafðu samband við almannatryggingar og skattayfirvöld þar sem þú býrð til að komast að því hvaða áhrif það hefur a skattalega stöðu þína og bætur að vinna á Íslandi. Vertu viss um að verða þér úti um viðeigandi eyðublöð og staðfestingar.
Gott er að verða sér úti um vottorðið E-104 frá síðasta búsetulandi sem staðfestir tryggingatímabil í almenna sjúkratryggingakerfinu í heimalandi. Þú ert sjálfkrafa sjúkratryggð/ur á Islandi 6 mánuðum eftir lögheimilisskráningu en strax ef þú skilar E-104 vottorðinu samhliða lögheimilisskráningu.
Evrópska sjúkratryggingakortið.
Næga fjármuni til uppihalds fram að fyrstu launagreiðslu t.d. fyrir leigu, tryggingafé vegna leigu, fæði, greiðslu fyrir afgreiðslu gagna og fyrir flugi heim, ef þú skiptir um skoðun.
U1 vottorð útgefið í heimalandi ef þú verður atvinnulaus eftir að hafa unnið á Íslandi um nokkurn tíma.
Hvað á ég að gera fyrst eftir komuna til Íslands?
Þú getur haft samband við EURES á Íslandi til að fá upplýsingar um atvinnuleit á Íslandi. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: euresvmst [dot] is (eures[at]vmst[dot]is).
Ef þú ert komin/n með vinnu og/eða húsnæði þegar þú kemur til landsins er mikilvægt að fara strax í Þjóðskrá og sækja þar um eftir atvikum kennitölu og lögheimilisskráningu, eða aðeins kennitölu.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Vinnumálastofnun | https://vinnumalastofnun.is/en |
Skatturinn | https://www.rsk.is/english/individuals |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Sjúkratryggingar Íslands | http://www.sjukra.is/english/workers |
Registers Iceland | skra.is |
European Health Insurance Cards | European Health Insurance Card - Employment, Social Affairs & Inclusion - European Commission (europa.eu) |
Vinnugæði og atvinna - gríðarlega mikilvægt atriði með mikil efnahagsleg og mannúðaráhrif
Góð starfsskilyrði eru mikilvæg fyrir velferð starfsmanna í Evrópu. Þau
- stuðla að líkamlegri og sálfræðilegri velferð Evrópubúa, og
- stuðla að efnahagslegum framgangi Evrópusambandsins.
Frá mannúðlegu sjónarmiði hafa gæði vinnuumhverfisins mikil áhrif á almenna starfs- og lífsánægju starfsmanna í Evrópu.
Frá efnahagslegu sjónarmiði eru góð starfsskilyrði hvatinn fyrir efnahagsvexti og undirstaðan fyrir samkeppnisstöðu Evrópusambandsins. Mikil starfsánægja er mikilvægur þáttur í því að ná mikilli framleiðni í hagkerfi Evrópusambandsins.
Því er það algjört grundvallarskilyrði fyrir Evrópusambandið til að stuðla að og viðhalda sjálfbæru og ánægjulegu vinnuumhverfi – sem stuðlar að heilbrigði og velferð starfsmanna í Evrópu og góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.
Bættar vinnuaðstæður í Evrópu: mikilvægt markmið fyrir Evrópusambandið.
Það er forgangsmál fyrir Evrópusambandið að tryggja góðar vinnuaðstæður fyrir borgara Evrópu. Evrópusambandið vinnur því með innlendum stjórnvöldum að því að tryggja ánægjulegt og öruggt starfsumhverfi. Aðildarríkjunum er veittur stuðningur með:
- því að miðla reynslu á milli mismunandi landa og með sameiginlegum aðgerðum
- gerð lágmarkskrafna um vinnuaðstæður og vinnuvernd sem gilda í öllu Evrópusambandinu
Viðmið fyrir vinnugæði og atvinnu
Til að gera vinnuaðstæður sjálfbærar er mikilvægt að greina helstu einkenni hagstæðs vinnuumhverfis og þar með viðmiða fyrir gæði vinnuaðstæðna.
Evrópustofnunin fyrir úrbætur á búsetu- og vinnuaðstæðum (Eurofound) í Dyflinni er Evrópusambandsstofnun sem veitir upplýsingar, ráðgjöf og sérfræðiþekkingu um, eins og nafnið gefur til kynna, búsetu- og vinnuaðstæður. Stofnunin hefur búið til nokkrar viðmiðanir fyrir gæði starfa og atvinnu, og eru þær meðal annars:
- heilbrigði og velferð á vinnustöðum – þetta er mjög mikilvægt viðmið þar sem góðar vinnuaðstæður ganga út frá forvörnum gegn heilsufarsvandamálum á vinnustöðum, því að draga úr útsetningu fyrir áhættu og bættu vinnuskipulagi
- jafnvægi á milli vinnu og einkalífs – borgararnir ættu að fá tækifæri til að finna jafnvægi á milli vinnutíma og tómstunda
- færniþróun – gott starf býður upp á tækifæri til þjálfunar, þroska og framgangs í starfi
Vinna Eurofound stuðlar að áætlanagerð og hönnun á betri búsetu- og vinnuaðstæðum í Evrópu.
Vinnuvernd
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekist á hendur fjölbreytt starf til að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal annars bjó hún til áætlun Evrópusambandsins um vinnuvernd fyrir tímabilið 2021-2027. Stefnunni var komið á fót með hjálp innlendra yfirvalda, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka. Hún tekur á breyttum þörfum í vinnuvernd vegna stafrænnar og grænnar þróunar, nýrra atvinnuhátta og COVID-19 heimsfaraldursins. Á sama tíma mun ramminn halda áfram að taka á hefðbundinni vinnuverndarhættum eins og slysahættu á vinnustöðum eða útsetningu fyrir hættulegum íðefnum.
Stefna Evrópusambandsins á sviði vinnuverndar miðar að langvarandi úrbótum á velferð launþega í Evrópusambandinu. Hún tekur mið af líkamlegum, siðferðilegum og félagslegum víddum vinnuskilyrða ásamt nýjum áskorum samhliða stækkun Evrópusambandsins til landa í Mið- og Austur-Evrópu. Innleiðing á Evrópusambandsstöðlum fyrir vinnuvernd hefur leitt til mikilla úrbóta á aðstæðum launþega í þessum löndum.
Bættar vinnuaðstæður með setningu sameiginlegra lágmarkskrafna í öllum Evrópusambandslöndum
Úrbætur á búsetu- og vinnuaðstæðum í aðildarríkjunum byggja að miklu leyti á gerð sameiginlegra vinnustaðla. Vinnulöggjöf ESB og reglugerðir hafa gert lágmarkskröfur fyrir sjálfbært vinnuumhverfi og gilda nú í öllum aðildarríkjunum. Úrbætur á þessum stöðlum hafa styrkt réttindi launþega og eru þær einn helsti árangur félagsmálastefnu Evrópusambandsins.
Mikilvægi gagnsærrar og gagnkvæmrar viðurkenningar á prófskírteinum er mjög mikilvægur þáttur í frjálsri för launþega
Möguleikinn á því að öðlast viðurkenningu á menntun og færni getur leikið mikilvægt hlutverk við ákvarðanatöku einstaklinga um að þiggja starf í öðru landi ESB. Því er nauðsynlegt að búa til evrópskt kerfi sem tryggir gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi í mismunandi aðildarríkjum. Aðeins slíkt kerfi mun tryggja að skortur á viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi verði að hindrun fyrir frjálst flæði launþega í Evrópusambandinu.
Helstu meginreglur um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi í Evrópusambandinu
Grunnreglan er sú að allir borgarar Evrópusambandsins ættu að geta unnið við sitt fag án takmarkana í öllum aðildarríkjum. Því miður hindra innlendar kröfur um aðgengi að tilteknum starfsstéttum í gistiríkinu oft innleiðingu þessarar meginreglu í reynd.
Til að sigrast á því hefur Evrópusambandið komið á fót kerfi til viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi. Innan þessa kerfis er gerður greinarmunur á lögvernduðum starfsgreinum (starfsgreinar þar sem ákveðinnar menntunar er krafist í lögum) og starfsgreina sem ekki njóta lögverndunar í aðildarríkjunum.
Skref í átt að gagnsæi í menntun og hæfi í Evrópu
Evrópusambandið hefur tekið mikilvæg skref í átt að því markmiði að ná fram gagnsæi á sviði faglegrar menntunar og hæfis í Evrópu:
- Aukið samstarf á sviði verknáms og starfsmenntunar til að sameina öll verkfæri til að ná fram gagnsæi vottorða og prófskírteina í einu, notendavænu verkfæri. Þar má nefna til dæmis evrópsku ferilskrána og Europass-námskeið.
- Mótun áþreifanlegra aðgerða á sviði viðurkenningar og gæði verknáms og starfsmenntunar.
Handan munar á mennta- og starfsmenntakerfum í Evrópusambandinu
Enn er verulegur munur á mennta- og starfsmenntakerfum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Við síðustu stækkun Evrópusambandsins, jókst þessi fjölbreytni enn frekar með löndum með mismunandi hefðir á sviði menntunar. Það kallar á sameiginlegar reglur til að tryggja viðurkenningu á menntun og hæfi.
Til að sigrast á þessari fjölbreytni í innlendum stöðlum um menntun og hæfi, fræðsluaðferðum og starfsmennt hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnt til sögunnar fjölmörg verkfæri til að tryggja betri gagnsæi og viðurkenningu á menntun á hæfi, bæði í akademískum og faglegum tilgangi.
Evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi er algjört forgangsmál fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í ferlinu við viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Meginmarkmið rammans eru að búa til tengingar á milli mismunandi innlendra hæfiskerfa og tryggja snurðulausa yfirfærslu og viðurkenningu á prófskírteinum.
Samstarfsneti NARIC upplýsingaskrifstofa var komið á fót árið 1984 að frumkvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. NARIC veitir ráðgjöf um akademíska viðurkenningu á námstíma erlendis. NARIC upplýsingaskrifstofurnar eru staðsettar í öllum aðildarríkjum ESB og EES löndunum og leika mikilvægt hlutverk í ferlinu við viðurkenningu á menntun og hæfi í Evrópusambandinu.
Evrópska viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar miðar að því að auðvelda viðurkenningu á námstíma erlendis. Kerfið var kynnt til sögunnar 1989 og virkar þannig að það inniheldur námslýsingu ásamt námseiningum fyrir alla hluta námsins. Það er lykilþáttur í hinu viðfræga skiptinámskerfi Erasmus.
Europass er tól til að tryggja gagnsæi faglegrar færni. Það samanstendur af fimm stöðluðum skjölum
- ferilskrá (curriculum vitae),
- ritli fyrir fylgibréf,
- viðauka með starfsmenntaskírteini,
- viðauka með prófskírteinum
- Europass-starfsmenntavegabréfi.
Europass kerfið gerir aðilum fært að átta sig með auðveldum og skýrum hætti á færni og menntun einstaklinga í mismunandi hlutum Evrópu. Europass-miðstöðvum hefur verið komið á fót í öllum löndum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins sem fólk getur leitað til með fyrirspurnir um Europass-kerfið.
Sérstök ákvæði eru í íslenskri vinnuverndarlöggjöf um vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri. Samkvæmt þeim þarf sérstakt leyfi frá Vinnueftirliti til þess að ráða börn undir 13 ára aldri til vinnu og einungis má ráða börn undir 15 ára aldri til léttari starfa. Vinnutími unglinga, 15-18 ára, takmarkast við 40 klst. á viku og almennt er óheimilt að láta unglinga vinna á tímabilinu frá kl. 22 til kl. 6.
Íslenskur vinnumarkaður er sveigjanlegur, það er t.d. auðvelt fyrir atvinnurekendur að ráða starfsmenn og segja þeim upp. Að sama skapi er auðvelt fyrir fólk að ráða sig í nýja vinnu og segja upp starfi sínu.
Ráðningarsamningar geta ýmist verið munnlegir og skriflegir í byrjun ráðningarsambands. Samkvæmt ákvæðum í almennum kjarasamningum verður þó að útbúa skriflegan ráðningarsamning innan 2 mánaða frá því að launamaður hóf starf ef hann er ráðinn lengur en í 1 mánuð og vinnur að jafnaði lengur en 8 stundir á viku. Ráðningasamningar geta ýmist verið ótímabundnir eða til ákveðins tíma, algengt er að fólk sé í fullu starfi en nokkuð er líka um hlutastörf.
Verktaka hvers konar er orðin algengari en áður en einyrkjar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á að greiða skatta og gjöld af tekjum sínum til ríkissjóðs. Sjá https://www.island.is/en/business_and_inndustry/business/self_employed.
Tiltekin lagaleg skilgreining á „árstíðabundnum starfsmanni“ er ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Laun og aðrir ráðningarskilmálar, sem kveðið er á um í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins, eru lágmarkskröfur að lögum og gilda um alla starfsmenn. Kjarasamningar eru sjálfkrafa bindandi fyrir alla starfsmenn og vinnuveitendur sem starfa í viðkomandi geira og á viðkomandi landsvæði samkvæmt lögum nr. 55/1980.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Ísland.is | https://www.island.is |
Skatturinn | Iceland Revenue and Customs (skatturinn.is) |
Undirritaður ráðningarsamningur staðfestir ráðningasamband milli starfsmanns og vinnuveitanda, og ákvæði ráðningarsamnings. Ef einstaklingur er ráðin/n lengur en í 1 mánuð og vinnur að jafnaði lengur en 8 stundir á viku, skal útbúa skriflegan ráðningarsamning og staðfesta með undirritun eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að einstaklingur hóf störf. Innihald ráðningarsamnings skal vera samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga þegar kemur að launum, launataxta, vinnutíma, frídagar og launað leyfi, laun í veikindum og svo framvegis.
Ráðningarsamningur skal innihalda:
- Nöfn og kennitölur starfsmanns og fyrirtækis.
- Heimilisfang vinnustaðar.
- Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
- Fyrsti starfsdagur.
- Lengd ráðningar sé hún tímabundin.
- Orlofsréttur.
- Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
- Mánaðar- eða vikulaun, t.d. með tilvísun til launataxta, mánaðarlaun sem yfirvinna er reiknuð af, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil.
- Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku.
- Lífeyrissjóður.
- Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Ráðningarsamningar sem standast ekki ákvæði kjarasamninga eru ógildir.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir öryrkja og aðra atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Þjónustan er tvískipt og fer eftir þjónustuþörf hvers og eins. Annars vegar er um að ræða sérhæfða ráðgjöf og stuðning við atvinnuleitina og hins vegar þjónustu AMS, ,,Atvinnu með stuðningi“ sem felst í aðstoð við atvinnuleitina, stuðningi og eftirfylgni á vinnustað.
Stofnunin hefur einnig umsjón með vinnusamningum öryrkja. Samningurinn felst í því að atvinnurekandi sem ræður einstakling til vinnu fær endurgreitt ákveðið hlutfall af launum og launatengdum gjöldum vegna viðkomandi.
Öryrkjabandalag Íslands eru hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks. Félagið býður meðal annars upp á ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga.
Atvinnurekendum ber samkvæmt lögum að gera sérstakar ráðstafanir vegna öryggis eða heilsu þungaðrar konu, konu sem er nýbúin að eignast barn eða er með barn á brjósti. Einnig er óheimilt að skylda starfsmann til að vinna að næturlagi á meðgöngu og í 6 mánuði eftir fæðingu barns.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Vinnumálastofnun | http://www.vinnumalastofnun.is |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Öryrkjabandalag Íslands | http://www.obi.is/is |
Um er að ræða fernskonar rekstrarform einkafyrirtækja á Íslandi:
- Einstaklingsfyrirtæki eru skráð og rekin undir nafni stofnandans.
- Einkahlutafélög geta verið í eigu eins eða fleiri einstaklinga, lágmarkshöfuðstóll 500.000 kr.
- Hlutafélög. Þetta form hentar betur stórum fyrirtækjum enda eru gerðar strangari kröfur um ýmis formsatriði í þeim en í öðrum félögum.
- Sameignarfélög eru félög í eigu tveggja eða fleiri einstaklinga eða fyrirtækja.
Sjá https://www.island.is/en/business_and_inndustry/business/self_employed
Sjálfstætt starfandi einstaklingur með búsetu í aðildarríki ESB/EES er hyggst veita þjónustu á Íslandi má koma til landsins án sérstaks leyfis og dvelja í allt að þrjá mánuði. Ef þjónustan er veitt lengur en þrjá mánuði verður hann að skrá sig hjá Þjóðskrá. Ef hann hefur menn í vinnu getur hann tekið þá með sér til að veita þá þjónustu sem um ræðir. Ef starfsmennirnir eru þegnar ESB/EES ríkja geta þeir dvalist hér allt að þrjá mánuði án dvalarleyfis. Ef þeir hyggjast dveljast hér lengur en þrjá mánuði verða þeir einnig að skrá sig hjá Þjóðskrá.
Allir þegnar ESB/EES ríkja mega hefja eigin atvinnurekstur á Íslandi. Til að gera það verða þeir að hafa samband við ýmsar stofnanir. Fyrst ber að nefna Ríkisskattstjóra, en þar þarf að skrá reksturinn og þar er einnig veitt ráðgjöf í sambandi við skattamál.
Fyrirtæki eða einstaklingur sem hyggst senda starfsmann/menn til Íslands í stuttan tíma ber að tilkynna það til Vinnumálastofnunar. Sjá frekari upplýsingar um skráningu á útsendum starfsmönnum hér https://vinnumalastofnun.is/en/foreign-workers/foreign-service-companies-and-temporary-work-agencies/posted-workers.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Ríkisskattstjóri | http://www.rsk.is |
Þjóðskrá | http://www.skra.is |
Ísland.is | https://www.island.is |
Vinnumálastofnun | https://www.vinnumalastofnun.is |
Réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja | http://posting.is |
Aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur atriði er snerta atvinnu í kjarasamningum. Laun og starfskjör þín mega aldrei vera lakari en kveðið er á um í kjarasamningum. Lágmarkslaun eru því umsamin í hverri grein vinnumarkaðarins af aðilum hans og kunna að vera mishá milli starfsgreina. Atvinnurekendur verða að virða lágmarkstaxta viðkomandi kjarasamninga er þeir semja um kjör við einstaka launamenn.
Í kjarasamningum eru venjulega tilgreind lágmarkslaun fyrir þá sem eru 14 ára og eldri. Upplýsingar um launataxta og vinnutíma fást hjá stéttarfélögunum eða samtökum þeirra.
Samkvæmt kjarasamningum verður að leggja fram skriflega staðfestingu um laun (launaseðil) þegar þau eru greidd. Starfsmenn geta beðið fulltrúa stéttarfélagsins að kanna hvort laun og frádráttarliðir eru rétt reiknaðir á launaseðli.
Á skriflega launastaðfestingu verður að skrá eftirfarandi atriði að lágmarki:
- Nafn og heimilisfang atvinnurekanda og nafn starfsmanns.
- Tímabilið eða vinnuna sem greitt er fyrir.
- Heildarupphæð launanna, skipt niður í dagvinnu, eftirvinnu o.s.frv.
- Launataxtann sem greitt er eftir og fjölda unninna vinnustunda.
- Frádráttarliði ásamt skýringum, t.d. tekjuskatt, lífeyrissjóðsgreiðslu og greiðslu til stéttarfélags.
- Orlofsgreiðsla.
- Sérhver bónusgreiðsla, styrkgreiðsla eða aðrar greiðslur sem launamaður á rétt á.
- Nettófjárhæðin sem greidd er starfsmanninum.
Á íslenskum vinnumarkaði eru laun yfirleitt greidd inn á bankareikning launamanns. Í kjarasamningum er yfirleitt tekið fram að laun eigi að greiða mánaðarlega, á fyrsta virka degi eftir að mánuðinum lýkur sem launin eru greidd fyrir. Í sumum greinum eru laun greidd hálfsmánaðar- eða vikulega.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga skal meðalhámarksvinnutími á viku á fjögurra mánaða viðmiðunartíma ekki vera meiri en 48 stundir á hverju sjö daga tímabili, þ.m.t. yfirvinna. Vinnutími skal í þessu samhengi teljast virkur vinnutími. Vinnutíma skal hagað þannig að á hverjum 24 klukkustunda degi fái starfsmaður að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld. Ef hægt er að koma því við skal daglegur hvíldartími vera á tímabilinu frá kl. 23 að kvöld til kl. 6 að morgni. Starfsmenn eiga líka rétt á hvíldarhléi í a.m.k. 15 mínútur á hverjum vinnudegi sem stendur lengur en 6 klukkustundir. Kaffitímar og matarhlé teljast hlé. Fyrir hvert 7 daga tímabil skal starfsmaður hafa a.m.k. einn dag frían, sem er í beinum tengslum við daglegan hvíldartíma.
Næturstarfsmenn teljast þeir sem vinna lengur en 3 klukkustundir á bilinu frá kl. 23 að kvöldi til kl. 6 að morgni, á þann hátt að það er fastur liður í starfinu. Atvinnurekendum ber að gera allt sem með sanngirni verður krafist til að tryggja að 'venjulegur' vinnutími næturstarfsmanna verði ekki lengri en 8 stundir af hverjum 24 stundum.
Hádegisverðarhlé er mislangt eftir atvinnugreinum, frá 30 mínútum upp í 60 mínútur, og skal það tekið á milli klukkan 11:30 og 13:30 án þess að greitt sé fyrir. Venjulega eru innifaldir tveir kaffitímar í dagvinnu og skal annar þeirra tekinn fyrir hádegi en hinn síðdegis. Lengd kaffitíma er á bilinu 15 til 35 mínútur, mismunandi eftir kjarasamningum
Dagvinnutími er venjulega 40 stundir á viku samkvæmt kjarasamningum, sem skipt er í fimm 8 stunda vinnudaga frá mánudegi til föstudags. Samkvæmt kjarasamningum telst fullt starf vera 173,33 vinnustundir á mánuði (40 stundir á viku). Vinna umfram þessi mörk er greidd sem hundraðshluti dagvinnukaups og greidd sem yfirvinna. Það telst yfirvinna ef unnið er lengur en 8 stundir á dag eða ef vinnan er unnin utan marka dagvinnutímans samkvæmt skilgreiningu í kjarasamningum.
Yfirvinnukaup er skilgreint þannig að kaup fyrir eina vinnustund jafngildir 1,0385% mánaðarlauna fyrir dagvinnu. Yfirvinna sem reiknuð er með þessum hætti ofan á dagvinnukaup er lágmarkskaup fyrir vinnu unna á yfirvinnutímabilum.
Fólk í vaktavinnu fær greitt sérstakt álag fyrir þá vinnu sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma. Almennt er álagið að lágmarki 33% fyrir tímabilið kl. 17-24 mánudaga til föstudaga og 45% fyrir tímabilið kl. 00-08 alla daga svo og um helgar.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Allir launamenn eiga rétt á orlofi og orlofslaunum, að lágmarki tvo vinnudaga fyrir hvern einn mánuð sem unninn er á undanfarandi orlofsári (1. maí til og með 30. apríl).
Lágmarksorlof hvert ár er því 24 virkir dagar.
Samkvæmt lögum á að reikna orlofsgreiðslu við hverja launagreiðslu, að lágmarki 10,17% af heildarlaunum. Með þeim hætti er tryggt að árleg orlofsgreiðsla samsvari 24 vinnudögum. Orlof skal tekið á tímabilinu 2. maí til 15. september ár hvert og skal starfsmönnum ávallt tryggður réttur til 14 daga orlofstöku á sumarfrístíma að lágmarki. Atvinnurekandi ákveður í samráði við starfsmenn sína hvenær þeir fara í frí á sumarfrístíma.
Almennir frídagar eru nýársdagur (1. janúar) (stórhátíðardagur), skírdagur, föstudagurinn langi (stórhátíðardagur), annar í páskum, sumardagurinn fyrsti (fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl), alþjóðlegur frídagur verkafólks (1. maí), uppstigningardagur, hvítasunnudagur (stórhátíðardagur), annar í hvítasunnu, þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní) (stórhátíðardagur), frídagur verslunarmanna (1. mánudagur í ágúst), aðfangadagur frá kl. 12 á hádegi (24. desember) (stórhátíðardagur), jóladagur (25. desember) (stórhátíðardagur), annar í jólum (26. desember), gamlársdagur frá kl. 12 á hádegi (31. desember) (stórhátíðardagur).
Yfirvinnukaup er greitt fyrir vinnu á almennum frídögum en á stórhátíðardögum bætist við sérstakt stórhátíðar álag.
Réttur til og lengd veikindaleyfis er mismunandi eftir kjarasamningum. T.d. eiga opinberir starfsmenn almennt meiri veikindarétt en starfsmenn á almennum markaði. Almennt gildir þó að veikindaréttur starfsmanns eykst eftir því sem hann vinnur lengur hjá sama atvinnurekanda. Lágmarksréttur eru 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð.
Foreldri á einnig rétt á 12 dögum vegna veikinda barna undir 13 ára aldri á hverju 12 mánaða tímabili.
Samkvæmt lögum eiga allir foreldrar rétt á fæðingarorlofi. Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt í allt að 3 mánuði hvor og auk þess sameiginlegan rétt á 3 mánuðum sem þeir geta skipt sín á milli. Heildarréttur vegna fæðingar eða ættleiðingar barns er því 9 mánuðir. Réttur til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði í fæðingarorlofi fer eftir stöðu foreldris á vinnumarkaði, þ.e. hvort viðkomandi er á vinnumarkaði, heimavinnandi eða í námi.
Foreldrar eiga líka rétt á svokölluðu foreldraorlofi í allt að 4 mánuði til að annast barn sitt. Rétturinn fellur niður við 8 ára aldur barnsins. Foreldraorlofi fylgir ekki réttur til greiðsla úr Fæðingarorlofssjóði eða öðrum opinberum sjóðum.
Námsleyfi á launum tíðkast almennt ekki á almennum vinnumarkaði. Opinberir starfsmenn með háskólamenntun eiga hins vegar samkvæmt kjarasamningum rétt á launuðu námsleyfi eftir 4 ár í starfi hjá sömu stofnuninni. Lengd leyfisins og ávinnsla þess er mismunandi milli starfsstétta.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Fæðingarorlofssjóður | http://www.faedingarorlof.is/saekja-um-greidslur--eydublod/application-for-payments-from-the-childbirth-leave-fund |
Almennt gildir á almennum vinnumarkaði að ótímabundnum ráðningarsamningi má segja upp af hvaða orsökum sem er, hvort sem er af atvinnurekanda eða starfsmanni, með ákveðnum uppsagnarfresti sem tiltekinn er í viðkomandi kjarasamningi. Á þessari reglu eru þó nokkrar takmarkanir sem eiga að vernda til dæmis vanfærar konur, starfsfólk í mæðra- eða feðraorlofi og trúnaðarmenn stéttarfélaga á vinnustöðum.
Uppsögn verður að vera skrifleg og miðast við mánaðarmót (eða vikulok, ef það á við). Fái starfsmaður ekki formlega tilkynningu um uppsögn í síðasta lagi á síðasta vinnudegi mánaðarins, flyst uppsagnartilkynningin sjálfkrafa fram að næstu mánaðarmótum. Uppsagnarfrestur er allt frá einni viku upp í sex mánuði (algengt er að hann sé þrír mánuðir), mismunandi eftir starfstíma og starfsaldri hjá viðkomandi fyrirtæki.
Ráðningarsamningur gildir óbreyttur fram að lokum uppsagnarfrestsins en samkvæmt því verða engar breytingar á réttindum og skyldum atvinnurekanda og starfsmanns á þeim tíma. Þeir geta hins vegar komið sér saman um að ljúka ráðningarsambandinu samstundis.
Ef starfsmaður fer úr starfi án þess að tilkynna um það með réttum fyrirvara getur atvinnurekandi átt rétt á bótum. Í vissum tilvikum þarf ekki að hafa neinn fyrirvara á uppsögn, eins og t.d. þegar annar hvor aðilinn gerir sig sekan um fráleita háttsemi eða þegar vinnuaðstæður eru hættulegar eða ófullnægjandi.
Hvergi er nefndur í lögum eða í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði neinn sérstakur eftirlaunaaldur en opinberir starfsmenn verða að láta af störfum við 70 ára aldur. Segja má að eftirlaunaaldur fari eftir reglum um réttindi til töku ellilífeyris. Flestir launamenn öðlast rétt til ellilífeyris frá almannatryggingum þegar þeir verða 67 ára. Þeir geta kosið að hefja töku lífeyris úr lífeyrissjóði þegar við 65 ára aldur eða dregið það til sjötugs. Sjómenn fá ellilífeyrisrétt þegar þeir verða sextugir.
Öllum launamönnum er skylt greiða ákveðið hlutafall launa sinna í lífeyrissjóð. Greiðslur úr lífeyrisjóði endurspegla framlag launamanns í gegnum árin þ.e. hversu lengi og mikið viðkomandi hefur greitt inn í sjóðinn og geta því verið mjög mismunandi. Það sama gildir um örorkulífeyri en þú átt rétt á slíkum greiðslum úr lífeyrissjóði ef starfsgeta skerðist vegna slyss eða sjúkdóma þannig að skerðingin sé metin til a.m.k. 50% varanlegrar örorku.
Skv. lögum um almannatryggingar eiga þeir sem náð hafa 67 ára aldri og hafa búið á Íslandi í minnst 3 ár á aldrinum 16-67 rétt á ellilífeyri. Rétturinn reiknast í hlutfalli við fjölda ára sem viðkomandi hefur búið á Íslandi á aldrinum 16-67 ára, til þess að eiga fullan rétt verður viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi. Greiðslur ellilífeyris úr almannatryggingum skerðast vegna tekna, t.d. launa eða lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóði. Þeir sem eiga góð réttindi í lífeyrissjóði fá því lágar eða engar greiðslur úr almannatryggingakerfinu.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Tryggingastofnun | http://www.tr.is |
Landsamtök lífeyrissjóða | http://ll.is |
Stéttarfélög eru opin öllum sem vinna í viðkomandi atvinnugrein á svæði hvers félags í samræmi við nánari reglur í samþykktum þeirra. Ekki má neita umsækjendum um aðild vegna kyns, þjóðernis eða af öðrum slíkum ástæðum. Stéttarfélagsaðild er mjög almenn á Íslandi borið saman við flest önnur lönd eða um 85%. Hlutverk stéttarfélaga á íslenskum vinnumarkaði er að vinna að því að hækka laun félagsmanna og bæta kjör þeirra að öðru leyti, einkum með því að koma fram fyrir þeirra hönd í samningum við atvinnurekendur og samtök þeirra og með því að knýja á um réttindi þeirra i við setningu laga um atvinnumál. Stéttarfélög styðja einnig félagsmenn sína á ýmsan annan hátt t.d. fjárhagslega þegar veikindi eða önnur áföll koma upp. Félagsmenn geta líka fengið ýmsa styrki, algengt er t.d. að erlendir starfsmenn fái styrk til að fara á námskeið í íslensku.
Kjarasamningar ná til allra launamanna og veita þeim vernd hvort sem þeir eru aðilar að stéttarfélögunum eða ekki. Kjarasamningar eru gerðir af stéttarfélögum og samtökum atvinnurekanda í hverri grein og á hverju svæði. Samningar milli einstakra starfsmanna og atvinnurekanda eru ógildir uppfylli þeir ekki lágmarksréttindi samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.
Stéttarfélög hafa vald til að tilnefna trúnaðarmenn á hverjum vinnustað. Hlutverk trúnaðarmanna stéttarfélaganna er að taka á móti og meta kvartanir vegna ófullnægjandi kjara eða aðstæðna á vinnustað o.fl. Komist þeir að þeirri niðurstöðu að þær eigi við rök að styðjast, ber þeim að gera atvinnurekanda eða fulltrúa hans, t.d. verkstjóra, grein fyrir efni kvörtunar eða gera kröfu um úrbætur.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Efling stéttarfélag | http://www.efling.is |
VR | http://vr.is |
Verkföll og verkbönn hafa ekki verið algeng verkfæri við kjarasamningagerð á Íslandi en á undanförnum misserum hafa þó verkföll verið óvenju tíð. Aðgerðir af þessu tagi eru algengari í opinbera geiranum en á almennum vinnumarkaði. Stéttarfélög og samtök atvinnurekanda hafa vald til að lýsa yfir verkföllum og verkbönnum til að styðja við kröfur sínar í kjaradeilum og slá vörð um réttindi sín. Með orðinu “vinnustöðvun” er átt við verkbann atvinnurekenda og verkföll þar sem launamenn leggja niður vinnu að einhverju eða öllu leyti til að ná einhverjum sameiginlegum markmiðum.
Þegar búið er að skrifa undir kjarasamning frestar stéttarfélagið/fresta stéttarfélögin verkfalli að því tilskildu að ákvæði samningsins séu að fullu virt. Við venjulegar kringumstæður er einungis gripið til verkfallshótunar þegar stéttarfélag er að semja um nýjan kjarasamning. Verkföll eru leyfð samkvæmt lögum við þessar aðstæður en þó að því tilskildu að verkfallsákvörðunin byggist á leynilegri atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k. 20% allra kosningafærra og að tillagan hafi verið samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.
Í verkfallstillögu verður að koma greinilega fram hvert markmiðið er og hvenær ætlunin er að hefja verkfallið. Samninganefnd eða gildir fulltrúar samningsaðila geta hvenær sem er aflýst verkstöðvun. Það er einnig hægt að fresta boðaðri eða hafinni vinnustöðvun hvenær sem er ef báðir aðilar koma sér saman um það.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Alþýðusamband Íslands | http://www.asi.is |
Samtök atvinnulífsins | https://sa.is |
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og Fjármálaráðuneytisins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna.
Á Íslandi eru fjöldi símenntunarmiðstöðva sem bjóða upp á margvíslega fræðslu fyrir fullorðna. Þær eru ólíkar í uppbyggingu. Að þeim standa sveitarfélög, framhaldsskólar, stéttarfélög og fyrirtæki með ýmsum hætti.
Í sumum framhaldsskólum er í boði tvenns konar fyrirkomulag náms fyrir fullorðna. Annars vegar eru öldungadeildir fyrir þá sem vilja ljúka námi til stúdentspróf til þess að komast í háskóla, annaðhvort með því að sækja kvöldskóla, eða stunda fjarnám. Öldungadeildirnar eru frábrugðnar dagskólum að því leyti að þar eru kennslustundir á bak við hverja einingu færri en í dagskólum, kennslan er miðuð við þarfir fullorðinna og nemendur þurfa að greiða talsvert meira fyrir hana en í dagskóla, eða sem nemur um þriðjungi af kostnaði. Hins vegar bjóða sumir framhaldsskólar upp á sí- og endurmenntunarnámskeið í samvinnu við fagfélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra aðila.
Stéttarfélög bjóða félögum sínum upp á margs konar sí- og endurmenntun. Þau bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í samstarfi við fræðsluaðila. Flestar starfsstéttir á Íslandi hafa í dag aðgang að starfsmenntasjóði. Samið hefur verið um að atvinnurekandi greiði sérstakt gjald í þessa sjóði sem nemur ákveðnu hlutfalli af launum starfsmanna. Launamenn geta sjálfir sótt um styrki til að sækja námskeið og atvinnurekendur eða stéttarfélög geta einnig sótt um styrki til að standa fyrir námskeiðum.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins | http://www.frae.is |
Mímir símenntun | http://www.mimir.is |
Símenntunarstöð Eyjafjarðar | http://www.simey.is |
Lífsgæði – efst á blaði í félagsmálastefnu Evrópusambandsins
Góð lífskjör eru háð ýmsum þáttum, svo sem gæðum heilbrigðisþjónustu, tækifærum til menntunar og starfsmenntunar eða góðum samgöngum svo að fá atriði séu nefnd sem hafa bein áhrif á dagleg líf og störf borgaranna. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að bæta lífskjör stöðugt í öllum aðildarríkjunum og taka mið af mörgum þeim áskorunum, sem blasa við í Evrópu dagsins í dag, eins og félagslegri útskúfun og öldrun þjóðarinnar.
Atvinna í Evrópu
Bætt atvinnutækifæri í Evrópu er forgangsmál hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Með það fyrir augum að taka á atvinnuleysisvandamálinu og auka hreyfanleika á milli starfa og landsvæða eru fjölbreytt verkefni á Evrópusambandsstigi í þróun og innleiðingu til að styðja við atvinnustefnu Evrópusambandsins. Þar á meðal má nefna vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES), og færniyfirlit Evrópusambandsins (e. EU Skills Panorama).
Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta í Evrópusambandinu
Heilbrigði er kært gildi sem hefur áhrif á daglegt líf fólks og er því mikilvægt forgangsmál fyrir alla Evrópubúa. Heilbrigt umhverfi er mikilvægt fyrir einstaklingsbundinn og faglegan þroska okkar og borgarar ESB gera sífellt meiri kröfur um heilbrigði og öryggi á vinnustöðum og aðgang að mjög vandaðri heilbrigðisþjónustu. Þeir krefjast óhindraðs aðgangs að læknismeðferðum með hraði þegar þeir ferðast um Evrópusambandið. Heilbrigðisstefnur Evrópusambandsins miða að því að svara þessum þörfum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bjó til samræmda nálgun í heilbrigðismálum og hratt í framkvæmd röð verkefna sem þjóna sem viðbót við aðgerðir innlendra stjórnvalda. Sameiginlegar aðgerðir og markmið bandalagsins eru hluti af heilbrigðisáætlununum og stefnum Evrópusambandsins.
Núverandi áætlun EU4Health (2021-2027) er metnaðarfullt svar Evrópusambandsins við COVID-19. Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðiskerfi í Evrópu. Nýja EU4Health-áætlunin gengur lengra en að veita aðeins bráðaviðbrögð við vanda heilbrigðiskerfa.
EU4Health, sem komið var á fót með reglugerð (ESB) 2021/522 mun veita fjárframlög til hæfra eininga, heilbrigðisstofnana og frjálsra félagasamtaka í Evrópusambandslöndum eða utan Evrópusambandsins sem tengjast áætluninni.
Með EU4Health mun Evrópusambandið fjárfesta 5,3 milljörðum evra á núverandi verðlagi í virðisaukandi aðgerðir fyrir Evrópusambandið og koma þannig til fyllingar við stefnur Evrópusambandslanda og stefna að einu eða fjölmörgum markmiðum EU4Health:
- Að bæta og stuðla að heilbrigði í Evrópusambandinu
- fyrirbyggja sjúkdóma & efla heilbrigði
- alþjóðleg verkefni & samstarf á sviði heilbrigðismála
- Að taka á heilbrigðisógnum þvert á landamæri
- forvarnir, viðbúnaður & viðbrögð við heilbrigðisógnum þvert á landamæri
- aðstoða við birgðasöfnun aðildarríkjanna á mikilvægum bráðavörum
- mynda varasveit heilbrigðisstarfsmanna og aðstoðarfólks
- Að bæta lyf, lækningatæki og bráðavörur
- tryggja framboð og viðráðanlegt verð lyfja, lækningatækja og bráðavara
- Að styrkja heilbrigðiskerfin, seiglu þeirra og auðlindanýtni
- styrkja heilbrigðisgögn, stafræn verkfæri & þjónustu, stafræna umbreytingu heilsugæslunnar
- bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu
- þróa og innleiða heilbrigðislöggjöf í Evrópusambandinu og staðreyndabyggða ákvörðunartöku
- samþætt vinna meðal innlendra heilbrigðiskerfa
Menntun í Evrópusambandinu
Menntun hefur bæði djúpar rætur í Evrópu og mikla fjölbreytni. Þegar árið 1976 ákváðu menntamálaráðherrar að koma á fót upplýsinganeti til að skilja betur menntastefnur og -kerfi í þá níu löndum Evrópubandalagsins. Það endurspeglaði þá meginreglu að virða ætti sérstök einkenni menntakerfis hvers aðildarríkis að fullu en bæta samspil menntunar-, starfsmenntunar- og atvinnukerfa. Eurydice, upplýsinganetinu um menntun í Evrópu var formlega hleypt af stokkunum árið 1980.
Árið 1986 fór áherslan af upplýsingaskiptum og yfir á stúdentaskipti með tilkomu Erasmus-áætlunarinnar sem nú er orðin að Erasmus+-áætluninni sem oft er vísað til sem eins af árangursríkustu verkefnum Evrópusambandsins.
Samgöngur í Evrópusambandinu
Samgöngur var eitt fyrsta sameiginlega stefnumálið í þáverandi Evrópubandalaginu. Frá 1958, þegar Rómarsáttmálinn tók gildi, hefur samgöngustefna Evrópusambandsins lagt áherslu á að fjarlægja landamærahindranir á milli aðildarríkjanna og gera þannig fólki og vörum að fara hraðar og með skilvirkum og ódýrum hætti yfir landamæri.
Þessi meginregla er nátengd meginmarkmiði Evrópusambandsins um öflugt hagkerfi og samheldið samfélag. Samgöngugeirinn skapar 10% af auði Evrópusambandsins miðað við verga landsframleiðslu (vlf.) en það jafngildir um einni trilljón evra á ári. Hann skapar einnig meira en tíu milljón störf.
Schengen svæðið
Schengen-samningurinn, sem gildir frá því í mars 1995, felldi úr gildi landamæraeftirlit milli aðildarríkjanna og bjó til sameiginleg ytri landamæri þar sem eftirlit skal framkvæmt í samræmi við sameiginlegar reglur.
Í dag nær Schengen-svæðið yfir flest lönd Evrópusambandsins nema Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Írland og Rúmeníu. En Búlgaría, Króatía og Rúmenía eru nú í ferli að gerast aðilar að Schengen-svæðinu og beita Schengen-réttarreglunum að miklu leyti. Auk þess hafa Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein, sem ekki eru í Evrópusambandinu, gerst aðilar að Schengen-svæðinu.
Flugsamgöngur
Sköpun sameiginlegs Evrópumarkaðs í flugsamgöngum hefur leitt til lægri fargjalda og fjölbreyttara vals á flugfélögum og þjónustu fyrir farþega. Evrópusambandið hefur einnig búið til reglur til að tryggja að flugfarþegar hljóti réttláta meðhöndlun.
Sem flugfarþegi átt þú tiltekin réttindi þegar kemur að upplýsingum um flug og farskráningar, tjón á farangri, seinkanir of afbókanir, neitun farþega um far, bótagreiðslur við slys eða erfiðleika vegna pakkaferða. Þessi réttindi gilda um áætlunar- og leiguflug, bæði innanlands og millilandaflug, frá flugvelli í Evrópusambandinu eða til flugvallar í Evrópusambandinu frá landi utan Evrópusambandsins þegar flugið er á vegum flugrekanda í Evrópusambandinu.
Síðastliðin 25 ár hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins unnið ötullega að því að leggja fram tillögur um endurskipulagningu evrópska lestarsamgöngumarkaðarins og til að styrkja stöðu járnbrauta gagnvart öðrum samgöngumátum. Vinna framkvæmdastjórnarinnar hefur beinst að þremur aðalsviðum sem öll eru gríðarlega mikilvæg til að þróa öflugar og samkeppnishæfar lestarsamgöngur:
- opna lestarsamgöngumarkaðinn fyrir samkeppni,
- bæta rekstrarsamhæfi og öryggi innlendra járnbrautakerfa og
- þróa innviði á sviði lestarsamgangna.
Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944, með ritaðri stjórnarskrá og þingræði.
Forseti er kosinn með almennum kosningum til fjögurra ára í senn. Hlutverk hans aðallega formlegs eðlis en hann getur þó beitt neitunarvaldi á lög samþykkt af Alþingi.
Þingið, Alþingi, setur lög og breytir þeim og fer með löggjafarvaldið. Alþingismenn eru 63 frá 6 kjördæmum og eru þeir kosnir til fjögurra ára í almennum kosningum. Átta stjórnmálaflokkar eiga menn á Alþingi. Sá stærsti er Sjálfstæðisflokkurinn og næst koma eftir fylgi Vinstri hreyfingin grænt framboð, Samfylkingin, Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Píratar, Flokkur fólksins og Viðreisn. Eftir kosningar sem fram fóru í september 2021 var mynduð samsteypustjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Bjarna Benediktssonar.
Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og ráðherra hans.
Stofnanir framkvæmdavaldsins, sem eru ráðuneytin, ríkisstofnanir og ýmsar aðrar stjórnarskrifstofur, sjá um framkvæmd laga. Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Landið skiptist í níu umdæmi sýslumanna.
Á Íslandi er þriggja þrepa dómskerfi frá 1. janúar 2018 þegar Landsréttur tók til starfa. Dómsmál fara fyrst fyrir einn af átta héraðdómstólum og svo fyrir Landsrétt ef annar málsaðila áfrýjar málinu. Að fengnu leyfi Hæstaréttar er hægt að áfrýja dómum Landréttar en í flestum málum verða úrlausnir Landsréttar endanlegar.
Yfirstjórn lögreglunnar er í höndum embættis ríkislögreglustjóra. Landið skiptist í níu lögregluumdæmi.
Embætti Umboðsmanns Alþingis hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og geta almennir borgarar leitað til embættisins telji þeir að á sér sé brotið.
Hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands starfar lögfræðingur sem veitir innflytjendum lagalega ráðgjöf án gjaldtöku.
Vinnumálastofnun heyrir undir félags- og jafnréttismálaráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna. Stofnunin rekur þjónustuskrifstofur á 9 stöðum á landinu.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Forseti Íslands | http://www.forseti.is |
Alþingi | http://www.althingi.is |
Stjórnarráð Íslands | http://www.stjornarrad.is |
Sýslumenn | http://www.syslumenn.is |
Héraðsdómstólar | https://www.domstolar.is |
Landsréttur | https://www.domstolar.is |
Hæstiréttur Íslands | https://www.haestirettur.is |
Lögreglan | http://www.logreglan.is |
Umboðsmaður Alþingis | http://www.umbodsmaduralthingis.is |
Mannréttindaskrifstofa Íslands | http://www.humanrights.is/en |
Vinnumálastofnun | https://www.vinnumalastofnun.is |
Á vefsíðu Skattsins má finna ítarlegar upplýsingar, sjá nánar: Tax liability | Skatturinn - skattar og gjöld
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Ríkisskattstjóri | https://www.rsk.is |
Hagstofan | https://hagstofa.is |
Framfærslukostnaður er hár á Íslandi. Skv. tölum Eurostat er í Ísland í 5. sæti af 38 löndum í Evrópu þegar borinn er saman framfærslukostnaður heimilis árið 2015. Verð á matvælum er hátt og verð er hvergi hærra á skóm á fatnaði, raftækjum og samgöngum. Verð á fjarskiptaþjónustu er hins vegar í rétt rúmu meðallagi og verð á rafmagni vel undir meðallagi.
Árið 2011 gaf Velferðarráðuneytið út neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi og hafa þau verið uppfærð reglulega síðan. Hægt er að skoða annars vegar dæmigerð viðmið sem endurspegla útgjöld íslenskra heimila og hins vegar grunnviðmið sem eiga gefa vísbendingu um möguleg lágmarksútgjöld. Á vefsíðu ráðuneytisins finnur þú reiknivél fyrir neysluviðmið miðað við fjölskyldustærð, búsetu og fleiri þætti, sjá https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Eurostat | http://ec.europa.eu/eurostat |
Velferðarráðuneytið | https://www.velferdarraduneyti.is |
Algengast er á Íslandi að fólk búi í eigin húsnæði og því hefur leigumarkaðurinn aldrei orðið mjög stór. Á síðustu árum hefur þó fólki á leigumarkaði fjölgað hlutfallslega.
Leigumarkaðurinn á Íslandi er erfiður, mun meiri eftirspurn er eftir leiguhúsnæði en framboð og verð hátt sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu. Skammtímaleiga er einnig algeng og erfitt getur reynst að finna öruggt leiguhúsnæði til lengri tíma. Leiguíbúðir eru flestar í eigu einstaklinga en einnig sérstakra leigufélaga. Íbúðir eru auglýstar til leigu í dagblöðum, á netinu og samfélagsmiðlum. Hægt er að sækja um húsnæðisbætur, hvort húsaleigubætur fáist greiddar og fjárhæð þeirra fer eftir leigufjárhæð, tekjum og fjölskyldustærð viðkomandi.
Erlendir ríkisborgarar sem eiga lögheimili á Íslandi geta keypt íbúðarhúsnæði. Bankar, lífeyrirssjóðir og Íbúðarlánasjóður lána peninga til kaupa á húsnæði. Einungis löggildir fasteignasalar og lögmenn mega hafa milligöngu um fasteignaviðskipti. Íbúðarverð á Íslandi hefur hækkað nokkuð á undanförnum árum, sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu. Meðalverð per. fermetra í 3 herbergja íbúð í Reykjavík fyrstu 9 mánuði ársins 2016 var t.d. um 350.000 kr.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Hagstofa Íslands | https://hagstofa.is |
Húsnæði til leigu | http://www.mcc.is/husnaedi/husnaedisleit |
Húsnæðisbætur | https://husbot.is |
Leigusamningur | https://eng.velferdarraduneyti.is/forms |
Félag fasteignasala | http://ff.is |
Heilsugæslustöðvar má finna út um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta hverfisstöðvar og fólk skráir sig sérstaklega á sinni stöð. Heilsugæslustöðvar veita alla almenna læknisþjónustu og þangað leitar fólk jafnan fyrst vegna veikinda eða heilsufarsvandamála. Stöðvarnar sjá einnig um mæðravernd, ungbarnavernd, skólaheilsugæslu og heimahjúkrun. Greiða þarf komugjald og sérstaklega fyrir rannsóknir en gjöldin eru lág fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Aldraðir og öryrkjar greiða lægri gjöld og þjónstan er almennt gjaldfrjáls fyrir börn yngri en 18 ára.
Utan almenns opnunartíma heilsugæslustöðva eru læknar á vakt á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sinnir Læknavaktin sem staðsett er á Smáratorgi í Kópavogi þessari þjónustu. Læknisþjónusta utan almenns opnunartíma, á kvöldin og um helgar, er dýrari.
Bráða- og slysamóttökur eða slysadeildir eru á flestum heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Þjónustan er veitt allt árið. Neyðarnúmerið 112 (einn, einn, tveir) sinnir allri neyðarþjónustu og svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna.
Fólk getur leitað beint til sérfræðilækna sem reka eigin stofur. Greiða þarf fyrir þessa þjónustu mun hærra gjald en þegar leitað er til heilsugæslunnar þó sjúkratryggingar taki þátt í kostnaðinum. Sérstakt þak er þó á þessum greiðslum á ársgrundvelli. Aldraðir, öryrkjar og börn greiða lægri gjöld.
Almennt taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í tannlæknaþjónustu. Þó er verið að innleiða í áföngum almenna tannlæknaþjónustu fyrir börn yngri en 18 ára. Frá og með 1. janúar 2018 þarf aðeins að greiða eitt fast komugjald á ári, 2.500 kr., fyrir börn. Sérstakar reglur gilda um þátttöku sjúkratrygginga í tannlæknakostnaði fyrir aldraða og öryrkja og kostnaði vegna tannréttinga barna.
Lyf, bæði lyfseðilsskyld og lausasölulyf, er bara hægt að kaupa í apótekum og lyfjaverslunum. Sjúkratryggingar greiða niður lyfseðilsskyld lyf í gegnum sérstakt þrepaskipt greiðsluþátttökukerfi þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki fær hann lyf að fullu greidd af sjúkratryggingum það sem eftir er af tímabilinu.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Sjúkratryggingar Íslands | http://www.sjukra.is |
Heilsugæslan | https://www.heilsugaeslan.is |
Embætti landlæknis | http://www.landlaeknir.is |
Læknavaktin | http://laeknavaktin.is |
Heilbrigðistofnun Vesturlands | http://www.hve.is |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða | http://www.fsi.is |
Heilbrigðistofnun Norðurlands | http://www.hsn.is/is |
Heilbrigðisstofnun Austurlands | http://www.hsa.is |
Heilbrigðisstofnun Suðurlands | http://www.hsu.is |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | http://www.hss.is |
Landspítalinn Háskólasjúkrahús | http://www.landspitali.is |
Tannnlæknavaktin | http://www.tannlaeknavaktin.is |
Lyfjastofnun | https://www.lyfjastofnun.is |
Skólakerfinu er skipt upp í fjóra hluta, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
Nám í leikskóla er ekki skylda. Flestir leikskólar eru reknir af sveitarfélögum en einnig eru starfræktir einkareknir leikskólar víðsvegar um landið. Foreldrar sækja um leikskóladvöl fyrir barn sitt hjá sínu sveitarfélagi eða viðkomandi leikskóla. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvenær börn komast inn á leikskóla, yfirleitt 1-2 ára gömul.
Öll börn á aldrinum 6-16 ára eru skyldug til að ganga í grunnskóla á Íslandi. Foreldar eða forráðamenn sjá um að skrá barnið í skóla en flestir grunnskólar eru reknir af sveitarfélögum.
Nám í framhaldsskólum tekur við eftir grunnskóla en er ekki skylda. Námið er mislangt eftir því hvort er um að ræða bóknám eða iðnnám, nám til stúdentsprófs tekur að jafnaði 3 ár. Framhaldsskólar eru ýmist nefndir fjölbrautarskólar, menntaskólar, iðnskólar eða verkmenntaskólar. Nemendur ljúka námi ýmist með stúdentsprófi í bóklegum greinum, sveinsprófi úr iðngreinum eða prófi frá sérstökum starfsbrautum. Í sumum framhaldsskólum er í boði kvöld- og fjarnám fyrir eldri hóp nemenda.
Þeir sem lokið hafa stúdentsprófi eða jafngildu námi geta farið í háskóla. Í sumum greinum eru haldin sérstök inntökupróf. Sumir háskólar bjóða upp á sérstakt aðfararnám fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fjarnám í ákveðnum greinum. Háskólanámi lýkur með viðeigandi gráðu eftir stigi náms og lengd, diploma, bachelor, meistara eða doktors gráða. Á Íslandi eru 7 háskólar, 5 ríkisskólar og 2 einkareknir.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Mennta- og menningarmála ráðuneytið | https://www.menntamalaraduneyti.is |
Menntamálastofnun | https://www.mms.is |
Reykjavíkurborg | http://reykjavik.is |
Samtök sjálfstæðra skóla | http://svth.is/samtok-sjalfstaedra-skola-2 |
Skráning í framhaldsskóla | http://www.menntagatt.is |
Háskólanám á Íslandi | http://www.studyiniceland.is |
Lánasjóður íslenskra námsmanna | http://www.lin.is/lin.html |
Eitt helsta séreinkenni menningar á Íslandi er tungumálið, íslenska, en málsvæði tungumálsins er mjög lítið. Mikið er gefið út af íslenskum bókum á hverju ári og skáldsagnaritun stendur á gömlum merg sem rekja má aftur til ritun Íslendingasagna á 13. og 14. öld. Íslendingar hafa löngum verið talin bókelsk þjóð.
Íslensk tónlist hefur vakið athygli víða um heim á undanförnum árum en óhætt er að segja að tónlistarlíf í landinu sé afar blómlegt. Tónleikar eru vel sóttir og á hverju ári eru haldnar fjölsóttar tónlistarhátíðir sem trekkja að gesti víðsvegar úr heiminum.
Um 90% allra bygginga á Íslandi eru hitaðar upp með heitu vatni og er húshitunar kostnaður hér mun lægri en í nágrannalöndunum. Þetta hefur þau áhrif að þróast hefur mikil sundlaugarmenning á Íslandi, margir byrja daginn eða ljúka honum á sundlaugarferð. Í Reykjavík einni eru starfræktar 8 almenningssundlaugar sem opnar eru allt árið um kring, frá því snemma á morgnana fram á kvöld. Flestar sundlaugar eru undir berum himni og við þær eru yfirleitt heitir pottar. Sund er skyldunámsgrein í grunnskólum á Íslandi.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
The Reykjavík Grapewine | http://grapevine.is |
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | http://www.arnastofnun.is |
Iceland Review | http://icelandreview.com/news |
Sundlaugar | http://sundlaug.is |
Ungbarnadauði á Íslandi er með því lægsta sem gerist í heiminum, 0,7 barn á hver 1000 fædd börn árið 2016. Þetta skýrist að einhverju leyti af öflugri mæðra- og ungbarnavernd og almennri þátttöku í bólusetningum. Mæðra- og ungbarnavernd er gjaldfrjáls í heilbrigðiskerfinu. Flest börn fæðast á Landspítalanum.
Tveir einstaklingar, óháð kyni, mega stofna til hjúskapar þegar báðir hafa náð 18 ára aldri. Hjónavígslur geta farið fram ýmist borgaralega eða kirkjulega. Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra annast borgaralegar hjónavígslur hver í sínu umdæmi. Prestar íslensku þjóðkirkjunnar annast kirkjulega hjónavígslu, svo og prestar og forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga á Íslandi sem fengið hafa löggildingu Dómsmálaráðuneytisins til þess.
Tveir einstaklingar sem hafa sama lögheimili og eru ekki eru giftir eða í óupplýstri hjúskaparstöðu geta skráð sig í sambúð. Ekki er hægt að skrá erlenda ríkisborgara með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð. Þjóðskrá Íslands sér um sambúðar skráningu.
Einstaklingar í skráðri sambúð öðlast að hluta til sömu réttindi og fólk í hjúskap. Þetta á einkum við félagsleg réttindi eins og almannatryggingar, skattamál og félagsþjónustu sveitarfélagana. Gagnkvæmur lögbundinn erfðaréttur myndast þó ekki við sambúð heldur einungis við hjúskap.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Fjölmenningarsetur | http://www.mcc.is |
Dómsmálaráðuneytið | https://www.stjornarradid.is/raduneyti/domsmalaraduneytid |
Landspítali | http://www.landspitali.is |
Upplýsingar um opinbera þjónustu | https://www.island.is |
Þjóðskrá Íslands | http://www.skra.is |
Fjölmörg flugfélög fljúga til og frá Íslandi og hefur þeim fjölgað mjög að undanförnu með auknum ferðamannastraumi. Tvö íslensk flugfélög fljúga til og frá landinu, Icelandair og Play. Einn aðal millilandaflugvöllur er á landinu, Keflavíkurflugvöllur, í um 40 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Varaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum. Með aukinni samkeppni hefur flug orðið ódýrara og er hægt að finna flug á góðu verði til landsins.
Innanlands keyrir fólk ýmist eða flýgur á milli staða. Engar járnbrautir eru á landinu. Vegakerfið á Íslandi er vanþróaðra en í flestum öðrum Evrópulöndum, einbreiðar brýr eru á þjóðvegi 1 og malarvegi má finna víða. Vegtollar tíðkast almannt ekki á landinu með einni undantekningu við Vaðlaheiðagöng í nágrenni Akureyrar.
Áætlunarflug er frá Reykjavík á nokkra staði á landsbyggðinni en innanlandsflug er dýrt á Íslandi. Einnig ganga rútur samkvæmt áætlun hringinn í kringum landið. Á höfuðborgasvæðinu og Akureyri er strætisvagnakerfi.
Hlekkir:
Titli/heiti | URL |
Samgöngustofa | http://www.samgongustofa.is |
Keflavíkurflugvöllur | http://www.kefairport.is |
Innanlandsflug | http://www.isavia.is/farthegar/innanlandsflug |
Vegagerðin | http://www.vegagerdin.is |
Strætó | http://www.straeto.is |