Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring16 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

EURES-Frakkland Atvinnuleitin verður einfaldari með Emploi Store

Ef þú ert atvinnulaus sem stendur eða ert að leita að nýjum atvinnutækifærum, þá skilurðu eflaust staðhæfinguna sem segir að ‘það er vinna að leita að vinnu’. Menn eyða ómældum tíma að skoða fyrirtæki á netinu, fletta í gegnum atvinnusíður, útbúa starfsferilsskrá, ráðgjafarviðtöl... listinn er endalaus. Þetta getur verið þreytandi og oft á tíðum pirrandi, en EURES-Frakkland hefur sett upp vefþjónustu sem sér um alla erfiðisvinnuna.

EURES France: Making the Job Hunt Easier with Emploi Store

Emploi Store er frumlegt netsvæði ætlað öllum sem eru að leita að starfið eða starfsþjálfun í Frakklandi. En svæðið er einnig með "evrópska vídd".

Pôle Emploi hannaði Emploi Store, sem er gagnasafn þar sem hægt er að leita að næstum öllu sem viðkemur atvinnuleit. Hvort sem þú þarft aðstoð við að undirbúa umsókn, dusta rykið af viðtalstækninni, eða hjálp við að finna starf, þá er Emploi Store staður þar sem er að finna lista með smáforritum, vefsíðum og tækjum til að aðstoða þig. Stórt safn með nýjustu gagnvirku tækjunum er til staðar á Emploi Store, tilbúið til notkunar.

Netsvæðið, sem var hleypt af stokkunum í júlí 2015, sameinar upplýsingar af yfir 180 vefsíðum, smáforritum og tækjum sem hægt er að hala niður, en allur þessi búnaður hefur verið prófaður og endurskoðaður af raunverulegum atvinnuleitendum.

Hvernig virkar það?

Emploi Store vefsíðan er afar notendavæn og hið stóra gagnasafn hefur verið skipt niður í fjóra meginhópa: Velja starf, Þjálfun, Undirbúa umsókn, og Finna starf. Allt sem þú þarft að gera er að velja sviðið sem þú þarft aðstoð með og Emploi Store lætur þig fá lista með öllum síðunum sem bjóða upp á viðkomandi þjónustu. Síðan er það upp á þig komið hverjar þeirra þú vilt prófa.

Og hvað ef ég er að hugsa um að starfa erlendis?

Frá og með júní 2016 hefur EURES-Frakkland sett upp nýjan vef á netsvæðinu sem er sérstaklega hannaður með alþjóðlega atvinnuleitendur í huga. Stöðugt er verið að uppfæra netsvæðið með nýju efni og upplýsingum, svo að atvinnuleitendur hafi aðgang að miklu úrvali tækja sem hjálpa þeim að finna vinnu erlendis. Meðal þessara tækja er leikur með heitinu "ertu tilbúin(n) að starfa erlendis?", þættir eins og vinnustofur á netinu og Búseta og störf í Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi, Kanada, Ítalíu og fjölda annarra landa; auk þess er þarna gagnvirkt tæki sem hjálpar þér að undirbúa heimflutning sem og þjálfun fyrir atvinnuviðtöl á ensku og þýsku.

Emploi Store er miðstöð fyrir alla sem eru að leita að starfi, starfsþjálfun eða aðstoð við atvinnuleit. Ekki aðeins er hægt að spara dýrmætan tíma og orku hér, heldur nýtist þessi nýja EURES miðstöð sérstaklega þeim sem ekki höfðu vitneskju um alla þá mismunandi aðstoð sem hægt er að fá við atvinnuleit.

Frekari upplýsingar má fá á Emploi Store vefsíðunni.

 

Tengdir hlekkir:

Emploi Store

Pôle Emploi

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Hjálp og aðstoð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.