Ný skýrsla frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýnir að 30,6 milljónir manna á aldrinum 15 til 64 í ESB voru í sjálfstæðum atvinnurekstri árið 2016, í störfum allt frá mótorhjólaviðgerðum til skógræktar.
Fólk í sjálfstæðum atvinnurekstri var 14% af heildarlaunþegum í ESB 2016. Það er smávægileg aukning frá upphafi 2015, þegar talan var 30,3 milljónir. Hjá þeim sem eru 25 ára eða yngri var aukningin á sama tímabili úr 77,300 upp í 90,000.
2016 voru tveir af þremur í sjálfstæðum rekstri karlar (67%), meira en helmingur (55%) var 45 ára eða eldri, um þriðjungur (35%) hafði lokið háskólamenntun og sjö af tíu (71%) voru einyrkjar, sem þýðir að þeir voru ekki með annan í vinnu.
Hæsta hlutfall sjálfstæðs reksturs er að finna í Grikklandi, þar sem næstum einn af hverjum þremur launþegum er sinn eigin yfirmaður. Á Ítalíu er talan einn af hverjum fimm (21%), og á Póllandi er það 18%. Af hinum aðildarríkjunum, þar sem sjálfstæður atvinnurekstur er ekki jafn vinsæll, sýna tölur Eurostat að hann er óvinsælastur í Danmörku, aðeins 8%, á meðan Þýskaland, Eistland, Lúxemborg og Svíþjóð eru öll með 9%. Meðaltalið í ESB er 14%.
Ef horft er á tölurnar eftir atvinnugreinum, starfa 4,8 milljónir við heild- og smásölu og mótorhjólaviðgerðir, eða 16% allra sem eru í sjálfstæðum rekstri í ESB árið 2016. Næst vinsælasta greinin var landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, með 4,4 milljónir, eða 14%, á meðan byggingavinna (3,9 milljónir, 13%) og sérfræðivinna í vísindum og tækni (3,7 milljónir, 12%) voru einnig vinsæl hjá fólki í lausavinnu.
Í sumum löndum getur EURES hjálpað fólki í sjálfstæðum rekstri í hvaða landi sem er í ESB að komast í samband við vinnuveitendur sem leita að margskonar hæfileikum og kunnáttu. Hanna-Maria, óperusöngkona í lausamennsku frá Malmö, Suður-Svíþjóð, þekkir það af eigin reynslu. Þegar hún ákvað að hún þyrfti nýjar áskoranir var hún ekkert að tvínóna við að leita sér hjálpar frá næsta EURES-ráðgjafa til að fá áheyrnarpróf í Hamborg með hjálp ZAV. Hún hefur ekki litið um öxl síðan þá.
„Ég hef mjög jákvæða reynslu af EURES. Ég hef rætt við aðra kollega sem eru einnig óperusöngvarar í lausamennsku sem hafa góða reynslu af EURES. Mig langar virkilega að finna tækifæri í Þýskalandi. Þar eru mun fleiri óperuhús heldur en í Svíþjóð, og raunar mörgum öðrum Evrópulöndum.“
Hanna-Maria lærði þýsku í þrjú ár svo hún getur talað smá þýsku og myndi líklega læra hratt ef hún flytti þangað. Eitt er víst að hún getur nú þegar sungið á þýsku og nýtur sérfræðiaðstoðar á staðnum og í geiranum sem hún fær sem einstaklingur í sjálfstæðum atvinnurekstri.
Tengdir hlekkir:
Kíkjum á sjálfstæðan atvinnurekstur í ESB – Eurostat skýrsla
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 13 Desember 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles